Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 41

Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 41
ORÐ 800 krónur í ver51. AFORÐI í 6. umferð var mjög góð þátttaka og lausnir margra þátttakenda voru vel af hendi leystar. Þrátt fyrir það komust gamlir kunningjar í annað og þriðja sæti, en nýr þátttakandi skipaði sér í fyrsta sæti. Verðlaunin: 1. verðiaun, kr. 500,00, fær Sigurbjörn Björnsson, Skóla- braut 7 Seltjarnarnesi. Hann hlaut 275 stig. 2. verðlaun, kr. 200,00, fær Sigrún Einarsdóttir, Skóla- stræti 5 b, Reykjavík. Hún hlaut 270 stig. 3. verðlaun, kr. 100,00, fær Ari Hermahnsson, Blönduósi, A-Hún. Hann hlaut 267 stig. Lausn Sigurbjörns: Hringlum — Elrinum — Lingerum — Melingur — Ilmur — Neglur — Gerlinum — Umgeri — Renglum. Lykilorðið er HELMINGUR. Næsta þraut. Næsta lykilorð er LAMBAKJÖT. Við bendum nýjum þátttakendum á að kynna sér reglur um þátttöku í eldri blöðum, en aðalreglan er sú, að aðeins má nota þá stafi sem koma fyrir í lykilorðinu og ekki oftar í hverju orði en þá er að finna í lykilorðinu. Bezt er að hafa lausnina hér að ofan til hliðsjónar. Næst verða lausnir allra þriggja efstu birtar, en beiðni hefur komið fram um það frá þátt- takendum. Vinningshafar eru beðnir um að vitja verðlauna á af- greiðslu blaðsins, Grettisgötu 8. Vinningshafar, sem eru búsettir úti á landi, fá verðlaunin send í ábyrgðarbréfi. Hvað má ekki gera: Bannað er að nota persónuheiti eða staðaheiti, ennfremur Samtals: Nafn: ....... Heimilisfang: heimatilbúin orð og önnur orðskrípi. Rita skal orð eftir ríkjandi réttritunarreglum. s Verðlaun: Fálkinn veitir vikulega þrenn verðlaun, kr. 500,00, 200,00 og 100,00. Ef margir ná sama stigafjölda verður dregið um verðlaunin. Frestur til að skila lausnum er hálfur mánuður. Merkið umslagið ORÐ AF ORÐI 10. Utanáskriftin er: Vikublaðið Fálkinn, pósthólf 1411. • Óþekktur óvinir Framh. af bls. 37. búinn að gleyma, hvar í skúffunni hann hafði nákvæmlega fundið þær. John tók út nokkur undirskrifuð plögg og athugaði undir- skriftina, eins og hann hafði grandskoðað andlit sitt. Undir- skriftirnar voru ekki allar nákvæmlega eins. Það væri erfitt að sanna, að falsaða undirskriftin væri ekki hans eigin. Síminn hringdi. Blaðamaður vildi fá viðtal. John sagði: „Ég sá aldrei ungfrú Evans á lífi — ég veit ekkert um morðið.“ En þetta var aðeins fyrsta upphringingin af mörgum. Eftir 5 símtöl lagði hann tólið á borðið. Hann gekk órólegur um gólf. Honum fannst hann þyrfti að gera eitthvað strax, en hann vissi ekki hvar hann átti að byrja. Hann varð að fá sér annan lögfræðing. Kannski Dick Still gæti bent ... John hristi höfuðið. Hann myndi fá sér öðruvísi lögfræðing; þess konar lög- fræðing, sem Still myndi ekki ráðleggja honum að leita til. Og, hélt John áfram að hugsa, sá lögfræðingur mun hlusfa og kinka kolli (af því að ég borga honum), en ekki hrista höfuðið eins og Miller og þeir. En hann verður jafn vantrú- aðnr. í fvrsta -kipti gerði lohn séi grein fyrir, að en-.'ini- mundi trua honum. Enginn í veröldinni myndi trúa því, að hann hefði aldrei þekkt Noru Evans — hefði ekki leigt handa henni íbúð, hefði ekki frámið morð að yfirlögðu ráði. En hinn einfaldi sannleikur var svo einfaldur, að enginn trúði honum. Hann er, að einhver hatar mig svo ákaft, að hann drepur stúlku til þess að koma mér fyrir kattarnef. Enginn trúir þessu. Ég er ekki sú manngerð, sem er hötuð svona ofsalega. Og skyndilega fann hann, að hann trúði þessu ekki einu sinni sjálfur — það var alls ekki hægt. Jæja, nú varð hann að gera eitthvað. í fyrsta lagi varð hann að fara í bankann. John seildist inn í fatahengið eftir hattinum sínum. Þegar hann var í þann mund að loka skápnum, tók hann eftir sportjakka, sem hann hafði aldrei séð fyrr. Hann var meira áberandi en nokkuð sem hann hefði nokkurn tíma valið sér. Hann hafði verið látinn til hliðar 5 skápinn, ekki falinn, en þó svo, að hann blasti ekki við. John tók jakkann fram og horfði á hann. Þetta var græn- brúnn tweed-jakki með áberandi munstri. Án þess að vita af hverju, þá gáði hann að klæðskeramerkinu en fann ekk- ert. Loks fór hann í jakkann. Hann passaði — ekki alveg — en þó eins vel og flestir sportjakkar pössuðu honum. Það var eitthvað i hægri vasanum. Og áður en John snerti á því, þá vissi hann hvað það var. Það var lykill. Það var enginn vafi á, að hvaða dyrum þessi lykill gekk Hann fór úr jakkanum og leit á hann aftur. Það var auðvelt að bekkja þennan jakka aftur. Einhvers staðar var fólk, sem átti að þekkja hann aftur. Það var grpínilpga til þess, sem bes=i jakki var ætlaður. En hvernig var hann kominn i hans skáp? FALKINN 41

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.