Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 21

Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 21
D/LUÐASEISLA- BYSSAi SUM börn hafa mjög fjörugt ímynd- unarafl. Þannig var Olfert litli. Olfert var einkabarn. Foreldrar hans bjuggu í stóru húsi í útjaðri skógarins, og hann átti enga leikfélaga eins og önn- ur börn. Leikbræður hans voru bara í ímynduninni. Stundum lék hann sér við Hróa hött úti í skóginum, en það var ekki hinn eiginlegi Hrói höttur, heldur sá Hrói sem aðeins var til í ímyndunum og maður hittir stundum ef hann hef- ur ákaflega fjörugt ímyndunarafl. Um tíma hljóp hann dag hvern út í skóg til að leika sér við stórt ljón. Þegar hann kom heim var móðir hans vön að spyrja: — Jæja, hvað hefur þú verið að gera úti í skóginum í dag? Og þá gat verið að Olfert litli segði: — Að berjast við stóran eldspúandi dreka. Við Hrói höttur létum hann heldur betur fá skeinur á skrokkinn þangað til hann gat ekki meir og lá dauður. Þess vegna er ég svona óhreinn. Faðir hans var æfur yfir því hve drengurinn var mikið á valdi ímynd- ananna, sagði að þetta væri eitthvað óeðlilegt. En móðir hans sagði að þetta væri alvanalegt með börn á hans aldri, hann skyldi ekkert vera að skipta sér af þessu, bara halda sér saman. Og þá hélt karl greyið sér auðvitað saman, því að sú gamla var bæði bóndinn og húsfreyjan á heimilinu. Svo var það dag nokkurn er Olfert litli hljóp að vanda út í skóginn að það gerðist merkilegur atburður. Fljúg- andi diskur lenti skyndilega í rjóðri í skóginum, og litlir, grænir marzmenn stigu út úr því. Fyrst datt Olfert í hug að taka til fótanna, en þá benti einn af marzmönnunum — sá sem var græn- astur af þeim öllum — honum að koma til sin, og honum var leyft að skoða fljúgandi diskinn að innan. Diskurinn var ógurlega fínn að innan með mörg- um dularfullum tökkum sem hægt var að þrýsta á. Og svo fékk hann langan flugtúr. Það var nærri orðið dimmt þegar hann kom heim, og þetta var bezti og merkilegasti dagur sem hann hafði lifað. — Hvers vegna kemur þú svona seint? spurði móðir hans þungbúin. — Það var fljúgandi diskur úti í skóginum og ég fékk að fljúga með þeim, sagði hann frá sér numinn. Þá blandaði faðir Olferts sér inn í málið og sagði: — Ég vildi óska að strákurinn vendi sig á að halda sig við staðreyndir. Þessi ímyndunar vitleysa verður með hverj- um deginum verri. — Það er bara eðlilegt á hans aldri, sagði móðir hans. Skiptu þér ekkert af þessu. letingi, og komdu þér burt. Þannig voru skeytin sem fóru á milli foreldranna, en Olfert var of ungur til að skilja hve samkomulagið var bág- ,Him \1/Íí UTIASAGAN ; EFTIR \J WILLY BREINHOLST borið. Þar að auki var hann með allan hugann hjá marzmönnunum. — Augun í þeim stóðu á stiklum, og þéir voru algrænir, sagði hann hrif- inn. — Var það? sagði móðir hans, þarna sér maður það, en þá getur þú borðað matinn þinn fallega. Og svo borðaði hann matinn sinn fallega. Snemma morguninn eftir hljóp hann út í skóginn. Fljúgandi diskurinn var þar enn. — En við fljúgum heim eftir litla stund. sagði sá sem var grænastur þeirra allra, og þá líða 100 000 ár áður en við komum aftur. Hér er lítil gjöf handa þér. — O-o! sagði Olfert litli, stórhrifinn, alvöru dauðageisla-byssa! — Já, það eru sex skot í henni. Mað- ur bara miðaði — marzmaðurinn mið- aði á annan marzmann — og hleypti af — og hinn marzmaðurinn splundraðist og leystist upp í ekki neitt. Nú voru fimm skot eftir og svo hljóp Olfert litli heim með dauða-geisla- byssuna. — Hvað ert þú með spurði mamma hans. — Dauðageislabyssu, sagði Olfert litli. — Já, og varaðu þig á að miða ekki á neinn. En þá getur þú borðað matinn þinn fallega. Og Olfert borðaði matinn sinn fallega. Svo jór hann bak við húsið til að prófa byssuna. Hann miðaði á hænu og hleypti af. Bang, og þar með var hænan horfin. Og hann miðaði á hana og haninn leystist upp í reyk. Þá kom faðir hans. — Hvað ertu að gera drengur? — Æfa mig að nota dauðageislabyssu. Sjáðu! Hann miðaði á stóran gulan fress- kött sem asnaðist til að vera þarna á ráfi og — bang — kötturinn splundr- aðist og leystist upp í gufu. — Þetta getur ekki verið. muldraði faðirinn og var orðinn eitthvað skrit- inn í framan. — Reyndu sjálfur. Það eru tvö skot eftir, sagði Olfert. Faðir hans greip dauðageisla-byssuna og leit í kringum sig til að finna eitt- hvað sem hann gæti skotið á, sá hund, miðaði og skaut, og hundurinn hvarf eins og vofa. Framh. á bls. 26. FALKINN 21

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.