Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 15

Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 15
FRÁ ROCKEFELLER CENTRE í NEW YORK, ÞAR SEM SKRIFSTOFUR LOFTLEIÐA ERU TIL HÚSA. Kann vera, að mörgum þyki það nokk- ur ljóður á þjóð minni, en fyrir okkur Loftleiðamenn er það hagstætt. Vel- gengni okkar er fólgin í lágum fargjöld- um. Við auglýsum: „Við fljúgum að vísu hægar en aðrir, en þið borgið líka minna.“ Ef þú veizt af Bandaríkja- manni, sem ætlar til Evrópu, og segir honum, að hann geti sparað á fjórða hundrað dali með því að ferðast ásamt konu sinni með Loftleiðum, þá fer hann að leggja við hlustir, því þetta er ekki svo lítil fjárupphæð. Þó ber þess að geta, að þetta á fyrst og fremst við um fólk á austurströnd Bandaríkjanna, sem ætlar til Vestur-Evrópu. Ætli mað.urinn hins vegar að fljúga frá Chicago til Beiruth, þá er flugþjónusta Loftleiða aðeins hluti leiðarinnar og sparnaður- inn minni. Þess vegna leggjum við áherzlu okkar á að auglýsa í norðaustur- hluta Bandaríkjanna. — Er þá allt unnið með lægra verði? spyr ég enn. — Nei, að vísu ekki. Því fylgja að sumu leyti ókostir. Við höfum fáar, stórar flugvélar og mjög góða sætanýt- ingu. Vélfræðin gerir okkur erfitt um vik, ef eitthvað kemur fyrir, einhverjar tafir verða, eins og óhjákvæmilega ber við. Hin stóru félög hafa þá aukaflug- vélar að grípa til, en það höfum við ekki. Þá verður einfaldlega röskun á áætlun, og fólkið verður að bíða. Þetta er óþægilegt bæði fyrir fólkið og okk- ur, en við því er ékkert að gera, og yfirleitt mæta farþegar okkar slíkum töfum af skilningi. — En það er líka fleira nauðsynlegt en sjálf auglýsingin. Þú þekkir New York náttúriega ekki mikið, en þú ger- ir þér sjálfsagt grein fyrir, að staðsetn- ing skrifstofu okkar er ekki alveg út í bláinn. Númer 630 við Fifth Avenue í Rockefeller Center, er eitthvert glæsi- legasta heimilisfang, sem hægt er að fá. Það er mjög dýrt að vera hér, og það kostar, að við verðum að fara spar- lega með húsrými. En það hefur ótrú- lega mikið að segja fyrir okkur. Hér eru hin stærri félög einnig til húsa. Ef við værum staðsettir einhvers stað- ar í fáförulli hliðargötu, myndi það strax vekja tortryggni. En aðsetur okk- ar hér segir fólki strax, að við tökum hlutina alvarlega ... 6000 ferðaskrifstofur annast farmiðasölu — Og hvernig farið þið svo að selja öllu þessu fólki farmiða? Ekki gerist það í miðasölunni hér? — Nei, því fer fjarri, segir John Loug- hery. Það eru hvorki meira né minna en 6000 ferðaskrifstofur víðsvégar um Banda- ríkin, sem annast farmiðasölu fyrir okkur. Við höfum aðeins tvær skrifstofur í þessu landi utan New York, aðra í Chicago, hina í San Fransisco. Þess vegna er samband við ferðaskrifstofurnar okkur mjög mikils- virði, enda leggjum við á það áherzlu í auglýsingum okkar. að fólk snúi sér til ferðaskrifstofanna. Þær eru okkur þakk- látar fyrir, enda erum við eina flugfélagið, sem slíkt gerir. Þá er þess einnig að geta, að mikill fjöldi fólks hringir beint til okk- ar og pantar far þannig. John Loughery er lágvaxinn maður, dökkur yfirlitum, snarlegur og virðist mjög áhugasamur. Þegar ég spurði hann um framtíðarhorfur, brosti hann við og sagði: — Þegar sumarið er nær fullpantað í marz, þurfum við engu að kvíða. En um það geturðu fræðzt í þeirri deild, sem tek- ur á móti pöntunum. „Það kemur aldrei íyrir” I farskrárdeild ræður ríkjum maður að nafni Frank Menick. Hann er opinskár, hlýr í viðmóti, vel í holdum með grá- sprengt hár. Hann ræður yfir 17 starfs- mönnum, — aðallega kvenfólki, bætir hann við brosandi og virðist una því vel. Þessi deild er mjög vel skipulögð. Fjöldi stúlkna situr við einkennilegt borð, svara í síma, skrifa niður pantanir leggja þær síðan frá sér á færibönd, sem flytja þær á rétt- an stað. Á veggjum hanga kort yfir flug- ferðir hvers mánaðar, og þar geta þær þegar í stað séð, hvort til er laust sæti í umbeðinni ferð Þær þurfa aldrei að standa upp vegna vinnu sinnar, allt er skipulagt til hins ýtrasta. Vandamál þess- arar deildar er fyrst og fremst fólgið í því að reyna að nýta vélarnar sem bezt. Ef flugvél tekur 160 manns í sæti og seld eru 160 sæti, ætti allt að fara vel, en vera má að þrem dögum fyrir brottför hringi 10 manns og vilji fresta förinni af óvið- ráðanlegum orsökum. Þá er leiðin að selja í upphafi fleiri sæti en til eru í flug- vélinni, þar sem reynslan sýnir, að ákveð- inn fjöldi breyti til. einkum þegar pantað er með miklum fyrirvara. — Og hvað gerist svo. ef enginn dreg- ur sig til baka og fleiri mæta. en kostur er að flytja? spyr ég. — Það kemur aldrei fyrir, segir Frank og brosir dularfullu brosi. Loftleiðamenn vildu sýna mér nokkrar ferðaskrifstofur til að sanna mér hið góða og nauðsynlega samband sitt við þær. Reyndist mjög ánægjulegt að koma þar. Ferðaskrifstofufólkið var í alla staði ánægt með Loftleiðir, talaði mjög kunnuglega um félagið og af skilningi um starfsemi þess. Sumt fólkið hafði farið í boðsferð með Loftleiðum til íslands, lauk lofsoi’ði á Hótel Sögu og náttúrufegurð landsms og sérkenni þess. Sögðu ferðaskrifstofu- menn að það væri sífellt vinsælla meðal ferðamanna að nota tækifærið og stanza í Reykjavík á leiðinni yfir hafið. enda legðu Loftleiðamenn mikið upp úr því til þess að landið mætti njóta i nokkru ferðamannastraumsins, Einu kvartanirnar, sem ferðaskrifstofurnar höfðu fram að færa, voru að erfitt væri að koma fólki með Loftleiðum, af því að alltaf væri fullt. Keppum fremur við skipafélög en flugfélög Loftleiðir í New York eru i rauninni sér- stakt fyrirtæki í tengslum við hið islenzka FALKINN 15

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.