Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 4
☆ BENEDIKT VIGGÓSSON SKRIFAR FYRIR UNGA FÓLKIÐ ☆
í ÖÐRU SÆTI ^
I SKODAIMAKOI\ll\!lJIM
FÁLKAMS
IVIEÐLIIWIR
PÓNIEÍS ►
Þá er röðin komin að PÓNIK, en þeir voru kosnir önnur
vinsælasta hljómsveitin af lesendum þáttarins og söngvar-
inn þeirra, Einar Júlíusson, hlaut nafnbótina vinsælasti
söngvarinn.
Trommuleikari hljómsveitarinnar, Erlendur Svavarsson,
gat því miður ekki verið viðstaddur, þegar eftirfarandi við-
tal var tekið, en þær upplýsingar, sem hér eru um hann
aflaði ég mér símleiðis.
Þá er hér fyrst kynning á öðrum meðlimum hljómsveit-
arinnar, en Einari, en hann var kynntur sérstaklega í 44.
tbl. Að gefnu tilefni skal tekið fram, að piltarnir eru
allir Reykvíkingar nema Einar.
MAGNÚS EIRÍKSSON
Hljómsveitarstjóri, sólógítar.
Aldur: 20 ára.
Atvinna: Verzlunarmaður.
Uppáhaldsmatur: Steikt skyr með þurrkuðum berjum.
Óþolandi: Ef slitnar strengur í gítarnum.
Hin fullkomna stúlka: Dökkhærð, bláeygð og með geislandi
,.sex“-töfra.
Eftirlætissöngvari: Ray Davies í Kinks.
Bifreið: Mercedes Benz 220 árgerð 1956.
SVAVAR HJÁLMARSSON
Bassagitar.
Aldur: 19 ára.
Atvinna: Vinnur í Kassagerð Reykjavíkur.
Uppáhaldsmatur: Kornflaks og James Bond-afréttari að
morgni.
Óþolandi: Hvítar mýs, sérstaklega ef maður vaknar með
eina á bakinu.
Hin fullkomna stúlka: Ljóshærð, fallega tennt, ekki úr
hófi málgefin.
Bifreið: Enga, sem betur fer.
Eftirlætissöngvari: Tom Jones.
ÚLFAR ÁGÚST SIGMARSSON
Rythmagítar.
Aldur: 19 ára.
Atvinna: Nemandi í Menntaskólanum (illa borgað).
Unráhaldsmatur: Kjúklingar, grillsteiktir.
Óþolandi: Ef bíllinn minn verður benzínlaus upp á heiði
Hin fullkomna stúlka: Rauðhærð, þrjár álnir með gulltönn
(óveðsetta).
Bifreið: Renaulta 8 árgerð 1963.
Eftirlætissöngvari: Paul MacCartney.
ERLENDUR SVAVARSSON
Trommur.
Aldur: 23 ára.
Atvinna: Verzlunarstörf.
Uppáhaldsmatur: Steikt nautakjöt vel kryddað.
Óþolandi: Ef einhver óviðkomandi fiktar í trommunum.
Hin fullkomna stúlka: Ljóshærð, hávaxin og þéttholda á
réttum stöðum.
Bifreið: Engin.
Eftirlætissöngvari: Jack Bruce (sem blues).
Hvenær kom PÓNIK fyrst fram í sviðsljósið og hverjir
eru stofnendurnir?
4
FALKINN