Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Síða 45

Fálkinn - 23.05.1966, Síða 45
Donni gefur vinsælustu plötuna frá Hljóöfæraverzluu Sigríöar Helgádóttur FDCflfflQ® $) PtðTÖMSfö Galdurinn er sá að finna plötuna, sem er falin einljvers staðar á síðum Fálkans. — Að verðlaunum fær sá fundvísi nýja plötu, sem liann velur scr cftir listanum hér að neðan og platan er auðvitað frá Hljóðfæraverzlun Sigríðar Helga- dóttur í Vesturveri. — Dregið verður úr réttum lau'snum. Vinsælar plötur í dag: 1. Daydream — The Loving Spoonfull 2. Spanish Flea — Herb Alpert og Tijuna Brass 3. Bang Bang ~ Cher 4. My Love — Petula Clark 5. These boots are made for walking — Nancy Sinatra Platan cr á blaðsíðu Nafn: .................................. Heimili: ............................... Ég vel mér nr............ Til vara nr. Sigríður Þorvarðardóttir, Bárðarós 17, Hellissandi. VINNINGS MÁ VITJA Á SKRIFSTOFU FÁLKANS. EKCO SJÓNVARPSTÆKIÐ SEM VEKUR ATHYGLI. MJÖG HAGSTÆÐIR AFBORGUNARSKILMÁLAR (SÞEPHkdB Laugavegi 178, sími 38000. RAF-VAL Lækjarg. 6 A, sími 11360, ADLER vél er allra bezt allir nota ADLER ADLER hér og ADLER bar, ADLER alls staðar. SKRIFSTOFUÁHÖLD Skúlagötu 63 • Sími 1 7966 út og inn um hundrað sinnum var mér algerlega framandi. Mér virtist eins og bernsku- stöðvarnar vildu ekki kannast við mig. Svo fór ég til — til fangabúðanna. — Hvar eru þær? — Mauthausen utan við Ems. Fagnabúðirnar eru þar auðvitað ekki lengur, aðeins minnismerki, ef hægt er að kalla það svo. Samt þekkti ég allt þar aftur. Útlínur skógarins, sveitin niður að Dóná — allt var óbreytt frá •— já, frá því ég var þar. Hún þagnaði aftur en hélt á- fram eftir nokkra stund: — það var einkennileg reynsla að ganga þarna um. Það var kirkju- garður í nágrenninu. Ég veit ekki hvort hann var raunveru- legur eða aðeins táknrænn. Það skiptir heldur engu máli. Ein- hvers staðar í þessu héraði hljóta samt foreldrar mínir að vera jarðaðir. Móðir mín áreiðanlega, faðir minn ef til vill líka. Ég veit ekkert hvað varð að hon- um. Ef til vill hefur hann verið fluttur í þrælkunarbúðir og dáið einhvers staðar í Evrópu. Ég var hræðilega kvíðin þegar ég fór út úr áætlunarbílnum og lagði af stað áleiðis til svæðisins þar sem fangabúðirnar höfðu verið. Það var eins og að vera á leið til aftöku. En þegar ég fór það- an aftur var ég róleg og afslöpp- uð. Það var aðeins þegar ég sá sjúkrahúsið, sem ég varð að beita mig hörðu til að fara ekki að gráta. Því sjúkrahúsið var þarna enn. —Sjúkrahúsið ...? — Já, við mamma bjuggum í sjúkrahúsinu síðasta árið sem hún lifði. Ég furða mig enn á því hvers vegna þessi undan- tekning var gerð með okkur. Allir hinir fengu að deyja drottni sínum í bröggunum. — Hve lengi bjugguð þið á sjúkrahúsinu? — Meira en hálft ár, gæti ég trúað. Ég man að það rigndi daginn sem við fluttum þangað og 'við höfðum einmitt fengið dálítið af kartöflum svo það hlýt- ur að hafa verið um haust. Síð- an man ég að við sáum gegnum gluggann að það snjóaði mikið og þegar mamma dó, var snjór- inn í þann veginn að hverfa. Svo varð ég sjálf veik og lá í rúminu og það var ekki fyrr en engin voru orðin græn og blóm- in farin að springa út, sem ég var flutt aftur til fangabúða- bragganna. — Hvað gerðu þeir við mömmu þína á sjúkrahúsinu? — Það veit ég ekki. Og ég MYNDAMOT HF. MORGUNBLAÐSHÚSINU SÍMI 17152 vil ekki að þú spyrjir mig út úr um það. Nú er ég búin að koma þangað og lifa þetta allt upp aftur, og nú held ég að ég geti gleymt því. En einu smáatriði mun ég aldrei gleyma. — Ég ætla ekki að spyrja þig, sagði hann hljóðlega. Arfur Framhald af bls. 34. eftir hádegi á morgun. Seztu bara þar og fáðu þér kaffibolla. Ef þú færð ekki skilaboð frá mér á meðan þú situr þar, hefur allt farið út í veður og vind. Ef þú færð skilaboðin, þá verða þau ákvörðun um stefnumót. Þú skalt ekkert segja, aðeins fara eftir skilaboðunum.“ „Og hvað með túlkinn?" „Ef hún heldur sér saman, getur hún vel komið með þér.“ „Hvar á þetta stefnumót að verða?“ „Þér verður ekið þangað.“ „Einmitt ... Aðeins ein spurn- ing: Ég er ekki smeykari en gengur og gerist, en ég vildi samt gjarnan vita ofurlítið meira um vini þína, áður en ég ákveð að hitta þá. Þeir skyldu þó aldrei vera ELAS menn til dæmis?“ Arthur hló við. „Láttu spurningar eiga sig, þá verður ekki reynt að ljúga að þér! Þú þarft ekki að koma frekar en þú vilt.“ „Auðvitað ekki. En ég er ekki alger fábjáni! Þú segir að vinir þínir vilji ekki peninga fyrir upplýsingarnar. Allt í lagi — hvað er það þá, sem vakir fyrir þeim?“ „Ef til vill vakir aðeins fyrir 45 FALKINN

x

Fálkinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.