Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Side 44

Fálkinn - 23.05.1966, Side 44
HVERNIG ER HREINLÆTI HÁTTAÐ Á VINNUSTAÐ VINNUVEITENDUR! YÐAR? Handklæði notuð af mörgum eru hættuleg og hæfa ekkl nútíma hreinlætiskröfum. StuSlið að færri veikindadögum starfsfólks ySar og not- ið pappirshandþurrkur; þær eru ótrúlega ODÝRAR og ÞÆGILEGAR i notkun. SERVA-MATIC STEINER COMPANY LEITIÐ UPPLÝSINGA APPIRSVORURH/4 SKÚLAGÖTU 32. — SÍMI 21530. • Brennimerkt Framhald af bls. 24. um farmiðunum skipt og eyðum nóttinni hér í Frankfurt sam- an ... Flugvélin bjó sig til lendingar á Kastrup flugvelli og eftir nokkrar mínútur fannst íéttur hnykkur þegar hjólin námu við steinsteypta flugbrautina. Meðan hún stóð og beið eftir að farangrinum yrði ekið upp á færibandinu, snerti einhver við öxl hennar aftan frá. Hún sneri sér við. Lars Stenfeldt stóð fyrir 44 aftan hana. Hann var grafalvar- legur á svip. — Grete ... — Já. — Ég hef látið taka frá fyrir okkur tvö herbergi á gistihúsi. Ertu samþykkt því? — Já, hvíslaði hún, Ég er samþykkt því. Um eftirmiðdaginn lituðust þau um í danska höfuðstaðnum og skoðuðu forngripaverzlanir. Þau snæddu góðan kvöldverð á litlu veitingahúsi og um kvöldið fóru þau í ABC-leikhúsið. Þau reyndu að hafa eitthvað fyrir stafni hverja mínútu eins og þau væru hrædd við þá stund er þau yrSu alein saman. Lars Stenfeldt hafði leigt her- bergi í SAS-hótelinu í miðri borginni. Þau stóðu þögul í lyft- unni meðan hún flutti þau upp á fjórtándu hæð. Klukkan var tólf á miðnætti. Mjúkar gólfábreiðurnar í ganginum deyfðu fótatak þeirra. Hún nam staðar fyrir utan her- bergisdyr sínar og leitaði að lyklinum í handtöskunni. Þá sagði hann: — Grete, viltu ekki koma inn til mín stundarkorn. Við höfum átt svo dásamlegan dag saman. Láttu hann ekki enda alveg strax. Ef Hoffmann hafði sagt hon- um svo mikið að hann vissi að hún var ekki fær um þá athöfn, sem var staðfesting ástarinnar. — hvers vegna bauð hann henni þá inn á herbergið til sín? Og ef hann vissi það ekki — þá yrði hún afhjúpuð, yrði að játa hið hvimleiða leyndarmál sitt fyrir honum. Hún leit á hann eins og hún væri að spyrja hann ráða. — Komdu, sagði hann bros- andi. Ég bít ekki. Herbergi hans var nákvæm- f lega eins og hennar að fráskild-1 um myndunum tveimur. — Eigum við að drekka kampavín eða gott öl? spurði hann. Hún vildi ölið heldur og hann hringdi á herbergisþjóninn til að biðja um það. Ölið kom eftir fáeinar mínútur. Fyrir utan gluggann tindraði næturljósadýrð Kaupmanna- hafnar í öllum regnbogans lit- um. Glugginn var hálfopinn. í nóvember að vera var nætur- loftið óvenjulega milt. Daufur niðurinn, frá umferð stórborgar- innar barst upp til þeirra eins og sefandi baksvið fyrir orð og hugsanir. — Hvers vegna fórstu til Aust- urríkis? — Vegna þess að ég hef átt töluverðum erfiðleikum með sjálfa mig í haust. Hann leit á fangabúðanúmerið á handlegg hennar. — Ertu að reyna að sálgreina sjálfa þig? Hún hristi höfuðið. — Nei, svo stefnuföst er ég ekki. En líklega hef ég haft ein- hverja óljósa von um að losna við eitthvað af martröðinni e£ ég stillti mér upp augliti til aug- litis við raunveruleikann. Lang- ar þig virkilega til að hlusta á þetta bull? — Ég veit svo lítið um þig, sagði hann. En ég vil allt vita. Svo þú skalt bara halda áfram. Hún fékk sér sopa úr ölglas- inu. — Ég fór fyrst til Vínar. Mig langaði til að sjá aftur bernsku- heimili mitt. Ég hélt ég myndi eftir nafninu á götunni þar sem við bjuggum. En ég kannaðist alls ekki við mig. Ég leitaði að einhverju sem gæti vakið minn- ingar hjá mér, en fann ekki neitt. Að lokum fór ég á mann- talsskrifstofuna. Ég fann nöfn foreldra minna og við höfðum búið við götu með allt öðru nafni. Nú fann ég hana á tíu mínútum ...' — Og barst kennsl á um- hverfið, bætti hann við þegar hún þagnaði. — Nei, sagði hún dapurlega. Ég bar ekki kennsl á neitt. Hlið- ið sem ég hlýt að hafa hlaupið FALKINN

x

Fálkinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.