Fálkinn - 23.05.1966, Qupperneq 32
m
„Haldið þér, að eitthvað sé til
í þessu? Yður eru kunnar að-
stæður hér. Haldið þér að hann
láti verða af því að tala við
þennan kvenmann?" Hún yppti
öxlum,
„Ég held, að fyrir hundrað
dollara myndi þessi höfuðsmað-
ur gera nærri hvað sem væri.“
Það leið dálítil stund, áður en
hann gerði sér grein fyrir hinni
dýpri merkingu í orðum henn-
ar.
„En höfuðsmaðurinn á ekki
að fá peningana."
„Ekki það?“
„Nei, þeir eru handa vínsölu-
konunni, ef hún útvegar okkur
upplýsingar.“
„Ég held ekki, að hann láti
hana hafa hundrað dollara. Tutt-
ugu kannski. Eða ekki neitt.“
„Yður er ekki alvara!“
„Þér spurðuð mig, hvað ég
héldi í þessu máli.“
„Hann er ekki af þeirri mann-
tegund. Hann hugsar um það
eitt að þóknast yfirboðara sín-
um. Það skuluð þér fá að sjá.“
Ungfrú Kolin brosti íbyggin.
George svaf ekki mikið um
nóttina. Varúðarráðstafanir þær,
sem hann hafði gert með tilliti
til veggjalúsanna, höfðu á ein-
hvern hátt sannfært hann um
að fjaðraramminn moraði í ó-
þrifum. í myrkrinu gerði hann
sér brátt í hugarlund, að lýsnar
væru að ráðast á hann. Það var
til einskis að hugsa um það
magn af DDT, sem hann hafði
notað. Balkan-veggjalýs átu það
sennilega eins og rjómaís. Þeg-
ar fjórða ofboðskennda rann-
sóknin bar engan árangur, varð
hann gripinn örvæntingu, hann
hafði þrifið öll rúmfötin úr rúm-
inu og ráðizt á ný til atlögu
við dýnuna með skordýraúðar-
anum. Það var farið að morgna,
þegar hann loksins sofnaði.
Hann vaknaði aftur um níu-
leytið. Meðan hann sat yfir
morgunverðinum í kaffistofunni
barst honum bréf frá höfuðs-
manninum.
Sir.
Konan heitir madame Vassi-
otis, og hana er að finna í vín-
kjallaranum í Rue Monténégrine.
Hún á von á yður síðdegis. Seg-
ið, að monsieur Kliris hafi sent
yður. Minnizt ekki á mig. Henni
hefur verið sagt^ hvers þér ósk-
ið, og hún kann að hafa svar
fyrir yður. Verðið er 150 doll-
arar, en þér skuluð ekki fá
henni þá, né minnast á þá. Ég
vil sjálfur fá að ganga úr
skugga um, að þér séuð ánægð-
ur, áður en þér borgið. Þegar
við höfum talazt við í kvöld og
þér hafið lýst yður ánægðan,
skal ég sjá um, að hún fái pen-
ingana gegnum monsieur Kliris.
Bréfið var skrifað á venjulegt
bréfsefni og óundirskrifað. Ge-
orge sýndi ungfrú Kolin það
ekki . . .
Rue Monténégrine var brött,
óþrifaleg hliðargata í fátækra-
hverfi bæjarins. Vínkjallarinn
var efst í brekkunni. George
og ungfrú Kolin gengu niður
fáein þrep og voru þá stödd í
vistlegri stofu með vínámum
meðfram veggjunum og þungt
tréborð í miðju. Þarna var svalt
og ilmur af gömlu víni lá í
loftinu.
í kjallaranum voru tvær
manneskjur. Önnur þeirra, gam-
all maður í bláum léreftsbux-
um, sat á bekknum við borðið
og drakk úr vínglasi. Hin var
madame Vassiotis.
Hún var ótrúlega feit. Hún
sat á skemli öðrum megin við
dyr innst í stofunni. Þegar þau
gengu inn, stóð hún á fætur
hægt og með erfiðismunum og
kom fram í ljósið af einmana-
legum olíulampanum á borðinu.
Hún muldraði eitthvað í
kveðjuskyni. Ungfrú Kolin svar-
aði. George hafði gefið henni
fyrirmæli varðandi samtalið, og
hún eyddi ekki tímanum í að
þýða upphafsorðin. Hann sá ma-
dame Vassiotis kinka kolli af
skilningi og senda gamla mann-
inum þýðingarmikið augnaráð.
Maðurinn flýtti sér að ljúka úr
glasinu og fara. Hún hneigði
höfuðið örlítið í átt til Georges
og gekk á undan þeim inn í
bakherbergi.
Hér voru tyrkneskar ábreiður
á veggjunum og legubekkur með
flosáklæði og fáein völt hús-
gögn frá Victoríutímabilinu.
Honum datt í hug dyngja spá-
konu í umferðacirkus. Það vant-
aði aðeins kristalkúluna.
Madame Vassiotis hellti í þrjú
vínglös, lét sig síga niður á
legubekkinn og bauð þeim sæti
á stól. Er þau höfðu setzt,
spennti hún greipar í gríðar-
legri kjöltunni, horfði á þau og
beið átekta.
„Spyrjið hana, hvort hún hafi
getað útvegað svar við spurn-
ingu monsieur Kliris.“
Madame Vassiotis hlýddi al-
vörugefin á þýðinguna og kink-
aði kolli.
„Hún segir,“ sagði ungfrú
Kolin, „að hún hafi haft tæki-
32
FALKINN