Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 32

Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 32
PERRY IVIASÍÍM ^ heitir að rétlu lag: Kavrnond Rurr, og er ósköp venjulegur maður meira að segja normal maður, en þeir sem eru í kvik- myndaleik og öðrum .,sjóbissniss“ eru yfirleitt taldir vera eitthvað verulega öðruvísi en annað fólk. Þegar Perry Mason á tómstundir þykir honum skemmti- legt að vinna eins og annað fólk gerir með höndunum, við smíðar og annað þess hátt- ar. Myndin sýnir hann vera að dunda við spýtnadrasl á landsetri sínu, en sagt er að hann hafi byggt það að heita má alveg sjálfur. Áður en hann fór út í leik- störfin gegndi hann ýmsum störfum og aflaði sér einnig góðrar menntunar. TEKUR Um VIÐ Af MARILYN? ítalska kvikmyndastjarnan Virna Lisi er í Hollywood. Hún er ljóshærð og fögur, og nú vantar Hollywood sex-drottningu síðan Marilyn Monroe lézt. Þess vegna hafa þeir þar vestra fengið þá hugmynd að gera Virnu að drottningu í hennar stað Það hafa ýmsar aðrar komið til greina en ekki reynzt þeim háa titli vaxnar. Hér eru tvær myndir a’f Virnu þar sem hún er að mála sig um augun. En hún er sögð hafa ósköp venjuleg augu, en falleg augu, þegar málverkið er hófsam- legt. En eins og allir vita eigá dömur það til að mála sig um augun þangað til þær lita út eins og þær séu með glóðaraugu. Á EFTIR HVERJU PILSI Richard Burton er ekki lítið þekktur maður. Og nú hefur verið gefin út bók um hann og ævi hans. Kemur i Ijós í bók þessari að hann hefur alla tíð verið á eftir hvérju pilsi. Um þetta er sögð eftirfarandi saga i Hollywood: Er til nokkur kona i Hollywood sem Ric- hard Burton hefur ekki fíflað? — Já, Marie Dresler. — En hún er látin. — Já, það er einmitt það. En svo er sagt ' lokin að hann sé nú hættur öllum ævintýrum og hafi fundið hina sönnu ást eftir að hann gekk að eiga Elizabeth Taylor. Og það er svo sem engin furða þó að hann sé hættur öllum ævintýr- um því að hún víkur aldrpi frá hnnum. ALBERT SCHWEITZER einn mesti maður þessarar aldar er nýlega látinn, níræður að aldri. Hann yfirgaf frægð og aðdáun í Evrópu og hafði dvalizt í fjóra tugi ára í Afríku við trúboð og lækningar, eins og víðfrægt er orðið. Megin kjarninn í boðskap þessa mikla vitmanns er „lotning fyrir lífinu“. Sú lotning hans kemur ekki einasta fram í því að hann var mikill mann- vinur heldur var hann alla ævi líka mikill dýravinur. Myndin sýnir hann vera að gefa antilópu sem nóg er af ásamt öðrum dýrum í kringum bækistöð hans í frumskóginum. Það er dökkur vinur hans sem er með honum á myndinni. KONA NOKKLR var á leiðinni heim til sín frá járnbrautarstöð er óskap- leg slagveðurs rigning skall á. Þetta var í New York ríki í Bandaríkjunum. Hún var ekki búin til langrar göngu úti I slíku veðri og kom sér því fyrir í vari, við dyr á efnalaug. Allt í einu kom henni til hugar að fá í efnalauginni plastpoka sem vani er að setja utan yfir nýhreinsuð föt, gekk því inn og bar upp þá bón við þann sem þar réði fyrir. Málið var auðsótt og hvolfdi mað- urinn yfir hana hælsíðum plastpoka, klippti á göt fyrir höfuð og handleggi, léði henni svo smá plastbleðil yfir höfuðið og í slíkri múnderingu gekk hún út i slagviðrið. 32 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.