Fálkinn - 23.05.1966, Side 16
i
I
• BENEDIKT VIGGÓSSON skrifar fyrir unga fólkið •
Þeir flytja óð æskunnar
Rabbað við Engilbert Jenssen
Þegar Engilbert hætti hjá
Hljómum, misstu þeir góðan
söngvara og það skarð hefur
ekki verið fyllt aftur. Hins veg-
ar er það staðreynd, að Pétur
Östlund er bezti trommuleikari
íslands og þó viðar væri leitað.
Hver man ekki eftir laginu Bláu
augun þín, en það var einmitt
Engilbert, sem söng það inn á
fyrstu plötu Hljóma.
Nú er Engilbert söngvari og
trommuleikari með hljómsveit
sem ber hið rammíslenzka nafn,
ÓÐMENN (ÓÐUR = lag). Þeg-
ar hljómsveitin lék í Glaumbæ
á dögunum rabbaði ég stuttlega
við þennan fyrrverandi
„Hljóma“-mann.
Hljómsveitin er alveg ný af
nálinni?
Já, hún er stofnuð í febrúar
1966 í Keflavík, en við eru allir
þaðan. Ég byrjaði hins vegar að
syngja með skólahljómsveit i
gagnfræðaskólanum þar 1956.
Síðan fékk hún nafnið hljóm-
sveit Guðmundar Ingólfssonar
og kom hún fram í 5—6 ár við
góðan orðstír. Á þessu stutta
tímabili, sem Óðmenn hafa kom-
ið fram, höfum við leikið að
HVOLI, í STAPANUM, nú og
hér í Glaumbæ, en okkur líkar
sérstaklega vel við fólkið, sem
sækir Glaumbæ.
Hvað heita piltarnir?
Það er Jóhann Jóhannsson
bassaleikari, en hann var áður
með Straumum. Bróðir hans
spilar á sólógítar; Eiríkur Jó-
hannsson. Valur Emilsson á
rythmagítar, nú og ég hamra á
trommurnar. Hins vegar syngj-
um við allir. Að lokum máttu
geta þess, að Valur og Eiríkur
hafa ekki spilað áður opinber-
lega, en eru mjög efnilegir.
TEXTINN VIÐ „Á SJÓ“ ER EFTIR ÓLAF RAGNARSSON
í viðtali við Þorvald Halldórsson í 12. tbl. varð sú leiða prentvilla, að Ómari
Ragnarssyni var eignaður textinn við lagið Á SJÓ, en hann er eftir ungan Sigl-
firðing, Ólaf Ragnarsson að nafni. En Þorvaldur lagði mikla áherzlu á það, að
þessi haglega gerði texti ætti stærstan þátt í vinsældum lagsins. Þá má geta þess,
að Ólafur er starfsmaður íslenzka sjónvarpsins.
Er Proby búinn að
láta klippa sig?
Þetta þótti óvefengjanleg staðreynd,
þegar myndin hér til hliðar birtist í
Berlingske Tidende, en myndum skal
treysta varlega, því nú hefur komið í
ljós að þetta var brella. Proby greiddi
hárið slétt aftur og hefur sennilega not-
að við það kynstur af hárkremi. A.m.k.
var árangurinn góður, því nú leit hann
út eins og nýkominn af rakarastofu.
Um þetta segir hann:
„Ég hef ekki látið klippa mig, en það
er aldrei að vita nema ég geri það ein-
hvern daginn."
Hin myndin sýnir P. J. Proby eins og
hann er í dag.
16 FÁLKINN