Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 10
SKRAMÁÞANKAR
MAÐURINN er alltaf að breyta heim-
inum, en það virðist ekki vera
öllum ljóst að hann er sjálfur partur
af þeim heimi sem hann er að breyta,
og sannarlega ekki 'óverulegur partur.
Hann er því um leið að breyta sjálfum
sér. En þótt hann hafi vald á sjálfum
kjarna atómsins virðist hann ekkert óra
fyrir hvað er að gerast með hann sjálf-
an. Þess vegna er það að enn er allt
vanskapað eða hálfskapað sem hann
gerir.
Það sem að manninum gengur er
líklega fyrst og fremst það að hann
hefur breytt tilveru sinni hraðar en
hann sjálfur hefur áttað sig á. Hann
er í dag mótaður af lífsformum sem
hann sjálfur er búinn að leggja niður.
Þetta skilur hann ekki og er að því
leyti vitlausari en blámenn og berserk-
ir í þeirri svörtu Afríku, ef dæma má
eftir sögu nokkurri þar um.
Um það er nefnilega til saga að hvít-
ur maður fékk einhverju sinni nokkra
svertingja til þess að fylgja sér í gegn-
um frumskógana. Hann þurfti á burðar-
mönnum að halda, en sá hvíti leggur
aldrei meira á sig en hann þarf. Ferðin
sóttist greiðlega og fóru þeir sex dag-
leiðir á fimm dögum.
En sjötta daginn vildu svertingjarnir
hvergi fara. UpphófLr; nú þóf mikið því
að sá hvíti vildi bæði ráða ferðum og
næturstað, og spurði hvort þeim væri
ekki borgað fé til að fylgja honum
gegnum skógana. en ekki til að setjast
um kyrrt einhvers staðar á miðri leið.
En þeir sátu við sinn keip og svo kom
skýringin.
Þeir hefðu farið svo hratt yfir undan-
farna daga, sögðu þeir, að sálin væri
orðin á eftir þeim. Það væri ekkert
vit í að fara lengra sálarlaus. Svo gæti
farið að þeir týndu þá alveg sálinni.
En þá væri voðinn vís, mun betra að
stofna sér ekki í slíka hættu heldur
bíða unz sálin næði þeim og gæti sam-
einazt þeim á venjulegan hátt.
Sá hvíti gafst upp fyrir speki svert-
ingjanna, sem von var. Héldu þeir svo
glaðir af stað næsta morgun, enda iallt
í lagi með sálina.
Sennilega er ekki fjarri lagi fyrir
okkur nútímamenn að fara að svipast
um eftir sálinni. Það kemur til mála að
hún hafi orðið eftir, kannski uppi á
snaga í einhverju gömlu húsi sem við
fluttum úr í skyndingu, eða niðri í ein-
hverri gamalli mublu sem við fleygð-
um á haugana þegar við fengum okkur
aðra nýja úr harðviði.
Þetta er auðvitað ekkert gamanmál.
Svo er nú komið að maðurinn þekkir
flest í þessum heimi betur en sjálfan
sig. Við þekkjum nöfn og númer á ýms-
um ögnum sem eru á hreyfingu í heimi
atómsins. En það veit enginn hvernig
stendur á því að okkur þykir eitt fag-
urt og annað Ijótt, hvers vegna okkur
Þykir sólarlagið fagurt, og hvers vegna
við gleðjumst yfir brosi æskunnar. Um
allt slíkt getum við aðeins vitnað, en
ekkert sannað eða skýrt.
Heimur gildismatsins er annar heim-
ur — heimur siðgæðis, fegurðar rétt-
lætis, vizku og mannúðar. En þó er sá
heimur ekki síður veruleiki í reynslu
mannsins en heimur náttúrulögmál-
anna, ekki sízt nú þegar maðurinn er
farinn að þekkja náttúrulögmálin og
orðinn fær um að notfæra sér þau.
Heimi náttúrulögmálanna er nefnilega
stjórnað úr heimi gildismatsins, að svo
miklu leyti sem maðurinn hefur vald
yfir náttúrulögmálunum. Það fer eftir
gildismati hans, eftir því hvernig hann
sjálfur er og hvað honum finnst mikils
eða lítils virði, hvernig hann beitir
valdi sínu. Það hvort kjarnorkusprengju
er varpað er spurning um vizku eða
fávísi. siðgæði eða skort á siðgæði. En
um heim þeirra sannreynda veit nú-
tímamaðurinn nákvæmlega jafn lítið
og frumstæðari forfeður hans, eða kann-
ski minna.
Þess vegna er hann eins og fáviti
með eld.
Hann veit ekki hvernig hann á að
rækta hið góða — eða þetta sem fyrir-
byggir sjálfstortímingu og langvinnar
þjáningar. Og það er alls ekki nóg að
vilja vera góður. eða segjast vilja vera
góður. því að það er nú jafnmikil stað-
reynd og á dögum Páls postula að „það
góða sem ég vil það geri ég ekki, en
það illa sem ég ekki vil það geri ég.“
Þess vegna er ekki úr vegi að maður
setjist niður einn dag til að bíða eftir
sálinni.
Kæri Astró!
Mig langar til þess að vita eitthvað um framtíðina, og ég
vona að þú getir eitthvað hjálpað mér. Mig langar til að
vita hvernig heilsan verður, hvort ég giftist seint eða snemma?
Hvort ég á eftir að eignast börn? Hvernig fjámálin verða og
hvaða atvinna mundi henta mér bezt? Hvort ég á eftir að
ferðast til útlanda? Ég ætla á húsmæðraskóla í vetur, en
síðan veit ég ekki hvað ég geri.
Með fyrirfram þökk.
Lára.
Svar til Láru;
Svo að við snúum okkur að
hjónabandinu til að byrja með,
þá er Nautsmerkið á geisla
sjöunda húss og eykur það
löngun þína eftir varanlegri
ÍO
ást. Þar af leiðandi ertu nokk-
uð vandlát á því sviði. Þegar
málin eru komin á það stig að
verða hjónaband, þá viltu hafa
það varanlegt og gerir þitt til
að svo megi verða. Þú munt
þar af leiðandi ekki flýta þér
í hjónabandið. Þú hefur einnig
Sólina í sjöunda húsi og er það
ávallt talið hafa heillavænleg
áhrif á ástamálin og hjónaband-
ið. Stundum bendir Sólin hér
á að makinn verði virðulegur
og vel efnum búinn.
Þú virðist vera kát og félags-
lynd, en þó nokkuð tilfinninga-
næm og þú ert hlédræg gagn-
vart sumu fólki. Þó ertu gefin
fyrir tilbreytingu, og er ekki
víst, að þér gangi vel að vera
í föstu starfi til lengdar. Þér
hættir stundum til að vera of
fljótfær og kemur það einna
helzt fram i sambandi við fjár-
mál. Þó þú hefðir mikla pen-
inga undir höndum er hætt við
að þú yrðir fljót að eyða þeim.
Eftir giftingu væri ráðlegt fyrir
þig að láta eiginmanninn sjá
sem mest um sameiginleg fjár-
mál ykkar. Þú hefur áhuga á
ferðalögum og má búast við
að þú farir í ferðalög, sem
ákveðin eru í skyndingu. Árið
1967 yrði heppilegast til utan-
landsferðar fyrir þig. Þú hefur
nokkuð mikla lífsorku og ættir
því að geta haft góða heilsu,
en þú munt þurfa að gæta still-
ingar í mataræði og ættir að
forðast ofneyzlu matar og
drykkjar, því annars hættir þér
til að verða of holdug með
aldrinum og mundi það veikja
lífsþrótt þinn.
Fjölskylda þín verður líklega
af meðalstærð hvað barnafjölda
snertir, og má búast við að
drengir verði í meirihluta og
að þeir verði fremur fyrirferð-
armiklir og duglegir. Hvað at-
vinnu snertir, væri heppilegt
fyrir þig að vinna við ýmiss
konar þjónustu. Eitthvað í
sambandi við matvælafram-
leiðslu, einnig í sambandi við
klæðagerð og tízkuverzlun.
Skrifstofustörf gætu einnig ver-
ið góð, nema þér mundi þykja
það of tilbreytingalítið. Næsta
sumar mun hafa mikið að segja
fyrir ástamálin hjá þér, en var-
aztu allar blekkingar í þessu
sambandi.
FALKINN