Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 7

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 7
hrærara, sem rótaði baununum niður úr kassanum og sáldruð- ust þær um gólfið. Kom mér ekki annað til hugar en verið væri að stilla vélmennið áður en tónleikarnir hæfust, en tím- inn leið, og fólki ekki boðið að ganga í salinn fyrr en um tíu mínútum fyrir níu. Vél- mennið kom ekki meira við sögu og virðist því að tónleik- arnir hafi byrjað þarna í gang- inum (sbr. prologus í venju- íegu tónleikahaldi). Þegar allir voru komnir til sætis, fór eitthvert radíótæki í gang, og sendi það frá sér óþægilegan tón, er hélzt drykk- langa stund, en dofnaði síðan smátt og smátt. Paik settist nú við píanóið og sló samhengis- lausar nótur um hríð, stóð síðan upp og hneigði sig, en áheyr- endur klöppuðu. Síðan kynnti hann næsta atriði og bað nú viðstadda að snerta hver annan óg sitja þannig í tíu mínútur. Þegar hann hafði gengið úr skugga um, að áheyrendur væru með á nótunum, settist hann við píanóið og slokknuðu nú öll ljós að undanskildum draugalegum rafmagnstýrum í segulbands- og radíótækjum. Hann studdi við og við á eina og eina bassanótu og heyrðust nú hláturtíst utan úr salnum. Næsta atriði var á þann veg, að Paik bað viðstadda að gefa frá sér hljóð, eftir að hann hefði lokið við að telja upp að þrem. í fyrstu atrennu kom ekkert hljóð í annarri atrennu hósti og ræskingar, en í þriðju atrennu gáfu einhverjir frá sér óþolinmæðiurg — og lauk þá þessum þætti! Nú birtist cellóleikarinn ► Á efri myndinni er Paik að stíga rcnnblautur upp úr balanum, en á neðri myndinni laugar liann andlit sitt. Það var víst mikið verk að þrífa svið- ið að tónleikunum lokn- um.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.