Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 28

Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 28
VII. Hin nýja íbúð herra Yee var að líkindum sú stærsta i gjörv- I M' öllu hveríinu og um leið sú skrautlegasta og þaðan var dá- samlegt útsýni yíir Golden Gate brúna. í húsgögnum og skreyt- ingu blandaðist enn austur og vestur eins og i móttökuher- bergi hans í Grant stræti. Chiang lagði til menningarsvipinn á setu- stofuna með því að láta koma þar fyrir langri bókahillu, fullri af bókum, sem herra Yee las nú i gríð og erg i tilraun til að auka á menntun sína. Chiang hafði einnig ráðlagt honum að útvega sér hljómplötusafn, með úrvali klassiskra og nútíma tón- verka og á þau hlustaði herra Yee þungur á brún. Hann varð að viðurkenna, að það væri ekki tekið út með sældinni, að gerast menntamaður. 1 augum Chiangs var íbúð- in hin ákjósanlegasta brúðar- skemma, sem nokkur maður gat óskað sér. Eldhúsið eitt hlaut að geta unnið hug hverrar konu. Það var búið öllum hugsanleg- um þægindum og sá réttur myndi varla fyrirfinnast sem ekki væri hægt að framreiða þar. Herra Yee, sem var mjög fær matreiðslumaður, hafði reynt sum nýju tækin og fram- reitt nokkrar máltíðir, sem boð- legar voru hverjum sælkera. Chiang hafði í hreinskilni sagt herra Yee, að hann vonaði að daman frá Hong Kong kynni nóg í matreiðslu til að eiga þetta fyrirmyndar eldhús skilið. Herra Yee sagði að sér stæði á sama þó hin langþráða brúður hans kynni ekki að sjóða vatn; hann myndi hvort sem er aldrei leyfa það, að hún kæmi nálægt neinni líkamlegri vinnu. Hann ætlaöi sjálfur að vera matreiðslumaður og þjónn i senn og bera hana á höndum sér. Og Chiang, sem horfði á hann hlægja og totta vindiiinn sinn með Ijómandi augnaráði, gat ekki varist því að öfunda manninn. Nýja íbúðin varð notalegri og heimilislegri með hverjum degi. 1 hvert skipti, sem herra Yee fór þangað, hafði hann eitthvað með sér — útvarpstæki, borðlampa, rafmagnsklukku, nokkrar nýjar hljómplötur eða fáeina skraut- diska I viðbót. En eftir þvi sem komudagur ungfrú Chung nálg- aðist, varð herra Yee æ óstyrk- ari á taugum. Dag einn, er Chi- ang heimsótti hann í íbúðina, brá honum í brún er hann kom auga á m’^d af eldhúsguðnum á áberandi siað fyrir ofan ísskáp- inn. Hann tók einnig eftir því, að eldhúsið var nýmálað. Chiang starði á grimmdarlegan guðinn, sem virtist hlægilegur og óvið- eigandi i hinu hátízkulega eld- húsi, og sagði herra Yee hrein- skilnislega álit sitt á hvoru tveggja, guðamyndinni og máln- ingarsterkjunni. „Ég er ekki hjátrúarfullur rnaður," sagði herra Yee og kveikti sér í vindli. „En ég gerði Japanska þjónustustúlkan Aika er augnayndi karl- mannanna sem sækja veitingahúsið ,,Tókíó-garðurinn.“ Meðal þeirra sem veita henni nána athygli er Kínverj- inn Chiang og Bandaríkjamaðurinn Larson, sem er Iiðs- foringi. Aika kynnist þeim báðum, með ólíkum hætti þó, og Larson og Chiang kynnast einnig eftir slagsmál í veitingahúsinu. Þegar eiginkona Chiangs fer fram á skilnað biður hann Aiku en hún hafnar bónorði hans- Chiang kemst að raun um að Larson liðsforingi er mjög hrifinn af Aiku og álítur hana vera dyggðuga stúlku. Einn góðan veðurdag hverfur Aika og Chiang verður að Ieita sér að atvinnu. Hann fær vinnu hjá Kínverja að nafni Yee og á meðal annars að hjálpa honum við að ná í eiginkonu. Chiang og Aika hittast aftur og þá verð- ur hann margs vísari um einkamál hennar ... það glappaskot, að koma með væri nú að líkindum Búddhalikn- móður mína hingað. Veiztu hvað eski eða altari i hverju herbergi hún sagði?“ Hann slökkti á eld- í íbúðinni hérna.“ spýtunni og tottaði vindilinn „Hvað áttu við með því?“ nokkrum sinnum. „Hún sagði að > Ég á við það) að ef Aika öll þessi útlendu galdratæki væru kynni ekki svo vel að skemmta góðir felustaðir fyrir illa anda. mðður minni og hafa hana Sérstaklega gaf hún frystikist- 4nægðaj þa væri gamla konan unni hornauga og sagði að hún ker a hverjum degi og eyðileggði væri alveg eins og líkkista. Hún allt fyrir mér En Aika kemur vill að ég fargi henni. Ég get ekki - veg fyrir að hún taki fram. fengið af mér að þrátta við hana kvæm(1irnar hér í húsinu alveg í en lét setja upp myndina af eld- sinar hendur," sagði herra Yee húsguðinum hérna til þess að með aherzlu_ „Móðir mín hefur friða hana. En hugmyndina að sinar eigin hugmyndir um hvern- mála eldhúsið átti ég sjálfur. Ef ig hruðarskemma eigi að lita út. satt skal segja, þá er ég dálítið Hún viu hafa allt með kínVersku eirðarlaus. Ég gat ekki sofnað í sniði Þegar hún kom hingað gærkveldi, svo ég fór hingað og um daginrl) vildi hun strax að málaði allt eldhúsið sjálfur. Það ég flytti hurt marga hluti, þar er nokkuð gott, er það ekki?“ með talin þessi sjö hundruð dala „Ágætt, ef ekki væri lyktin." ískista. Þá vissi ég að ég yrði „Mér fellur vel lyktin. Hún er að gera eitthvað til þess að halda eins og reykelsisilmur; hreinsar henni í hæfilegri fjarlægð. Ég andrúmsloftið. Ef nokkuð getur tók japönsku stúlkuna á eintal rekið illa anda út úr húsinu, þá og bað hana að hjálpa mér við er það þessi dásamlegi ilmur. En að halda gömlu konunni heima. meðal annarra orða, þú hefur Og Aika kann sannarlega tökin aldrei spurt eftir Aiku, eða á að skemmta henni; það leikur hvernig henni vegni. Hver er enginn vafi á þvi að hún hefur ástæðan? Ertu orðinn þreyttur á verið geisha. Móðir mín hefur henni?“ varla litið í Búddha ritningarnar, „Það var aldrei neitt á milli sínar síðastliðna viku.“ okkar,“ sagði Chiang. Aika hafði „Það gleður mig, að þið eruð ekki horfið úr huga hans nokkra ánægð með hana,“ sagði Chiang. stund en hann forðaðist viljandi „Ég er viss um, að hún verð- að tala um hana. „Jæja, hún hef- ur einhverjum góð eiginkona, ur nú unnið fyrir móður þina sagði herra Yee. „Ég er hissa á i viku, hvernig fellur þeim?“ að slík stúlka skuli ekki vera „Sannleikurinn er sá,“ sagði gift." herra Yee, „að ef þessarar jap- „Já, það er undarlegt," sagði önsku stúlku nyti ekki við, þá Chiang og flýtti sér að breyta „ . . . . En meðal annarra orða, þú hefur aldrei spurt eftir Aiku, eða hvernig henni vegni. Hver er ástæðan? Ertu orðinn þreyttur á henni?“

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.