Fálkinn


Fálkinn - 23.05.1966, Page 49

Fálkinn - 23.05.1966, Page 49
# Arfur Framhald af bls. 46. komast fram hjá djúpri holu og stöðvaðist með rykk. Þessi skrykkjótti akstur hafði slöngvað George yfir til ung- >frú Kolin. Augnablik hélt hann að bíllinn hefði gefizt upp, en þegar þau höfðu losað sig úr flækjunni, sá hann bílstjórann standa við opnar dyrnar og benda þeim að koma út. „Hvað er um að vera?“ spurði George. Öldungurinn sagði eitt- hvað. „Hann segir, að við eigum að fara og ganga,“ tilkynnti ung- frú Kolin. „Hann fylgir okkur á ieið, en hann hefur skipun um að bíða hér. Það kemur einhver á móti okkur lengra í burtu.“ „Kjósið þér ekki heldur að biða hér, ungfrú Kolin?“ „Nei, ég er nú hrædd um ekki!“ Þau fóru út og lögðu af stað gangandi. Sá gamli gekk á undan þeim hokkurn spöl, útlistaði eitthvað og fylgdi skýringunni eftir með miklu, dramatísku handapati. Svo nam hann staðar og benti. Framundan þeim var djúp gjá, sem skar veginn í sundur. Á botni hennar mátti sjá leifar af steinbrúnni, sem legið hafði yfir árfarveginn. „Hann segir, að Þjóðverjarnir hafi sprengt hana í loft upp og að rigningarnar geri það verra með hverju ári.“ „Hefur hann hugsað sér, að við klifrum yfir þetta?“ „Já. Vegurinn heldur áfram hinum megin, og þangað verð- um við sótt. Hann snýr aftur til bílsins." „Hve langt frá hinum bakk- anum?“ „Það veit hann ekki.“ „Þetta með skóna hefði átt að vera mér nægileg aðvörun! Jæja —- fyrst við erum komin svona langt, er líklega eins gott að hölda áfram.“ „Eins og þér viljið." Árfarvegurinn var þurr, og þeim veittist ekki tiltakanlega erfitt að rata rétta leið milli klettanna. Gangan upp hinum megin var öllu verri viðureign- ar. Það var heitt í veðri og skyrta Georges var límd viðlík- ama hans, þegar hann hafði hjálpað ungfrú Kolin upp á veg- inn. Þau stóðu kyrr nokkra stund til þess að ná andanum. Gamli maðurinn veifaði til þeirra og þrammaði aftur til bílsins. Þau sneru sér við og byrjuðu að ganga. Að undanskildu tísti skordýr- anna og þeirra eigin fótataki, var ekkert hljóð að heyra á veginum. Einu sinni heyrðist daufur kliður í fjárbjöllu langt í burtu, það var allt og sumt. Þau höfðu gengið með jöfnum hraða í fáeinar mínútur, þegar ungfrú Kolin hvíslaði: „Það er einhver fyrir fram- an okkur.“ „Hvar? Ég sé engan.“ „Við runnana þarna. Hann kom út úr skugganum augna- blik og ég sá tunglið skína á andlit hans.“ George fann að það stríkkaði á kálfavöðvum hans, en þau héldu áfram. Hann starði án af- láts á runnana. Allt í einu sá hann hreyfingu í skugganum og maður kom til móts við þau. Þetta var Arthur, en í flestu ólíkur þeim manni, sem George hafði átt tal við í gistihúsinu. Hann var í reiðbuxum, khaki- skyrtu og með einkennishúfu. Hermannastígvél höfðu leyst tá- mjóu skóna af hólmi. Hann var með breitt byssubelti um mittið. „Gott kvöld, vinur,“ sagði hann, þegar þau voru kómin til hans. „Gott kvöld,“ sagði Geprge. „Ungfrú Kolin, þetta er Art- hur.“ „Það gleður mig að kynnast yður, ungfrú.“ Hljómurinn í orðunum var nógu lotningar- fullur, en George sá nærgöng- ul augu hans mæla hana út. Hún kinkaði kolli. „Gott kvöld.“ Fjandsemi henn- ar var greinileg. Arthur gerði totu á munninn, er hann heyrði hljóðið. „Ég vona að þér hafi ekki reynzt mjög erfitt að komast hingað, herra Carey?“ sagði hann. Málrómur hans minnti á gestgjafa, sem afsakar hinar lé- legu járnbrautarsamgöngur. „Ekkert að ráði. Bíður gamli maðurinn eftir okkur?“ „Oh, þú skalt ekkert vera að brjóta heilann um hann. Eigum við að fara?“ „Já, vitanlega. Hvert?“ „Það er ekki langt. Ég er með bíl. Við förum spölkorn eft- ir veginum." Hann gekk á undan. Þau fylgdu á eftir honum. Lengra í burtu óx tamarisk á bjargveggnum, og í tunglsljós- inu urðu skuggarnir af því af- skræmislegir á veginum. Litlu síðar þéttust skuggarnir ogArt- hur hægði á sér. Þarna varð smábreikkun á veginum og þar stóð lítill, yfirbyggður flutn- ingabíll. „Jæja, góðir hálsar, þá erum við komin. Hoppið bara inn að aftan.“ Hann lýsti þeim með vasaljósi. „Þér fyrst, ungfrú, en varlega nú. Við megum ekki eyðileggja nælonsokkana, er það? Sjáið þér lykkjuna þarna? Þér skuluð bara stinga fætin- um . . .“ Hann þagnaði þegar ungfrú Kolin sveiflaði sér létti- lega inn á pallinn. „Ég hef farið upp í brezkan hermannabíl fyrr en núna!“ sagði hún kuldalega. „Þér segið ekki satt, ungfrú? Já, en það er alveg fyrirtak, er það ekki? Meðal annarra orða,“ hélt hann áfram, þegar George klifraði upp á eftir henni. ,,ég neyðist til að draga segldúkinn fyrir. Það verður ef til vill dá- lítið heitt, en við þurfum ekki að aka langt." George stundi. „Er það 1 raun og veru nauð- synlegt?" „Já, ég er hræddur um það, góðurinn. Félögum mínum er ekki beint um að láta fólk vita hvar þeir eru. Þú skilur — það er aldrei hægt að fara of var- lega!“ „Ég vona sannarlega að þett i reynist ómaksins vert! Flýtum okkur nú af stað.“ George og ungfrú Kolin sett- ust á tvo kassa á vörubílnum á meðan Arthur batt segldúkinn fyrir. Þau heyrðu hann fara inn í stýrishúsið og setja bílinn 1 gang. Arthur ók greitt og flutninga- bíllinn skoppaði og vaggaði svo ótrúlegt virtist. Það var ógern- ingur að sitja, og þau stóðu kengbogin undir seglinu og ríg- héldu sér i járnstengurnar. And- rúmsloftið varð fljótlega meng- að af kolsýru frá útblásturspíp- unni og gerði þeim þungt um andardrátt. George fann að þau tóku nokkrar mjög snarpar beygjur og honum var ljóst að þau óku upp mikinn bratta, en hann varð brátt áttavilltur. Eft- ir tíu mínútna pyndingar var hann að því kominn að kalla til Arthurs að stöðva bílinn, þeg- ar hann nam skyndilega stað- ar. Skömmu síðar var segldúk- urinn leystur frá, ferskt loft streymdi inn og glottandi andlit Arthurs birtist í tunglsljósinu. „Þetta var víst nokkuð óslétt Þau klifruðu með erfiðismun- um niður af bílnum. Þau voru stödd á hlaði fyrir framan rúst- irnar af litlu húsi. „Það var ELAS, sem gerði þetta,“ sagði Arthur. „Hinir not- uðu þetta fyrir aðalbækistöð. Við förum þessa leið.“ Húsarústirnar lágu efst í skógiklæddri fjallshlíð. Þau ArshAtídik BRÚÐKAUPSVEIZLUK FERMINGARVEIZUUI? TJARIMARBLÐ SÍMl ODDEEI.I .OWIlUSINU SÍMI 19000 19100 SÍÐDEGISDRYKKJUR FUNDARHÖLD FÉLA GSSK EM MTANIR FALKINN

x

Fálkinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fálkinn
https://timarit.is/publication/351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.