Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Síða 10

Fálkinn - 23.05.1966, Síða 10
Hvemig er þetta „Vísitölubú“ sem sýknt og heilagt er verið að staglast á í útvarpi, blöðum og alls konar yfirlýsingum frá bænda- og launþegasamtökum? Þeir hjá Búnaðarfélagi íslands urðu ekki beint klumsa, þegar við Ieituðum frétta af þessu atriði. Heldur sögðu þeir sem svo, að „vísi- tölubúið“ væri í rauninni ekki til. Það væri ekki annað en reikningsleg viðmiðun, eitt af mörgu sem hafa þarf í huga, þegar reiknað er út afurðaverð til bænda og þar með Iaun erfiðis þeirra. Hins vegar sögðu þeir, að á Skeggjastöðum í Flóa gætum við séð bú, sem kæmist einna næst því að vera „vísitölubú" af þeim jörðum, sem þeir vissu af hér í nágrenninu. Þar sem hér er um forvitnilegt atriði að ræða, sem snertir alla landsmenn, líklega hvar í flokki sem þeir standa, lét Fálkinn ekki á sér standa og fór á vettvang til að kynna sér málið. í eftirfarandi grein er spjallað lauslega við Gunnar Halldórsson á Skeggjastöðum og húsfreyju hans, Sigríði Guðjónsdóttur frá Bollastöðum. Þau eiga þrjú börn, Krist- ínu, Skeggja og Halldóru, svo talið sé í ald- ursröð, þannig að hér er einnig á ferðinni eins konar „vísitölufjölskylda", eða þessi fræga „fimm manna fjölskyhla'*. 10 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.