Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 7
Lyftan stöðvaðist. Dyrnar opnuðust og John fór út fyrstur.
Hann beið alveg hjá lyftudyrunum. „Allt í lagi,“ sagði Grady.
. „Við skiljum hvað þú ert að fara. Þú veizt ekki, á hvaða hæð
það er, og þú veizt ekki að þetta er íbúð númer 5-B. Þessa
, Ieið, gjörið svo vel hr. Hayward.“
Einkennisklæddur lögregluþjónn stóð við dyr íbúðarinn-
. ar og hleypti þeim inn.
Fyrst komu þeir inn í litla forstofu og gengu síðan tvö
. ’þrep niður 1 dagstofuna.
John fannst eins og hann kannaðist við sig. Tröppur niður í
stofu höfðp verið í tízku fyrir nokkrum árum. John hafði
komið inn í margar íbúðir mjög líkar þessari.
„Finnst þér þú þekkja þig hér?“ spurði Grady.
„Aldrei komið hér fyrr,“ svaraði John.
Á miðju stofugólfinu voru útlínur mannslíkama teiknaðar
með krít. „Já,“ sagði Grady. „Þarna lá hún. Sagði hún eitt-
hvað, þegar hún sá að þú ætlaðir að drepa hana, hr. Hay-
ward? Reyndi hún kannski að hrópa á hjálp?“
' John horfði á krítarútlínurnar á gólfinu. Hann mundi eftir
granna líkamanum, sem hann hafði séð í líkhúsinu.
i,Eða vissi hún það ekki nógu snemma?“ spurði Grady.
„Kannski hélt hún, að þú ætlaðir að faðma hana að sér? Var
það þannig?“
Það gat hafa verið þannig, hugsaði John með sér. Stúlka
sem hleypur á móti elskhuga sínum, og heldur að útréttar
hendur hans séu ætlaðar til ástaratlota.
„Þetta þýðir ekkert, Grady. Það var ekki ég sem drap
hana.“
„Komdu og sjáðu, hr. Hayward,“ sagði Grady. Hann gekk
þvert yfir stofuna, að borði, sem stóð þar. Á því voru liljur
i vasa og mynd í ramma. Grady benti á myndina — stækkuð
augnabliksmynd' af John í tennisklæðum. Augun voru sam-
ankipruð, og gáfu til kynna, að sólin skein. Bakgrunnurinn
var mjög óljós.
Þeir horfðu á hann — og þar sem hann vissi, að þeir voru
að horfa á hann, reyndi hann að láta ekki sjást hversu ósegj-
anlega ruglaður hann var.
„Jæja,“ sagði Grady loksins, „er þetta ekki mynd af þér?“
John var ekki viss um að hann gæti talað. Hann var ekki
viss um neitt. Spurningar hrópuðu á hann. Hann hristj hóf-
uðið. Hann gat ekki neitað, að þetta var mynd af John tley-
ward. En hvar var liún tekin — hvenær — og hver hafði tek-
ið hana?
„Getur þú skýrt þetta?“ spurði Grady. „Þú sást aldrei
stúlkuna. Þú hefur aldrei komið i þessa íbúð fyrr. Samt
hafði hún stillt upp mynd af þér hérna á borðinu, svo hún
gæti . . .“
Hann hætti. John var enn að hrista hausinn. Hann heyrði
varla í Grady fyrir spurningunni sm ásótti hann. Ertu viss?
hrópaði eitthvað innra með honum. Hefur þú aldiei komið
hér áður? Samt fannst þér þú kannast við þig, þegar þú stóðst
FÁLKINN 1