Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 4

Fálkinn - 23.05.1966, Blaðsíða 4
X DOMl/lCE 7241 Domestos er sterkt, fjölvirkt, sýklaeyðandi hreinsiefni. Notkun þess tryggir hreinlæti. Tvær flöskur af Domestos ættu ávalt að vera til á hverju heimili. Ein í eldhúsinu— önnur í baðherberginu. Domestos DREPUR ALLA þEKKTA SYKLA DOMESTOS Drepur sy/da/ Prestur nokkur átti 2 grimma hunda. Biskupinn var í vísi- tasíuferð og kom fyrst til ná- grannaprestsins, sem kvartaði sáran yfir grimmu hundunum hans stéttarbróður síns. Og þeg- ar biskupinn kom til hunda- prestsins sagði hann: — Hundarnir yðar eru sjálf- sagt dálítið varhugaverðir . . . — Nei. — Það gæti hugsazt að sókn- arbörn yðar væru hrædd við að koma til yðar, vegna þeirra . . . — Nei, það er öðru nær. ■ — Svo mikið er víst að hann er hræddur við þá hahn stéttar- bróðir yðar. Þér ættuð að skjóta þessa hunda. — Ef ég ætti að skjóta allt sem hann er hræddur við, yrði ég að byrja á yður. Því að ekk- ert er hann eins hræddur við og biskupinn. Samúel gamli var rukkari og þótti þaulsætinn í starfinu. Stundum var hann látinn bíða heila klukkutímana eftir áheyrn, en alltaf þraukaði Samúel. Hann var flestum hvimleiður og sjálf- ur var hann orðinn leiður á líf- inu og öllu snattinu, sem hann varð að hafa fyrir aðra. Svo fór hann einu sinni að rekja raunir sínar fyrir hjartagóðum manni, sem reyndi að hugga hann og sagði: — Þetta breytist allt, Samúel minn, þegar þú kemur til himnaríkis. Þá áttu sífellda sæludaga í vændum. • En Samúel var orðinn böl- sýnn og vildi ekki trúa því: — Ætli það fari ekki svo, að þegar fer að kvölda þar, verði mér skipað að gljáfægja tunglið og hengja upp allar stjörnurn- ar. Frú Grímsness tekur við bréfi hjá ármanninum á gistihúsinu, opnar það og tekur miða upp úr umslaginu og segir svo: — Mað- urinn minn skrifar að sér líði vel, að hann sakni mín, að verzlunin gangi vel og hann elski mig meira en allt annað í veröldinni. Ármaðurinn: — Og hefur hann getað komið öllu þessu fyrir á þessum litla miða? Frú Gr.: — Já, þetta er 1200 króna ávísun og hún þýðir allt þetta. 4 FALKINN

x

Fálkinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.