Fálkinn


Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 6

Fálkinn - 29.11.1965, Blaðsíða 6
Framhaldssaga eftir Frances og Richard Lockridge. Myndskreyting: Peter Schurmann. 2. HLUTI Tíminn leið, og spurningarnar hömruðu í huga hans, eins og blóðið, sem spýtist eftir œðunum. Var þetta svona eða öðruvísi? Hvernig vissi maðurinn þetta? Hafðir þú sagt ein- hverjum frá þessu? Og alltaf voru þeir jafn vantrúaðir. Þreytan var að yfirbuga hann. Hann fann til í augunum og hnakkagrófinni. Honum fannst orðið erfitt að muna hvor mannanna var hver. Honum virtist aðeins einn maður spyrja mörgum röddum. En samt — eins og úr órafjarlægð — svaraði hann þeim fullur þrjósku. Hvernig gat hann útskýrt skyrturnar og ávís- unina. „Ég veit það ekki — ég get ekkert sagt ykkur. Ein- hver hefur látið þetta líta svona út. Ég sá aldrei stúlkuna.“ Svo leið langur tími án spurninga. Mennirnir horfðu alltaf á hann og hann horfði á þá þreyttum, sljóum augum. „Jæja,“ heyrði hann Miller segja. „Við komumst ekkert lengra í þessu svona. Látið hann fara að sofa.“ John fór með Grady í eitthvert herbergi til að sofa. Það var ekki fyrr en hann vaknaði eftir þriggja stunda svefn, að hann áttaði sig á að hann hafði sofið í fangaklefa. Shapiro leynilögreglumaður vakti hann og sagði, að hann gæti fengið morgunverð, ef hann vildi. Eftir stutta stund kom kaffi í pappaglasi og eggjabrauð. Hann borðaði og drakk og kveikti sér í sígarettu. Nú gat hann hugsað skýrt aftur. „Hann hlaut að hafa verið orðinn mjög ruglaður í gærkvöldi, eftir allar þessar spurningar,“ hugsaði hann. Hann rifjaði í skyndingu upp í huganum hvort hann hefði sagt nokkuð varasamt, sem lögreglumennirnir voru sífellt að reyna að koma honum til að gera. Nei, hann var viss um, að ekkert af því, sem hann hafði sagt, mundi geta komið hon- um illa. Shapiro opnaði dyrnar. „Líður þér betur núna?“ Þegar John kinkaði kolli, sagði Shapiro að þeir vildu gjarnan fara með hann í smáökuferð, og hvort hann vildi ekki þvo sér áður. Hann fylgdi John á baðherbergið. Það var inn af skrif- Etofu nokkurri, þar sem fáeinir menn sátu við skrifborð sín. Þeir horfgu á hann þegar hann gekk í gegn. Shapiro lánaði John rafmagnsrakvél. John sagðist aldrei hafa notað rafmagnsrakvél fyrr. „Það er einkennilegt,“ sagði Shapiro. En hann sagði ekki, af hverju það væri einkennilegt. Hann sýndi John hvernig ætti að nota hana, en John var klaufalegur við það. Hann þvoði sér og fór aftur í skyrtuna, sem hann hafði verið í kvöldinu áður. Hún var óhrein — og fötin, sem hann hafði sofið í, voru krumpuð. Með Shapiro sér við hlið gekk hann aftur fram í skrif- stofuna. Þar kom Grady á móti þeim, og fóru þeir allir sam- an út. Það var sólskin og vorveður í lofti. Þeir óku ekki lengi. Fóru svo út úr bílnum í elleftu götu fyrir framan hátt íbúðarhús. „Kannast þú ekki við það?“ spurði Grady, um leið og þeir stigu út úr bílnum. „Svarið er alltaf það sama,“ svaraði John. „Ég hef aldrei séð það áður. Ég geri ráð fyrir að stúlkan hafi búið hér.“ Shapiro kinkaði kolli. Þeir fóru inn í anddyrið. Það var ekki mjög stórt. Hár maður í bláum vinnufötum var að ryk- sjúga teppið. Hann hætti þegar þeir komu inn. Það var dimmt inni, en þó nógu bjart til þess að John gat séð, að hann hafði aldrei séð þennan mann fyrr. Maðurinn horfði á John Hayward. „Þetta er maðurinn,“ sagði hann. „Á sama tíma og ég sagði — laust eftir klukkan þrjú.“ „Ertu alveg viss, Pedersen,“ spurði Grady. „Þú mátt ekki gera skyssu.“ „Þetta er hann,“ sagði maðurinn. „Sá hann eins greinilega og ég sé hann núna. Ég stóð svo senii hérna.“ Hann steig nokkur skref áfram og horfði á John. „Heldur þú að ég viti ekki, hvað ég sé.“ Rödd hans var önug. John fannst þetta vera rödd þess, sem finnst orð sín of oft dregin í efa. „Ef þú segist hafa séð mig, þá ...,“ en Grady tók fram í fyrir honum. „Við vitum, hvað þú ætlar að segja. Við skulum fara upp núna.“ Þeir biðu eftir að John héldi af stað. Hann leit í kringum sig í fordyrinu, og sá lyftuhurðina. En Grady var þegar kom- inn þangað. Hann ýtti á hnappinn, dyrnar opnuðust og þeir fóru inn. Aftur biðu mennirnir — og John sá, að hann stóð næst hnapparöðinni á lyftuveggnum., „Já, höldum áfram,“ sagði Grady. Enn biðu þeir. John vissi af hverju þeir voru að bíða. „Á hvaða hæð er það?“ spurði hann. „Þú ert sniðugur,“ sagði Grady, um leið og hann teygði sig íxam fyrir John og ýtti á hnapp númer fimm. „Ég geri ráð fyrir,“ sagði John, „að maðurinn niðri seg- ist hafa séð mig koma hingað í gærdag?“ „Rétt er það,“ sagði Grady. „Klukkan fimmtán mínútur yfir þrjú.“ „Hann lýgur,“ sagði John. 6 FÁLKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.