Fálkinn


Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 38

Fálkinn - 08.06.1965, Blaðsíða 38
KYENÞJOÐIN RITSTJÖItl: KIIISTJANA STEINGRÍMSDÓTTIR HVAÐ A BARIMID AD KUNIMA? Er barnið okkar gáfað ...? Þetta er spurning sem flest- ir foreldrar hugleiða. Hér á eftir eru talin nokkur atriði sem gefa vísbendingar um hvort barn hefur náð eðli- legum þroska. Það má ekki taka þessi atriði of hátíð- lega ef þroski barnsins virð- ist ekki vera í samræmi við þessi atriði, því börn eru mjög mismunandi. Barn sem er almennt talið á eftir, get- ur á mjög skömmum tíma orðið hið gagnstæða, rétt eins og gáfuð börn geta stað- ið í stað í eitt til tvö ár. Þriggja ára. Þegar barnið er orðið þriggja ára gamalt, á það helzt að geta bent á nef, munn og augu. Það á enn- fremur að geta sagt til nafns, ef það er ekki á annað borð of erfitt í framburði. Enn- fremur á barnið að geta greint mun á stelpu og strák, ásamt því að þekkja og nefna 15 mismunandi hluti á mynd. Fjögurra ára stúlka. Þegar hún Elsa litla er orðin fjögurra ára á hún að geta talið upp að fimm og haft eftir setningu með minnst sex orðum. Af tveim mismunandi spjöldum á hún að geta bent á það stærra. Að endingu á hún að geta sungið lag eða haft yfir vísu. Fimm ára piltur. Á þessum aldri á hann Hans að geta sagt hvað hann er gamall. Hann á líka að geta sagt hvor hlutur af tveim er þyngri, og hann á að geta teiknað hring og ferning svona nokkurn veg- inn, a. m. k. á hann að geta greint að þessar tvær teikn- ingar eru ekki eins! Hans á líka að geta þekkt í sundur aðallitina eftir að honum hafa verið sýndir þeir nokkr- um sinnum. Sex ára stúlka. Þegar Elsa er orðin sex ára, á hún að geta sagt til um mun á hægri og vinstri og þekkja mun á helztu mynt. Hún á einnig að geta búið til einfalda byggingu úr kubbum og talið upp að tíu. PEYSA Á SONINN OG HEIMILISFÓÐURINN í fjórum stærðum: Brjóstvídd 65 (72) 93 (100) cm. Efni: 450 (600) 750 (850) gróft garn. Prjónar nr. 6 og 7. 12 1. með mynstri á prj. nr. 7 = 10 cm. Mynstrið: 1. umf.: ★ 1 sl., 1 br. ★, endurtekið frá ★—★ út umf. 2. umf.: sl. yfir sl., br. yfir br. 3. umf.: ★ 1 br., 1 sl. ★, endurtekið frá ★—★ út umf. 4. umf.: eins og 2. umf. Þessar f jórar umferðir mynda mynstr- ið. Bakið: Fitjið upp 42 (46) 58 (62) 1. á prj. nr. 7 mynstrið prjónað þar til síddin er 48 (56) 60 (65) cm. Setjið 18 (20) miðlykkjurnar á drengjastærð- unum á hjálparprjón og fellið síðan hvora öxl af í einu lagi. Fellið allar 1. af í einu á herrastærð. Framstykkið: Prjónað eins og bakið á drengjastærðunum. Á herrastærðun- um eru felldar af 18 (20) miðl., þegar síddin er 5 cm minni en bakið. Hvor öxl prjónuð fyrir sig, fellt af um 1 1. við hálsmálið í annarri hverri umf., þar til 13 (15) 1. eru eftir. Fellt af. Ermar: Fitjið upp 24 (26) 34 (36) 1. á prj. nr. 6. prjónið 6 cm mynstur. Sett á prj. nr. 7 og mynstrið prjónað, aukið út hvorum megin í 6. hverri umf., þar til 42 (46) 50 (54) 1. eru á. Þegar ermin er 36 (45) 48 (52) er fellt af. Frágangur: Drengjastærðir: Saumið saman aðra öxlina, setjið 1. frá baki og framstykki á prj. nr. 6 og prjónað 4 cm mynstur. Sett á prj. nr. 7 og mynstr- ið prjónað áfram, þar til kraginn er 14 cm. Fellt mjög laust af. Hin öxlin og kraginn saumaður saman, kraginn brotinn tvöfaldur út að réttu. Allir saumar saumaðir á röngunni. Pressið saumana á röngunni. Allir saumar saumaðir á herrastærð- unum, enginn kragi prjónaður.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.