Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Side 40

Fálkinn - 23.05.1966, Side 40
K 4 TIL HREINGERN- INGA OG I UPP- ÞVOTTINN, Heildsölubyrgðir KRISTJÁN Ó. SFAGFJÖRÐ HF. Simi 24120 PANTIÐ STIMPLANA HJA FÉLAGSPRENTSMIÐJUNNIHE SPITALASTIG10 v.OÐINSTORG SIMI 11640 • Leigubílstjóri Framhald af bls. 21 ekki farið til Þingvalla. ,Ég er menningarmaður,' sagði hann að skilnaði. ,Ég fyrirlít ykkur bíl- stjórana sem hafið ekki skilning á verðmætum sögunnar og list- arinnar.' „Þó finnst mér sorglegast að sjá ungar og fallegar stúlkur drukknar, og það verður því miður æ algengara. Ég ber virð- ingu fyrir ungri og fallegri stúlku, og allar ferskar og sak- lausar stúlkur eru í mínum aug- um fallegar, en þær skilja ekki að það er ekkert fínt eða flott við að drekka sig fullan. Oft keyri ég þær á skemmtistaðina til að dansa á kvöldin. Þegar þær fara að heiman eru þær svo sætar og indælar, fallega klædd- ar og prúðar, það má hvergi sjást blettur eða hrukka, og hár- ið má ekki hreyfast á þeim. En það er nú eitthvað annað á heimleiðinni — þá eru þær ekki mikið að hugsa um fínheitin. Úfnar og tjásulegar með synd- andi augu, flissandi út í loftið, bjóðandi hverjum manni blíðu sína, pilsin flett upp, annar fót- urinn á framsætisbakinu—það er annað en skemmtilegt þegar maður er orðinn gamall að sjá þetta glæsilega unga fólk okk- ar veltast um eins og ræksni, öskrandi og gargandi, bölvandi og- dauðadrukkið. Stúlkurnar verða örar og lauslátar og hugsa ekkert um afleiðingar gerða sinna sem oft verða lausaleiks- börn eða vanhugsuð hjónabönd . . fólk þyrfti helzt að vera með réttu ráði þegar það velur sér maka, annars er ekki við góðu að búast. „Mér dettur í hug kona sem einu sinni pantaði bíl og bað mig að keyra eitthvað út úr bænum með sig. Hún var ekki áberandi drukkin, en hafði flösku með sér og saup á öðru hverju. Bráðhugguleg húsmóðir sem átti ágætan mann og þrjú efnileg börn, laglegasta kona. Þegar við vorum komin eitt- hvað suður fyrir Hafnarfjörð bað hún mig að stöðva bílinn. .Komdu með mér héx-na út í hraun, og við skulum elskast/ sagði hún. „Ég var að vísu yngri þá, en samt hefði manneskjan áreiðan- lega aldrei stungið upp á svona- löguðu ódrukkin. Þegar ég reyndi að koma vitinu fyrir hana æstist hún um allan helm- ing. .Finnst þér ég kannski ljót?‘ sagði hún. ,Af hverju viltu mig ekki?‘ Og hún fór að fletta upp um sig pilsinu. Ég svaraði, að hún væri ljómandi lagleg kona, en þetta tilheyrði ekki mínum verkahring sem bílstjóra. ,Ertu þá náttúrulaus, greyið?‘ sagði hún hæðnislega. ,Þú ert bara enginn karlmaður, þess vegna læturðu svona'. „Það tók mig langan tíma að sansa hana, og þá skipaði hún mér að keyra sig til manns sem hún sagðist halda við þegar hún færi á það. Hún var fokvond út í mig, og ég varð þeirri stund fegnastur þegar ég var laus við hana. Þótt erfitt geti verið að fást við drukkna karlmenn eru þó drukknar konur hálfu verri. Þær sleppa gersamlega taum- haldi á sér og eru vísar til hvers sem er. „Hvaða kona myndi hegða sér svona allsgáð? Brennivínið u.m- breytir fólki og gerir það að hálfgerðum djöflum. ,Ö1 er innri maður', segir máltækið, en það er ekki alltaf rétt, ,öl er annar maður' mætti segja, og sá maður er verri en persónan sjálf. „Ég gæti tekið hvert dæmið af öðru og haldið áfram allan daginn. Og þó er allt öðruvísi að lýsa svona hlutum fyrir öðr- um eða sjá og reyna þá sjálfur. Ég hef séð fólk hrynja niður andlega og líkamlega af of- drykkju, heimili leysast upp, og börnin, vesalings litlu börnin bíða þess kannski aldrei bætur. Það er verið að tala um þessa miklu taugaveiklun hjá ungling- unum, en hver veit hvaða áhrif það hefur á viðkvæmar barns- sálir að horfa á foreldra sína dauðadrukkna, jafnvel í slags- Kæri Astró! Ég er fædd 1950 og er í 3. bekk í gagnfræðaskóla. Mig langar til að vita, hvort ég tek gagnfræðapróf. Ég er með strák, sem ég er búin að vera með í 9 mánuði. Á ég eftir að giftast hon- um? Hann er sjómaður. Verður hann það alltaf. Við erum bæði þrjózk. Nú langar mig til að vita, hvort ég verð hamingjusöm. Hvort ég giftist snemma og hvort ég eignast mörg börn.' Ég er ekki heilsuhraust. Á það eftir að batna? Ég vona, að þú svarir mér fljótt. Með kærri kveðju og fyrirfram þökk. Tóta. Svar til Tótu: Þú skalt endilega taka gagn- fræðapróf. Þú munt sjá eftir því síðar, ef þú hefur sleppt því tækifæri. Ef þú ert eins metn- aðargjörn og flestir ljónsmerk- ingar, fellur þér ekki vel að vera ekki sæmilega vel að þér. Einnig vegna þess, að það er mjög hagstætt tímabil framund- an hjá þér, sem þú verður að nota sem bezt, og maður notar tímann vart betur en til að læra. Þið eruð svo sannarlega þrjózk bæði tvö, pilturinn, sem þú minntist á og þú. Bæði vilja ráða. Svona mundi það ávallt verða, ef þið ættuð að búa sam- an, sem ég býst ekki við að verði, en það myndi verða hvor- ugu ykkar til góðs. Það eru að vísu viss tengsl á milli ykkar, en það vegur ekki upp á móti því sem er neikvætt. Þú munt líka verða dálítið óstöðug í ásta- málum og hann er mjög af- brýðisamur og tilfinningaríkur. Þið munuð hreint og beint ekki geta komizt hjá því að vera sí- fellt að rífast. Fremúr fáir ljónsmerkingar telja sig ham- ingjusama í hjónabandi. Kann- ski vegna þess að þeir krefjast of mikils af makanum og muna ekki eftir því, að einnig þeir þurfa eitthvað að leggja af mörkum til að skapa þá ham- ingju, sem þeir kjósa. Þú munt þurfa töluvert fjárhagslegt og félagslegt öryggi til að vera á- nægð, en það er fyrst og fremst þú sjálf, sem skapar þína eigin hamingju. Eftir þeim tíma sem þú gafst upp, muntu giftast fremur seint, eftir því sem kall- að er nú, eða eftir tvítugt, og börnin verða ekki mörg, en þó fer það einnig eftir því, hvernig stjörnukort mannsins þíns verð- ur, það getur breytt tölu barn- anna. Ég held að síðastliðin tvö ár hafi verið dálítið erfið fyrir þig og þá kannski’einna helzt heilsufarslega, en á árinu 1967 gæti orðið breyting til batn- aðar. 40 FÁLKINM

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.