Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 9

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 9
 strýkur strengi, stendur skyndi- lega upp og gengur að stiga við samskeyttar olíutunnur. Hún fer upp stigann og hverf- ur öll ofan í tunnuna og bólar ekki á henni drykklanga stund. Loks birtist hún aftur renn- andi blaut frá hvirfli til ilja, Því miður var Ijósmyndarinn ekki búinn að ná í myndavél- ina þegar Paik sýndi áheyrend- xnn óæðri endann, en teikning- in er gerð samkvæmt lýs- ingu sjónarvotla á klæðaburði Kóreumannsins á meðan „nekt- aratriðið“ var leikið. settist aftur við cellóið og hélt áfram að ,,leika“. Undir lokin skeðu þau und- ur, að þau slógu samstillta hljóma á píanó og celló. Síðasta atriðið á þessum makalausu hljómleikum var samspil, Lullaby 4, eftir Diter Rot. Kunnum við þá ekki frekar að segja frá þessum einstæða listaviðburði í okkar fámennu höfuðborg, annað en það, að Kóreumaðurinn Paik spurði um það eftir sýningu, hvort margir morðingjar væru á íslandi. Hér á eftir fara glefsur úr blaðadómum og nokkur afsök- unarorð: Úr grein í Tímanum eftir Unni Arnórsdóttur með fyrir- sögninni „Bossa-Nova“: „Að Musica Nova ætti eftir hafa „strip-tease“-sýnmgu karla sem sitt hjartans áhuga- mál og aðaluppistöðu, hefði maður etið hattinn sinn upp á að ætti eftir að gerast. En þetta gei'ðist raunverulega ... Átrúnaðargoðið John Cage „og andlegur faðir þeirra tón skálda er verk áttu á þessum tónleikum!!!!“ eins og „Grand dragon“ Musica Nova A. H. Sveinsson segir orðrétt í efnis- ► Á efri myndinni situr Paik við píanóið rennblautur og útataður í froðu, tottandi snuð. Á neðri myndinni kemur ungfrúin úr baðinu, rennvot upp yfir höfuð.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.