Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 26
• Litla sagan
Framh. af bls. 21.
• Pónik
Framh. af bls. 5.
SÆVAR: Ja, ég hef, nú aldrei
komizt lengra en að skrifa á
handlegginn á þeirh.
ÚLFAR: Hljómsveitarstjór-
inn verður að hafa forréttindi.
Hafið þið lært á hljóðfæri
hjá tónlistarkennurum?
MAGNÚS: Ég gekk í píanó-
tíma, samfleytt í heilan klukku-
tíma, en þá gafst ég upp.
ÚLFAR: Það á nú að heita,
að ég hafi lært á harmonikku
í einkatímum um það bil þrjú
ár, svo að ég ætti að vera vel
liðtækur í gömlu dönsunum.
SÆVAR: Ég var í píanótím-
um í þrjár vikur ... Það er al-
gert brjálæði.
Hver er mesta kvennagullið
í hljómsveitinni?
ÚLFAR: Það er Sævar. Döm-
urnar fá næstum því aðsvif,
þegar hann sendir þeim sitt
töfrandi augnaráð.
SÆVAR: Þetta er fráleitt.
Það er enginn vafi á því, að
Einar á mestan sjénsinn af
okkur.
MAGNÚS: Já, Einar er mesta
kvennagullið. Þær snarfalla
fyrir ómótstæðilegum persónu-
töfrum hans, að maður tali nú
ekki'um spékoppana.
Hafið þið aldrei þurft á lög-
regluvernd að halda vegna
óláta á dansstað?
SÆVAR: Það var eitt sinn,
er við vorum að leika 17. júní
í Keflavík, að maður um fimm-
tugt, vel við skál, æðir upp á
hljómsveitarpallinn og sló til
Magga, en honum hefur ekki
þótt hann árennilegur, því hann
sneri sér strax að mér all
ófrýnilegur ásýndum. Mér leizt
nú ekki á blikuna og hörfaði
undan, en í því leggur Einar
frá sér hljóðnemann og hjólaði
í kallinn. Ekki varð þó neitt
um meiri háttar slagsmál, því
brátt kom lögreglan og dró
kauða burtu.
Bragðið þið áfengi á meðan
þið spilið?
MAGNÚS: Við höfum haft
það fyrir reglu að gera það
ekki.
ÚLFAR: Við erum algerir
bindindismenn og brögðum
ekki nema messuvín við hátíð-
legt tækifæri.
SÆVAR: Ég fæ kökk í háls-
Og nú varð hann ennþá
skrítnari í framan.
— Hjálpi mér sá sem vanur
er, þetta er alveg furðulegt. ..
— Nú er eitt skot í byss-
unni, sagði Olfert litli, og á
morgun ætla ég að skjóta stóra
kú.
í því gaf faðir hans honum
vænan löðrung.
Þú getur bölvað þér upp á
að þú færð ekki að skjóta kú
á morgun, sagði faðir hans reið-
ur. Ertu vitlaus drengur að
vera að fikta með svona stór-
hættulegt leikfang. Ég tek
byssuna af þér, og farðu strax
í rúmið.
Olfert fór að hátta nauðug-
ur.
Snemma næsta morgun fór
hann út í skóginn til að sjá
hvort marzmennirnir væru
farnir, og þeir voru farnir.
Allan fyrripartinn var hann
að leika sér, en svo fór hann
heim í matinn. Dauðageisla-
byssan lá á eldhúsborðinu.
Hann hleypti af ofan í vask-
inn nokkrum sinnum, en hún
var tóm. Þá henti hann henni
frá sér og náði sér í einhvern
mat. Þegar hann var búinn að
borða fór hann inn í stofu.
Þar sat faðir hans og reykti
stóran vindil með fæturna uppi
á sófaborði, sem var bannað,
og með stórt púnsglas fyrir
framan sig, sem var líka bann-
að. Og Olfert spurði:
— Hvar er mamma?
iílliiw
iiV<. iie
IJT
inn. Þetta er svo hjartnæmt.
Þá ætla ég að lokum að gefa
hljómsveitarstjóranum orðið.
MAGNÚS: Það sem við höf-
um sett okkur að takmarki er
að PÓNIK og EINAR gerist at-
vinnuhljómsveit á næsta ári.
Þá loks gefst okkur nægur tími
til að vinna úr okkar mörgu
hugmyndum. Ég vil nota þetta
tækifæri til að þakka okkar
pennaglöðu aðdáendum fyrir
að stuðla að því, að PÓNIK
varð svona ofarlega á listanum
og við munum gera okkar
bezta til að valda þeim ekki
vonbrigðum.
26
FÁLKINN