Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 18
ÞEIR atburðir hafa gerzt í bæ nokkrum, sem orðið hafa
tilefni til endalausra, umræðna yfir bridgeborðum og te-
bollum, í búningsklefum golfklúbbsins og innan virðulegra
veggja Argosyklúbbsins, sem aðeins hefur aldraða auðmenn
á meðlimaskrá sinni. Atburðirnir eru sjaldan ræddir í blönd-
uðum félagsskap beggja kynja, ekki vegna þess að þeir séu
ósæmilegir, heldur vegna þess, að í þeim felst viðkvæm
spurning, sem karla og konur greinir nokkuð á um. Hún
fjallar um þann hátt, sem frú Gordon hafði við fimlega
björgun manns síns, hins vel þekkta og mikilsvirta lögfræð-
ings, frá háskalegri ástleitni viðskiptavinar hans, Aliciu
Barnes.
Konurnar í bænum okkar eru á einu máli um, að það háfi
verið rétt gert hjá Jane Gordon, að láta til skarar skríða;
reyndar voru vinir hennar að verða eirðarlausir vegna sein-
lætis hennar að taka í taumana. En litlu orðin fimm, sem
hún leysti flækjuna með, eru ágreiningsefnið. Var það rétt
eða rangt af Jane að segja þau?
Nú er Tómas Gordon góður og heiðvirður maður, myndar-
legur á virðulegan hátt; honum hefur vegnað vel í starfi
sínu og vingjarnleiki hans og þolinmæði við viðskiptavinina
hafa aflað honum mikilla vinsælda. Stöku nauðstaddar frúr,
sem hafa snúið sér til hans um lögfræðilega aðstoð, hafa
orðið mjög hrifnar a| honum persónulega, á líkan hátt og sum-
ir sjúklingar verða af lækni sínum. Þó hefur aldrei skuggi
af hneyksli náð að snerta Tómas Gordon. Jane, sem var
kona jafn greind og smekkvís og hún var aðlaðandi, og hann
báru þá ást hvort til annars, sem alkunn var í okkar sam-
félagi og engin kona dirfðist að troða henni um tær. Ef þær
löðuðust að honum, þá héldu þær hrifningu sinni leyndri, þar
til hún fór að réna. Það er að segja, allar nema Alicia
Barnes.
Satt var það, að Alicia Barnes, sem var nýflutt til bæjar-
ins, hafði átt óhamingjusama ævi með manni sínum og
Tómas var henni stoð og stytta i skilnaðarmálinu og við
skiptingu búsins. Alicia hallaði sér að honum og hún skynjaði
strax, að hann var maður óreikull í ráði. Eiginmaður hennar
hafði verið hið gagnstæða og ekki er að efa,. að sú staðreynd
hafi aukið aðdáun hennar á Tómasi. En þó hún bæri sig
18 FÁLKINN
★
AÐEINS
FIMM
upp við hann með sorgarsögurnar um „hinar konurnar" sem
höfðu eyðilagt hjónaband hennar, þá fór hún smátt og smátt
að girnast það hlutverk sjálf. Hér var áreiðanlegur, skilnings-
ríkur maður, búinn öllum þeim hæfileikum, sem hinn fjöl-
lyndi, ábyrgðarlausi maður hennar hafði ekki og hún varð
ofsalega og einbeittnislega ástfangin af honum — Tómasi til
mikillar hrellingar.
TÓMAS var, eins og margir þeir menn, sem eru mjög færir
í sinni grein, öldungis ófær um að ráða fram úr þessu
persónulega vandamáli. Þar sem hún hafði nú einu sinni ver-
ið rænd hamingju sinni, hafði Alicia einsett sér að grípa
gæfuna hvar sem hún gæfist án þess að vera með neinar
vangaveltur um hvort önnur kona yrði sár í þeirri viðureign.
Hégómagirnd hennar hafði hlotið slæman hnekki og ef til
vill var það undirvitund hennar, sem hvatti hana til að sigra
hinn ólastanlega Tómas Gordon og sanna með því, að hún
væri enn girnileg.
Alla vega varð sókn hennar áköf og ekki lengi hægt að
virða hana að vettugi. Henni tókst að vera þar sem Tómas var,
krækti sér í sæti við hlið hans í samkvæmum, bað um viðtöl
við hann á skrifstofunni rétt fyrir lokun, hringdi heim til
hans út af einhverjum lagakrókum, sem vel var hægt að ræða
í skrifstofutímanum. í hópi annars fólks hlustaði hún með
ákefð á hvert orð, sem hann sagði. í fyrstu virtist Jane vera
sú eina, sem ekki tók eftir ágangi Aliciu. Þetta vakti undrun
vegna þess, að Jane var greindarkona og meðal vina hennar
voru margir, sem fýsti mjög að vara hana við hættunni.
En Jane neitaði með öllu að ræða þetta mál. Ef satt skal
segja, þá sniðgekk hún mjög fimlega allar umræður um það
í áheyrn sinni. Engin okkar bjóst við, að Jane myndi koma
af stað rifrildi, — til þess var hún of vel upp alin; samt gat
enginn ímyndað sér hana leiða þetta algjörlega hjá sér, eða
leyfa því að halda áfram von úr viti. Sumum okkar fannst
að hún myndi vera að bíða þess með þolinmæði að þessi
stormsveipur liði hjá. Aðrir héldu því fram, að hún fyndi
til smánar og kysi heldur að láta sem hún vissi ékki af þessu.
Þriðji hópurinn hélt, að Jane hefði þroskaða kímnigáfu og