Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 33
SUÐURSKALTIÐ
i Samkvæmt samningi, sem 12'þjóðir undirrituðu árið 1959,
er allt svæðið sunnan 60. breiddargráðu á suðurhelmingi jarð-
ar, alþjóðaeign. Þar hafa undanfarin ár dvalið um 700 visinda-
menn frá jafn ólíkum þjóðum og Argentínu, Ástralíu, Belgíu,
Chile, Frakklandi, Japan, Nýja Sjálandi. Noregi, Suður Afríku,
Stóra Bretlandi, Bandaríkjunum og Sovétríkjunum. Allir
þessir vísindamenn vinna saman að alþjóðaheill, en rannsókn-
ir á Suðurskautslandinu hafa ómetanlega þýðingu til skiln-
ingsauka á veðurfræði og fleiri greinum náttúruvísinda. A
Suðurskautinu er samankominn yfir 90% af þeim ís sem á
jarðkúlunni er og ef hann snöggbráðnaði einn góðan veður-
dkg, yrði það mesta náttúruslys, sem veraldar sagan kynni
frá að greina, ef einhver yrði eftir til að skrá söguna af því
sýndaflóði. En menn eru sem betur fer ekki trúaðir á að
slíkt gerist.
i Suðurskautslandið er ekki girnilegt til búsetu og tæpast
munu menn nokkurn tíma setjast þar að til langdvalar. Land-
ið er hálent, meðalhæð yfir sjávarmáli eru tæpir 2000 metrar,
margir fjallgarðar ná 3000 metra hæð og hæstu tindar teygja
sig um 5000 metra í loftið. Á vetrum eru frosthörkur svo
miklar, að óvíða þekkist annað eins. 50 gráðu frost á Celsíus
er algengt og 1000 km frá Suðurpólnum mældu menn lægsta
hitastig jarðar.
Sjálfur Suðurpóllinn er tæplega 3000 metra hæð yfir sjávar-
máli og íshettan á honum er litlir 2500 metrar á þykkt.
Hver einasta niðurstaða rannsókna, sem hinir tólf hópar
vísindamanna frá jafn mörgum þjóður komast að, er látin
öllum í té. Suðurskautið er nefnilega eini staðurinn á allri
jörðinni, þar sem stórveldin hafa getað lifað saman í sátt og
samlyndi og þar má heldur aldrei koma til stríðsátaka.
Vetur eru þarna svo harðir að Norðurheimskautið kemst
hvergi í námunda við. Ofan á frosthörkurnar bætist vindur,
sem aldrei lægir fullkomlega, en getur orðið að hreinum
fellibyl með vindhraðanum 200 km á klst. Af æðri dýrateg-
undum hefur mörgæsin ein fasta búsetu og einasti gróður,
sem menn hafa fundið um hásumarið er mosi og skófir.
Suðurskautslandið er óhemju víðáttumikið. Það þekur 13
milljónir ferkílómetra, eða jafnmikið flæmi og Evrópa er
öll og N-Ameríka í ofanálag. Um þessar víðáttumiklu ísauðn-
ir ferðast menn á svo ólíkum farartækjum, hundasleðum,
dráttarvélum og langdrægum flugvélum. Aðdrættir eru ýms-
i um annmörkum háðir, en í því tilliti hefur danska íshafs-
farið Kista Dan komið sér betur en ekki. Oft verður að sigla
1000 km gegnum ísbreiðurnar, áður en komist verður til
mannanna á hinum ýmsu bækistöðvum.
ð Bækistöðvarnar eru ríkulega útbúnar vísindatækjum og
öllu því sem getur gert veruna á Suðurskautslandinu nokkurn
veginn skaplega vísindamönnunum. Til marks um þær að-
stæður sem stöðvarnar eru reistar við, má til gamans geta
þess, að brezka bækistöðin við Halleyflóa er reist á 250 metra
þykkum ísjaka, sem flýtur hægt til hafs. Hann hreyfist um
400 metra á ári og samtímis grafast byggingarnar smátt og
smátt í fönn. Fyrsta húsið sem var reist árið 1955, er nú
12—14 metrum dýpra í snjónum og í þann veginn að sligast
undan þunganum.
Þrátt fyrir þessa örðugleika, hafa mennirnir læst kjafti og
klóm í Suðurskautslandið og ekki er ástæða til að ætla að
þeir sleppi takinu í bráð, þrátt fyrir hinar ómannlegu aðstæð-
ur, sem þeir eiga við að búa. Fyrr eða seinna kemst flugsam-
band við þennan hjara heims og mannskepnan mun vafalaust
aðlaga sig aðstæðum, svo sem unnt er. Fyrir hálfri öld. á
dögum Amundsens og Scotts og Shackletons áttu menn allt
eftir að læra um þetta kalda harða land, en nú eru tímarnir
breyttir.
En Suðurskautslandið verður ævinlega hið sama og menn-
irnir, sem setjast þar að til lengri eða skemmri tíma, verða
að hafa til að bera þá eiginleika í ríkum mæli, sem gera
þeim kleift að sigrast á örðugleikunum í þessari hörðu og
tvísýnu baráttu við náttúruna.
FALKINN
33
SÍMAR: 22206
22207
22208
Zlltima
FJÖLBREYTT
ORVAL AF
KARLMANNAFÖTUM
Saumum eftir máli.
Veljið sjálfir snið
og efni.