Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Page 31

Fálkinn - 23.05.1966, Page 31
UIHI/IÆIOAB-ftSt UlftUIÆIQAR-FÍISl UIAUMUOAR-F verkum; verður annar okkar ofan að fara og fást við drauginn og hætta á hvörsu til tekst, en hinn að gæta dyra að draugurinn megi ekki upp komast — og kjós þú nú félagi hvörn kostinn þú vilt. taka þó hvörugur sé ríklegur.“ Kaus Fúsi að gæ’ta dyra. Sigurður tók úr barmi sér bók eina fornlega mjög, lagði á hellisdyrnar, gekk þrisvar rangsælis kringum bókina, signdi sig síðan öfugt og steig niður í hellismyrkrið. Segir ekki frá því hvað í hellinum gjörðist milli þeirra draugs og Sigurðar eða hversu Sigurður gat draugnum fyrir komið, en aldrei hefur síð- an við drauginn vart orðið; en það er eftir Sigurðihaft, að aldrei hafi hann í jafn krappan dans komizt og þar í hellinum, og þá var komið að sólsetri er hann komst aftur upp úr hellinum, móður mjög og þrekaður. Var þá Fúsi allur á burt og bókin Sigurðar. Hafði Fúsi stolið henni á meðan Sigurður var niðri og hlaupizt síðan á burt sem fætur toguðu. Brá Sigurði mjög í brún og undi bókarhvarfinu mjög illa, en fékk þó ei að gjört því Fúsa fann hann hvörgi og bókinni náði hann aldrei síðan. Vóru þeir siðan fullir fjandmenn alla ævi og áttu mörg brögð saman þó vér kunnum frá fæstum að segja". Eitt sinn var Fúsi í lestaferð og áði skammt frá bæ einum vestra; geingu hestar hans í túnið, en stúlka vakti yfir túninu og sigaði á þá hundunum. Þeir eltu hrossin allt að tjaldi Fúsa, svo þau nánast slitu það ofanaf honum; hann stökk út, sá stúlk- una og kvað í bræði: Aldrei vertu ótruttandi á ævi þinni, truttaðu frá þér sál og sinni, samvizkunni, heyrn og minni. Skömmu síðar missti stúlkan vitið, og var það auðvitað kennt ákvæðum Fúsa. Nú var leitað til Sigurðar Gíslasonar fyrir stúlk- una; tók hann að kveða af henni ærslin og minntist þar í Vig- fúsar heldur ótæpilega. Þar í er þessi vísa: Fram þegar hleypti fólskan þér og fjandinn bar þér vitni, allt það heiftaryrki hér á þér sjálfum bitni. Þessi vísa er eignuð Sigurði um Fúsa, og gæti verið úr hinu sama: Reikníngsbókin synda sjálf sem þín standa á lýti, ekki kemst hún utan hálf . ofan í heljar víti. Þetta mál á að hafa enzt þeim leingi og fara ýmsar sögur af þrasi þeirra og níðvísum, en einsog fyrr er sagt þykir fæst af því fara vel á prenti, enda kannski ekki skaði skeður. 5. Jörðin Leirulækur á Mýrum var í eigu Vigfúsar; fyrrum hafði Ormur afi hans eignazt hana og síðan séra Jón. Fúsi átti einnig Leirulækjarsel. Ekki er ljóst hvenær Fúsi fór byggðum að Leirulæk, en það hefur gerzt snemma, þegar hans getur þar fyrst, er hann á ungum aldri. Þar bjó hann ýmist sem ein- setumaður eða í húsmennsku, var oft í sæmilegum efnum en níddi jörðina mjög. Ekki linnti illindum þeirra Sigurðar þótt Fúsi væri kominn í annað hérað, og nú fékk hann líka sitthvað nýtt til að argast í. Þegar Fúsi kom að Leirulæk var prestur til Borgarþínga séra Jón Halldórsson prests Marteinssonar. Kona hans hét Randíður Jónsdóttir. Tóku þeir prestur og Fúsi snemma að elda grátt silfur, en Fúsi átti ævinlega í þrasi við presta sína. Eitt sinn vandaði séra Jón um við hann, kvað hann lítt kirkju- rækinn og þá sjaldan hann kæmi til kirkju væri hann sífellt að gánga út; bað hann að „sitja með kyrrð og siðsemd undir guðs orði“. Fúsi kvaðst ekki geta að því gert þótt hann þyrfti oft að kasta af sér vatni: ekki mun þér betra þykja að ég geri það á kirkjugólfið. — Næsta sunnudag geingur maður í kirkjuna milli pistils og guðspjalls; er þar kominn Fúsi og hefur kopp sinn bundinn á bak sér og geingur svo búinn inní kór, og kveður við raust vísu þessa: Koppinn ber ég hægt á herðum, hallast hvergi má, fallegt þing með fjórum gerðum Fúsi kallinn á. „Síðan leysir hann koppinn af herðum sér og setur undir bekk og sezt síðan niður. Þegar prestur snýr sér fram til að tóna guð- spjall stendur Fúsi upp eins og siður er til. Tekur hann nú koppinn og pissar í og býður sessunautum sínum, en þeir fussa og þiggja ei, sem nærri má geta; setur hann þá enn undir bekk- inn næturgagn sitt, og situr meðan Credo er sungin, en í því prestur gengur frá altari til stóls stendur Fúsi upp og tekur aftur næturgagn sitt og kastar enn af sér vatni og sezt niður aftur og situr nú kyrr meðan prestur prédikar. Talar prestur um það í ræðu sinni hvörsu hættulegt sé andvaraleysið og hræðilegt muni á dómsdegi ástand hinna andvaralausu þegar dómarinn mikli segi við þá: „Farið frá mér bölvaðir, í þann eilífa eld sem fyrirbúinn er djöflinum og öllum hans árum.“ Þegar presturinn mælir þessum orðum stendur Fúsi upp og gengur fram að prestskonu sæti og þrífur í hönd hennar og segir hátt: „Komum við þá, Randalín; til okkar talar prestur- inn“. Prestskonan s' ’ittist við og sat kyrr, en Fúsi gekk aftur til sætis síns og situr til prédikunarloka. En meðan prestur geng- ur úr stól til altaris tekur Fúsi kopp sinn í báðar hendur og leggur af stað með fram eftir kirkju og kveður um leið við raust: Mikið tek ég mér í fang, maðurinn handaloppinn; Ijáið mér nú liðugan gang að lalla út með koppinn.“ Önnur sögn um skipti þeirra prests og Fúsa er þessi: „Einu sinni þegar Fúsi var við Álftaneskirkju komst hann að því að séra Jón Halldórsson var beðinn að taka fólk til bænar og hafði látið miða með nöfnum þeirra innan í handbókina. Af því Fúsi sat öðru megin við altarið náði hann miðanum á með- an prestur sneri sér fram og tónaði, en stakk öðrum miða með þessum hendingum á aftur inn í handbókina: Nikulás langi með hund í fangi; Halldór krakur, Baulubakur; Valgerður flæða, Lambastaða-læða; Imba pula, Valka gula; Kristín skita, sem allt vildi vita; Gunna pysja, tíkin Ysja og Krúnki. Þegar prestur ætlaði að fara að biðja fyrir sjúkum á eftir komst hann í mestu vandræði, af því Fúsi hafði skipt um mið- ana“. Hvað sem sögnmn þessum líður, er ljóst að allheitt varð í kolunum milli Fúsa og prests í máli því er nú skal frá sagt. Eitt sinn árið 1674 þegar séra Jón embættaði á Lángárfossi, fann hann skrifaðan seðil í grallara sínum, og þekkti hönd Fúsa á þessum blessunaróskum, sem á hann voru ritaðar: Framhald á bls. 42. FÁLKINN 31

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.