Fálkinn - 23.05.1966, Page 11
Kyrrðin var svo hlý, að mað-
ur heyrði þegar mjólkurbílar
Kaupfélags Árnesinga voru
ræstir niðri á Selfossi, staddur
að Skeggjastöðum i Hraungerð-
ishreppi eina 10 km. í burtu.
Niðri við fjárhúsin blandaðist
jarmurinn í kindunum við fugla-
söng loftsins, í hinni þúsund ára
gömlu íslenzku vorsinfóníu.
Syrtlingur gaus úti í hafsauga
eins og hann er vanur, dumb-
ungur í lofti, fölnuð sina á
jörðu og þíðuilmur úr jörð.
Svo er sagt að silungurinn sé
farinn að veiðast hingað og
þangað í hinum og þessum
lækjum með alls konar græjum
af alls kyns fólki.
Gunnar Halldórsson bóndi að
Skeggjastöðum í Hraungerðis-
hreppi í Flóa, er að byggja yfir
sig hús. Hann ætlar ekki að
byggja steinhús, heldur timbur-
hús og hann ætlar að hafa á því
bárujárn, þrátt fyrir yfirlýsing-
ar húsasmiða um að það séljótt.
Gunnar segir hinsvegar að báru-
járn sé alls ekki ljótt, sé það
aðeins málað og um það geta
vist flestir verið sammála.
Á meðan hann er að byggja,
býr fjölskyldan í kjallaranum,
sem búið er að steypa. Gamli
bærinn, sem Gunnar fæddist í
hefur verið rifinn, en í kjallar-
anum er eins vistlegt og hægt
er að ætlast til hjá fólki, sem
stendur í húsasmíðum.
En af hverju erum við allt
í einu komnir austur að Skeggja-
stöðum og gripnir rómantískri
vorstemningu?
Jú, það er vegna þess að fróð-
ir menn hjá Búnaðarfélaginu
tjáðu okkur, að þar væri hægt
að sjá það, sem kæmist einna
næst því að vera hið svokallaða
„vísitölubú", sem er hinsvegar
ekkert annað en reikningslegt
hugtak eins og svo margt annað
í þjóðarbúinu okkar blessuðu.
Gunnar hefur búið á Skeggja-
stöðum síðan árið 1955, er hann
tók við búi þar af móður sinni
og er hann fjórði ættliður, sem
situr jörðina. Skeggjastaðir til-
heyra hinsvegar Hraungerðis-
torfunni og eru kirkjujörð, enda
mála sannast að drottinn alls-
herjar sé mestur bóndi á ís-
landi. Gunnar er kvæntur Sig-
riði Guðjónsdóttur frá Bolla-
stöðum, sem er svo til næsti
bær og þau eiga þrjú börn:
Skeggja, 6 ára gamlan sem
aldrei hefur komið í bíó. Krist-
ínu 10 ára, sem hefur einu sinni
komið í bíó í Reykjavík og svo
er það hún Halldóra litla, sem er
ekki nema tæplega ársgömul og
ekki farin að hugsa til bíóferða.
Bústofninn er 13—14 mjólk-
andi kýr, 100 kindur, 27 ha. tún,
tvær dráttarvélar með tilheyr-
andi tækjum og tveir reiðhestar.
Þannig lítur þá „vísitölubúið"
út svona nokkurn veginn ogeig-
inlega mætti bæta því við að
fjölskyldan er líklega eitthvað
nálægt því að vera hin svokall-
aða „vísitölufjölskylda“.
Gunnar er léttur í máli um
búskaparbaslið. Vorið er erfið-
asti tíminn, þegar sinna þarf
sauðburði og öðrum vorverkum.
Vinnutíminn erlOtilll stundir á
sólarhring allan veturinn, en
fer upp í 12 til 14 stundir í vor,
segir hann. Hjónin vinna ein að
búskapnum, því ekkert barnanna
er komið á þann aldur, að þau
geti orðið að teljandi liði. Og
Gunnar heldur því fram, þvert
ofan í fullyrðingar dagblaða-
spekinga og fleiri alvitringa, að
11—12 ára börn séu fullfær um
að aka dráttarvélum við góðar
aðstæður. Enda segist hann ekki
vita til þess að fleiri slys hafi
orðið á börnum við dráttarvéla-
akstur, en á fullorðnum mönn-
um. Börn á þessum aldri láti
líka vel að stjórn yfirleitt.
Krökkum á gelgjuskeiði sé
gjarnara að sýna af sér ýmiss
konar glannaskap og óhlýðni.
Hvort ekki eigi að taka upp
samvinnubúskap, auka þannig
afurðirnar og lækka verðið til
neytendanna?
Efri myndin er af hjónunum á
Skeggjastöðum og börnum
þeirra. Kristín litla er lengst til
vinstri, þá Sigríður húsfreyja,
sem heldur á Halldóru litlu i
fanginu og Gunnar bóndi með
Skeggja á kné sér.
Á neðri myndinni hefur skipt
um svið. Skeggi og Kristín eru
komin niður í hestagirðingu, þar
sem unga heimasætan gælir við
einn af reiðhestum föður síns
en Skeggi skeggræðir að því
er virðist við Lappa, hundinn
sem eiginlega átti að heita
Skeggi, af því að hann er með
hökutopp.
FALKINN