Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 14

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 14
JACKIE KEIMÍMEDY SÍÐAN Jackie Kennedy byrjaði aftur að taka þátt í samkvæmislífinu fyrir skömmu síðan hefur það verið stöðugt vandamál hver ætti að fylgja henni á hinar ýmsu góðgerðarskemmtanir, dansleiki og frumsýningar. Það þykir ekki viðeigandi að hún sýni sig opinberlega með hverjum sem er, allra sízt ungum mönnum. Þess vegna hafa ýmsir kunnir, eldri og virðulegri, forystu- menn í Bandaríkjunum tekið að sér að fylgja henni þangað sem hún fer opinberlega. Hér er hún að sækja hljómleika ásamt Adlai Stevenson, aðalfulltrúa Banda- ríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum. Nýlega sótti hún samkvæmi í New York ásamt Averell Harrimann, fyrr- um ríkisstjóra í New York og um daginn var hinn hvít- hærði öldungur hljómsveitarstjórinn Leopold Stokowski, borðherra hennar í litlu samkvæmi í einum kunnasta næturklúbb New York-borgar. Hins vegar hefur Jackie sézt á veitingastöðum, á óformlegum skemmtunum, með mönnum á borð við Marlon Brando og nokkrum kunn- um kaupsýslumönnum af yngri kynslóðinni. En á hæl- um hennar eru alltaf leynilögreglumenn, hvar sem hún fer, t. d. maðurinn á miðri myndinni. sumt GAMAIM FRÁ GJÖVIK Hér fer á eftir verðlauna- skrítla frá Gjövik í Noregi: Þrjár konur frá Gjövik voru á skemmtigöngu sólbjartan sumardag og komu allt í einu auga á herðabreiðan karlmann sem lá allsnakinn með dag- blað yfir andlitinu. Þær lædd- ust hljóðlega nær, og ein þeirra hvíslaði: — Ég er að minnsta kosti viss um að þetta er ekki mað- urinn minn. — Ekki minn heldur, sagði cnnur. Sú þriðja, hnellin hnáta, gætti betur að: — Hann er ekki frá Gjövik, sagði hún svo. LEYIMIVOPIMIÐ HÚN er kölluð „leynivopn- ið“. Aliza Gur var kjörin „ungfrú ísrael“, fékk tafar- laust aðalhlutverk í nokkr- um brezkum kvikmyndum og er nú höfð í „geymslu“ hjá kvikmydajöfri í Holly- wood, sem ætlar að skjóta henni upp á stjörnuhimininn innan skamms. Hún á að keppa við töfradísir kvik- myndaborgarinnar um að- dáun kvikmyndahússgesta, ekki sízt karlmanna. „Hún á eftir að slá þær allar út,“ sagði þessi jöfur, sem hefur tekið Alizu litlu undir vernd- arvæng sinn. 1 MASERATI ÞESSI bifreið var „stjarnan" á nýlegri bílasýningu í Genf. Hún er af Maserati- gerð og mundi kosta hingað komin um meira en eina milljón króna. Það væri gaman fyrir þig að eiga hana einhvers staðar í Evrópu, þegar þú ert þar á ferða- lagi. 14 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.