Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 16

Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 16
. $5 J. - • • ' • , ' og eign þess. Forseti hins bandaríska hluta Loftleiða er íslenzkur maður, einkar viðfelldinn og fyrirmannlegur í allri framkomu, Sigurður Helgason að nafni. Sigurður skýrði mér frá því, að Loft- leiðir hefðu fyrst hafið flug til Banda- ríkjanna óreglulega árið 1947, aðallega leiguflug, en reglubundið flug hefði hafizt í maí 1952, ein ferð vikulega. Nú eru hins vegar tvær ferðir á dag frá Bandaríkjunum^ yfir sumarmánuð- ina, og að auki 6—8 ferðir vikulega í leiguflugi, sem er vaxandi þáttur í starf- semi félagsins. Mætti því segja, að Loft- leiðir flyttu að sumrinu um 800 manns daglega til og frá Bandaríkjunum, og það er ekki svo lítið. Sigurður gat þess í sambandi við leiguflugið, að á þessu ári væru ráðgerðar um 200 ferðir yfir Atlantshaf og færðist sífellt í aukana. Þegar ég spurði hann. við hvaða aðila Loftleiðir kepptu aðallega, svaraði hann: — Við Loftleiðamenn erum þeirrar skoðunar, að við keppum fremur við skipafélög en fhigfélög. Við teljum okk- 18 FÁLKINN ur hafa gert fjölda fólks kleift að fljúga, sem öðrum kosti hefði annað hvort orð- ið að ferðast með skipum og eyða þann- ig dýrmætum tíma sínum eða hrein- lega sitja heima. Ferðalög hafa aldrei verið mönnum nauðsynlegri en nú, og allir eru að keppa við tímann. Hins vegar skiptir alþýðu manna litlu, hvort það er sex tímum eða tólf-fjórtán að komast yfir Atlantshaf. Þess njótum við ásamt þakklæti þess fólks, sem sakir fátæktar á þess ekki kost að veita sér dýr ferðalög. Að því leyti eru Loft- leiðir flugfélag alþýðu manna, og það er ánægjulegt að geta veitt því sóma- samlega fyrirgreiðslu. Það er miklu meira fyrirtæki en menn grunar að halda uppi flugferðum nú til dags. Það krefst mikillar skipu- lagningar og hagsýni. Fólk, sem sezt upp í flugvél og kemst innan fárra stunda í aðra heimsálfu sér fátt af því starfi sem að baki býr. Við hér í New York erum nú orðin hundrað talsins, sem störfum fyrir Loftleiðir Það gef- ur nokkra hugmynd um, að starfræksla flúgfélags sé ekki fyrirhafnarlaus, 3 Afgreiðsla Loftleiða á John F. Kennedy i flugvellinum í New York. :í Sigurður Helgason, forstjóri Loftleiða í New York.

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.