Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Side 38

Fálkinn - 23.05.1966, Side 38
ENDURNÝJUM SÆNGUR OG KODDA FLJÓT AFGREIÐSLA HÖFUM EINNIG GÆSADÚN OG DRALON SÆNGUR Póstsendum um land allt. DÚN OG FIÐUR- HREINSUNIN VATNSSTÍG 3 (örfá skref frá Laugavegi) Sími 18740 • Barnið er . ... Framhald af bls. 15 Kveikið það, slökkvið og kveik- ið það aftur. Af þessu lærir barnið að laga sjónina eftir sjónáhrifunum. Þennan „leik“ finnst barninu miklu meira til um, en jafnvel fegurstu flug- eldasýningu. Hlífið ekki barninu. Þér getið einnig þjálfað heyrn barnsins. Raulið fyrir það, talið við það og leikið hljómlist fyrir það, oft, góða músík með áber- andi hljóðfalli — en hún má aldrei vera of hröð. Þér munið einnig verða þess vör, hvernig barnið strýkur sér upp við húð yðar. Þetta er því 38 FÁLKINN ekki hreint tilfinningaatriði. Barnið hefur uppgötvað, hvað það er að finna fyrir einhverju. Frottéhandklæðin, s'em það fær að kynnast eftir baðið, eru því áköf tilfinninganautn. Tilfinn- ingin gegnir afar stóru hlut- verki, ekki eingöngu þegar móð- irin kitlar barnið eða klípur það blíðlega, heldur einnig þeg- ar barnið liggur vakandi og fær ýmsa hluti í hendurnar til að þreifa á, pjötlu, eða svamp, hluti, sem eru nógu smáir til þess að barnið geti náð taki á þeim en samt svo stórir, að það geti ekki stungið þeim upp í sig. Leikföng í þess orðs venju- legu merkingu, hefur það enga þörf fyrir ennþá. Bíðið með tuskufilana þar til seinna. Fyrstu vikurnar lærir barnið einnig að lykta og bragða. Það andar að sér ilminum af húð móður sinnar, en þér megið ekki láta þar við sitja. Þegar þér matreiðið eigið þér að sjá til þess, að barnið sé einhvers stað- ar í námunda við eldhúsið, til þess að það geti numið hina margvíslegu og undarlegu ang- an, sem heimur þess er fullur af. Ef þér hafið grasflöt, þá megið þér ekki svíkja barnið um ilminn af nýslegnu grasi. Það á að reyna það strax frá byrjun, hve dásamlegur heimur- inn getur verið. ★ Einhæfið ekki barnið. Barnið byrjar annan ævimán- uð sinn, þennan undursáíTíega mánuð, þegar það reynir í fyrsta sinn að lyfta höfðinu. Á sléttu gólfinu vinnur það ötul- lega að því að mjaka sér áfram og móðirin má ekki fyllast ör- væntingu þótt það reki sig á endalaust. Hún verður að hafa óþrjót- andi þolinmæði og flytja barnið hvað eftir annað til upphaflega staðarins, svo það geti reynt aftur — og aftur. Það líður ekki á löngu þar til barnið hefur lært að átta sig og gæta sín. Eitt ákveðið atriði gefur yður góða möguleika til að þjálfa barnið yðar. í hvert skipti, sem þér gefið því pelann, skuluð þér gera það öðru vísi en síðast. Ef þér hafið lagt barnið í vinstri handlegg í gær þá haldið því á hægri handleggnum í dag og skiptið þannig stöðugt um. Þér eigið einnig smám saman að auka við skreytinguna í barnaherberginu. Marglitur órói er vel til fallinn og þegar barn- ið er orðið vant honum, klippir pabbi nýjan, sem barnið virðir fyrir sér alveg forviða. Einn nýr hlutur í viðbót. Það er nærri óskiljanlegt. Forvitni barnsins beinist einn- ig að húsgögnunum í barnaher- berginu. Þess vegna skuluð þér ekki sniðganga sterka liti. Dauf- ir pastellitir eru fyrir tauga- veiklað fullorðið fólk. Barnið þarf að hafa skrautlega liti. Klippið skemmtilegar myndir út úr silkipappír og hengið þær upp á veggina. Barnið þreytist ekki af að skoða þær. ★ Hjálpið ekki barninu. Nú hafið þér áreiðanlega veitt því athygli, að barnið yðar grætur á tvo mismunandi vegu. Annar er tákn um það eitt, að barnið þarf að hreyfa lungun, en hinn, sem er barninu lífs- nauðsyn, er nokkurs konar neyð- arbjalla, sem segir m.a. — Mamma, flýttu þér, nú er nál, sem stingur mig! Litla barnið hefur tekið fyrstu skrefin inn í hinn undursamlega heim talsins. Þér getið hjálpað barninu að læra blæbrigði. Þér getið talað blíðlega og ísmeygi- lega við það um leið og þér vaggið því í örmum yðar, þér getið hlegið glaðlega við því, þegar það er í baði. Baðið er í sjálfu sér mikil há- tíð. Barnið er nuddað og núið, kitlað og kjassað, mamma tekur í nefið á því, potar í magann, grípur um hendur og fætur. Barnið er að læra, hvar útlim- ir þess eru staðsettir. Nú byrjar hið þýðingarmikla tímabil frá þriðja mánuði til hins sjötta og lengra fram í tím- ann. Flestar mæður setja fyrst upp leikgrind fyrir barnið, þegar það er fariff að skríða. Þetta er alrangt. Nú á að fjar- lægja leikgrindina og láta barn- ið skríða um á þykku teppi. En hafið. gát á öllu, sem ekki er naglfast — standlömpum, smá- borðum, öskubikurum, síðum gluggatjöldum, rafmagnstengl- um. Látið barnið skríða á berum fótum, ef hægt er vegna hita- stigsins. Aðeins á þann hátt lær- ir það að nota tærnar. En þér megið ekki rasa um ráð fram. Það má ekki þvinga fram þroska barnsins. Látið barnið skríða um eins lengi og það vill. Allt þetta tímabil er taugakerfi barnsins til styrktar. Einmitt þess vegna eigið þér að fjarlægja leikgrind- in. Hún getur verið hættuleg, vegna þess að barnið er nú komið svo langt í þroska sínum, að það reynir með öllum ráðum að klifra út úr „búrinu". Enn eitt ráð: Þér skuluð aldrei hjálpa barni yðar að læra að standa og ganga. Barnið veit sjálft hvenær tími er til kom- inn. ★ Dekriff ekki viff barniff. Á þessu tímabili byrjar barn- ið einnig að samhæfa kunnáttu sína. Að ári liðnu skilur það merkingu ýmissa orða, enda þótt það geti ekki sjálft borið þau fram. Þrátt fyrir það getur móð- irin orðið til mikillar hjálpar. „Sjáðu pabba,“ getur hún sagt og barnið lítur undireins á föð- ur sinn. „Sjáðu, þarna er tré ... sjáðu, þarna er fugl ... sjáðu þarna er súpan þín ...“ Á þenn- an hátt skerpist sjón barnsins og það lærir að nota augun. Barnið á að læra að líta upp, niður, til hægri og vinstri ... það á að læra að beina sjóninni að fjarlægum og nálægum hlut- um. Á þennan hátt lærir barnið nú þegar að „lesa“ og uppgötv- ar hið undursamlega samband á milli orða og hluta. Það sama á við um heyrnina. Þér megið aldrei útiloka barnið frá umheiminum. Þér megið ekki segja: „Hafið hljótt, vegna barnsins ...“ Eldri systkini mega hafa eins hátt og þau lyst- ir og þegar borðað er, eigið þér að sjá um að hafa bamið ein- hvers staðar nálægt. Það á að læra að hlusta á masið og hlát- urinn og glamur í göfflum og skeiðum. Hlustið grafalvarleg á fyrsta litla samtalið jafnvel þótt þér skiljið ekki orð af því, sem barnið segir. Svarið því rólega með nákvæmlega jafnóskiljan- legum hljóðum, en umfram allt jafnalvarlega. Og þegar barnið byrjar að segja raunveruleg orð og setn- ingar, megið þér aldrei svara því á þess eigin máli, heldur eins fallega og fágað og þér er- uð fær um að tala á „yðar eigin máli“. Barnið mun strax reyna að líkja eftir yður. Sjálft kærir það sig ekki um, að haft sé eftir sér. ★ Þvingiff ekki barniff. Þér megið aldrei segja: „Hann skilur þetta hvort sem er ekki.“ Þér eigið einmitt öðru hverju að skjóta orðum inn í „samtalið", sem engar líkur eru fyrir, að barnið skilji. Það verður að staðaldri að hafa eitthvað til að glíma við. Að lokum er eitt vandamál, sem valdið hefur mörgum for- eldrum miklum heilabrotum. Það er fyrst á þriðja ári, sem í Ijós kemur, hvort barnið hneig- ist til að nota hægri eða vinstri hönd. Þér megið ekki reyna að beita barnið þvingun í frum hernsku þess. Á þessu dýrmæta

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.