Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 33

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 33
rv Cíawr3um • 7 dagar í maí Framh. af bls. 29. ásótti atburðurinn hann í draum- um. Meira að segja nú orðið lifði hann atvikið á ný í svefni einu sinni eða tvisvar á ári. Géorgíumaðurinn hafði verið við hiið hans á öllum úrslitastund- um stjórnmálaferils hans, og þar sem Lyman játaði aldrei fyr- ir sjálfum sér hve mjög hann þarfnaðist Clarks, fann hann alítaf aðrar ástæður til að leita til vinar síns — dómgreind Clarks, létta lund hans, mann- þekkingu og lag á mönnum. En alltaf var hann við hendina þegar mést á reið. Eorsetinn neri síðustu brauð- molana af fingrum sér og hóf máls þar sem frá var horfið. „Ég væri ekki hreinskilinn, Ray, ef ég segði að mér sárnaði ekki niðurstaða skoðanakönnun- arinnar. En ég veit að það var rétt að gera þennan sáttmála. Bíddu þangað til þú sérð skoð- anakannanirnar í haust.“ Clai’k brá aftur fyrir sig mál- lýzkunni. „Ég ætla ekki að rífast við yður, herra forseti, Jordie, herra minn. Ef Feemerov frændi þarna austur í Kremi reynir að beita brögðum öskrum við „plat“ og tökum aftur að stafla upp sprengjum." Hann talaði aftur með sínum eðlilega rómi. „Hvernig sem fer, í haust stend- ur þú betur að vígi." Lyman hló. „Ray, hvernig ferðu að því að skipta sífellt um róm?“ Clark brosti. „Maður verður að halda sér í þjálfun. f Georgiu er ég sveitastrákur sem aldrei treystir neinum Norðurríkja- manni. Hér í Washington er ég kandídat frá lögfræðideild Har- vardháskóla og ástunda pólitísk fræði og stjórnvizku." „Gott og vel, prófessor. Hvern- ig væri að halda yfir mér fyrir- lestur í dag um horfur i öldunga- deildinni með sérstöku tilliti til framgangs mála sem ég hef lagt fyrir ,þingið?“ „Ég get lítið sagt eins og stend- ur, herra forseti. Það verður ekki mikið um að vera á þingi fyrr en eftir þinghléið. Sjálfur er ég laus að undanteknum her- málanefndarfundi sem halda á á morgun tii að ganga úr skugga um hvað eftir verði af land- vörnum okkar þegar þú ert bú- inn að farga sprengjunum. Jim séntilmaður ætlar sjálfur að flytja aðalskýrsluna. Ég skal Framh. á bls. 37. *T\MPUj£ FJELAGSPRENTShlÐJUNNAR SPÍTALASTÍG 10 - (VIÐ ÓÐINSTORG) ERU AFGREIDDIR MEÐ DAGS FYRIRVARA VAMD/IO EFIXil FALKINN 33

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.