Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 29

Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 29
Orsök vísunnar var sú að Sigurður hafði Ijóst hár fagurt, en Fúsi var sagður hafa haft geitur í æsku og því nánast sköll- óttur; enda reiddist Fúsi ógurlega þó ekki sé getið fleiri orða þeirra að því sinni. Þjóðtrúin hefur sögu að segja um upphaf fjandskapar þeirra, og er hún á þessa leið: „Á öndverðum dögum þeirra Fúsa og Sigurðar lá draugur einn á Hellisfitjum og hafði aðsetur sitt í Surtshelli. Var draug- ur þessi hinn rammasti óvættur og lagðist á ferðamenn, meiddi þá eða ærði, og sumum vann hann bana . . . Sáu menn að ekki mátti svo búið standa, en fáir treystust þó til að setja niður jafnmegnan draug og þessi var. Var þá leitað til við þá Fúsa og Sigurð því menn vissu þá bæði fjölkunnuga og kraftaskáld hin mestu, og vóru þeir tregir til, en létu þó loksins til leiðast, með því báðir færu saman og hjálpuðust að. Lögðu þeir nú snemma morguns frá Kalmanstungu einn góð- an veðurdag, var það öndvert sumar, og komu snemma dags norður að Surtshelli. Urðu þeir ekki draugsins varir, þegar þeir komu, því hann var niðri í hellinum, og heyrðu þeir þung- ar drunur niðri í hinum dimma hellisgeim og þótti sem ekki mundi allfýsilegt að heimsækja hellisbúann. Tekur þá Sigurður til máls og segir við Fúsa: „Nú verðum við að skipta með oss FALKINN 29

x

Fálkinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.