Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 13
tvær klukkustundir að fá svar
við einfaldri spurningu, sem
hann í sakleysi hafði varpað
fram, fyrir, að því er mér vii t-
ist þúsund árum síðan.
Það, að kunna ekki að greina
á milli gildra smáatriða og
þeirra, sem koma málinu ekk-
ert við er annað höfuðeinkenni
froðusnakksins. Svo er einnig
um þá áráttú, að þurfa sifellt
að segja frá öllu í réttri röð,
eins og _ hún vinkona okkar
með kjólinn.
Ef ræðumenn vildu líta
áheyrendur sína sömu augum
og dagblaðaritstjórar líta á les-
endur sína, þá myndi það verða
samræðulistinni til óumræði-
legra bóta. Með þá ógn sívof-
andi yfir ræðu yðar, að takist
yður ekki að halda athygli
áheyrandans vakandi, þá mum
hann fletta á íþróttasíðuna,
færi varla hjá því, að þér
reynduð að setja orðaflaumn-
um einhverjar skorður.
Við getum haldið lengra í
dagblaðasamlíkingunni — hve
miklu skemmtilegra væri það
ekki, ef þér segðuð áheyrend-
um yðar helztu staðreyndir
sögunnar strax en bættuð svo
smáatriðunum inn í síðar, ef
þeir sýndu áhuga. Ef konan,
sem við minntumst á áðan,
hefði sagt eiginmanni sínum
umbúðalaust hvar hún hefði
keypt kjólinn og hve mikið
hann hefði kostað, er ekki
óhugsandi, að hann hefði spurt
um fáein atriði í viðbót, en
mikið vafamál hvort hann
hefði heimtað tveggja klukku-
stunda skörulegan málflutning.
LÆKNISFRÆÐI- eða tann-
viðgerða smásalinn er hinn
barnslegi einfeldningur, sem
aldrei- getur komið sjálfum sér
í skilning um það, að þótt eitt-
hvað taki huga hans allan, er
það ekki að sama skapi hríf-
andi athyglisvert fyrir alla
aðra. Uppskurðurinn, sem hann
þurfti að gangast undir nýver-
ið, er án efa það merkilegasta
sem hann getur hugsað sér,
hvert smáatriði, frá fyrsta
óljósa stingnum fyrir þrem ár-
um og fram á síðasta, andkafa
augnablikið, þegar svæfinga-
læknirinn lagði hann að velli
og skurðlæknirinn hóf kutann
á loft. Hann gengur algerlega
upp í frásögninni og undan-
skilur ekkert í sterkorðri lýs-
ingu á þeim hildarleik og undr-
un hans yrði mikil og sönn ef
hgnn kæmist að því, að ein-
hverjum fyndist þetta allt
saman drepleiðinlegt — sem
auðvitað sérhverjum ólánsöm-
um áheyranda finnst.
Hin tannviðgerðalega hlið-
stæða við uppskurðarlýsand-
ann er ófær um að leyna lotn-
ingu sinni fyrir hernaðarað-
gerðum, sem nútíma vísindi
framkvæma í munni hans.
Honum er ekki aðeins ljúft að
ræða þær við yður út í yztu
æsar, heldur kýs hann oft og
einatt að skýra og styðja mál
sitt með því að opna ginið og
bjóða yður nákvæma skoðun á
brúm og fyllingum, benda yður
með vísifingri á alla helztu
merkisstaði og notar þá þumal-
fingur sem vogarstöng til að
halda leiksviðinu opnu. Það er
séreinkenni á þessari mann-
tegund, að enda þótt tannvið-
gerðir hans séu áttunda furðu-
verk veraldarinnar, þá er ekk-
ert, sem framkvæmt er í yðar
munni nógu merkilegt til að
orð sé um það haft, í alvöru.
En þegar öllu er á botninn
hvolft, er þó líklega „Sko“
pilturinn sá þrautleiðinlegasti
af öllum leiðindaskörfum; ná-
unginn, sem slettir „Sko“-i eða
„Skilurðu" inn í hverja setn-
ingu. Ef til vill er hann aðeins
að láta í ljós þá skoðun sína,
að hann kunni að rigna með
kvöldinu, en hann vill fá það
skýrt fram, hvort hugsanaferill
hans sé ekki of leiftrandi til
að þér getið fylgst með. Ef
þessi heiðursmaður væri að
skýra fyrir Albert Einstein
hve margir tíeyringar væru í
krónunni, þá myndi hann
spyrja að minnsta kosti þrisv-
ar sinnum, hvort prófessorinn
skildi nú, hvað hann væri að
fara.
HAFIÐ þér nokkurn tíma
heyrt á samtal í strætis-
vagni, í veitingahúsi eða í verzl-
un, þar sem annar aðilinn virð-
ist halda uppi hvellróma ein-
tali og fleygar ræðu sína æ
ofán í æ með „Svo sagði ég“,
og „þá sagði hún“? Ef svo er,
þá hafið þér kynnzt segulbands-
talandanum, þeim, sem hefur
svo ískyggilegt minni, að hann
getur þulið orðrétt upp úr sér
samtal, sem fram fór fyrir
tuttugu mínútum — eða tutt-
ugu árum — án þess að hika
andartak, eða hætta til þess að
að gæta hvort bíllinn sé kom-
inn.
Þessi manntegund myndi
frekar opna sér æð og gefa
yður nokkra lítra af blóði en
að segja yður undan og ofan
af samtali. Þér skuluð fá það
orð fyrir orð og staf fyrir staf,
og þá skiptir engu, hversu smá-
skítlegt og málinu óviðkom-
andi orðið og stafurinn kann
að vera. \
Eins og sérhver ritstjóri
myndi segja yður, þá skiptir
jafn miklu máli, hvað skilið
er eftir af sögu og það sem sagt
er af henni. Það er ein ástæð-
an til þess, að blöðin ráða
prófarkalesara, sem ráðast á
yfirdrifna orðgnótt og óþarfa
mælgi og sneiða hana burt,
hvar sem hennar verður vart.
Það er hörmulegt, að vísindi
nútímans skuli ekki enn hafa
fundið upp vélrænan prófarka-
lesara, sem drægi ímynduð,
svört strik yfir flest það, er við
látum okkur um munn fara.
Nú fer því fjarri, að ég vilji
leggja til, að við tölum öll
eins og dagblaðafyrirsagnir,
heldur aðeins að við gerum
heiðarlega tilraun til að vera
ofurlítið skemmtilegri með því
að þegja, þegar við höfum ekk-
ert til að segja. Ef þér takið
eftir því, að vinir yðar reyna
stundum að fela geispa meðan
á málflutningi yðar stendur,
þá ættuð þér sem skjótast að
hefja leit að göllum í þeim
málflutningi.
SJÖ BOÐORÐ
S AMRÆÐULIST ARINN AR:
1. Reynið að sniðganga öll
óþörf smáatriði í ræðu yðar.
Ef klukkustundin, vikudagur-
inn, mannanöfn og staða hafa
ekki ákveðnu hlutverki að
gegna í frásögninni, þá leiðið
þau hjá yður. Segið ekki orð-
rétt frá samtölum, nema því
Framh. á bls 27.
FÁLKINN 13