Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 2

Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 2
2 3. október 2009 LAUGARDAGUR FÓLK Ríflega 77 prósent fólks með erlent ríkisfang á Íslandi teljast til tveggja áhættuminnstu lánshæf- isflokkanna, A eða B. Hjá íslensk- um ríkisborgurum er sambærilegt hlutfall 55 prósent. Þá eru erlend- ir ríkisborgarar í þessum flokki yngri að meðaltali en íslenskir, 36 ára á móti 55. Þá eru erlendir rík- isborgarar síður á vanskilaskrá. Það er fyrirtækið Creditinfo sem tekur þessar tölur saman. Rakel Sveinsdóttir forstjóri segir þetta skýrast af tvennu. Annars vegar séu erlendir ríkisborgarar minna skuldsettir en annar almenningur. Þá beri þessi hópur annað viðhorf til lántöku almennt, hafi annan bakgrunn þegar að lánum kemur. Lántaka þeirra byggi meira á eignastöðu lántakandans en hér hefur þekkst og meiri varkárni ríki í þessum efnum. Erlendir rík- isborgarar teljast því að mestu mjög skilvísir greiðendur. Rakel segir fólk erlendis víðast hvar mun betur upplýst um sína eigin greiðslugetu og stöðu gagn- vart lánveitandanum. Þar sé fólk upplýst um eigið lánshæfismat og þannig umhverfi verði að koma á hér á landi. „Hér á landi var horft til greiðslugetunnar þá stundina sem lánið var tekið. Þannig sáum við 18 ára ungmenni með bílalán og 500 þúsund króna yfirdrátt. Það sér maður ekki erlendis, því þar verð- urðu að hafa byggt upp viðskipta- sögu við bankann áður en þú færð lán og sú saga hefur áhrif á lána- kjörin. Þú getur verið með litla veltu en staðið í skilum og fengið betri lánakjör.“ Rakel segir ekki ólíklegt að erlendir ríkis- borgarar hafi þau viðhorf til lána sem þekk- ist erlendis og það skýri betri stöðu þeirra hér á landi. Það sé í raun mun heil- brigðara viðhorf til lántöku. Á Íslandi eru 20.312 með erlent ríkisfang, þar af 3.090 börn undir 18 ára aldri. Pólverjar eru lang- flestir hér, tæplega 4.000, þá Lit- háar, um 1.400, og loks Þjóðverjar, en þeir eru ríflega 1.000 hér. Stærstur hluti erlendra ríkis- borgara býr á höfuðborgarsvæð- inu, ríflega 15.000. Sem hlutfall af íbúum hvers landsvæðis eru hins vegar flestir erlendir ríkisborg- arar á Reykjanesi, 10,1 prósent af íbúafjöldanum. Á Vestfjörðum eru erlendir ríkisborgarar 9,7 prósent íbúafjöldans. Hlutfallslega fæstir eru þeir á Norðurlandi vestra, 3,6 prósent. kolbeinn@frettabladid.is Innflytjendur með hærra lánshæfismat Fólk með erlent ríkisfang er með betra lánshæfismat en íslenskir ríkisborgarar og eru líklegri til að standa í skilum. Hafa mun heilbrigðara viðhorf til lántöku, segir forstjóri Creditinfo. Hér eru ríflega 20 þúsund erlendir ríkisborgarar. FÓLK Erlendir ríkisborgarar standa betur í skilum af lánum sínum en íslenskir. Þá eru þeir með hærra lánshæfismat. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM RAKEL SVEINSDÓTTIR KAUPMANNAHÖFN, AP Barack Obama Bandaríkjaforseti brá sér til Kaupmannahafnar í gær ásamt eiginkonu sinni til að freista þess að sannfæra alþjóð- legu Ólympíunefndina um ágæti þess að halda Ólympíuleikana árið 2016 í Chicago. Síðar í gær kom svo úrskurður Ólympíunefndarinnar. Leikarnir verða ekki haldnir í Chicago, því Rio de Janeiro varð fyrir valinu. Ákvörðun nefndarinnar þykir mikill ósigur fyrir Obama, sem greinilega hafði lagt mikla áherslu á að Bandaríkin hrepptu hnossið. - gb Obama í Kaupmannahöfn: Hafði ekki er- indi sem erfiði Hjörtur, voru framkvæmdirnar algjör langloka? „Já, og þær voru miklu lengri en við áttum von á.“ Hjörtur Aðalsteinsson, eigandi Super Sub við Nýbýlaveg, hefur boðist til að greiða Kópavogsbæ langlokur í stað fasteigna- gjalda. Hann er ósáttur við það hversu langan tíma endurbætur á Nýbýlavegin- um tóku. UMHVERFISMÁL Svandís Svavars- dóttir umhverfisráðherra hvetur forsvarsmenn Samtaka atvinnu- lífsins (SA) til að sýna yfirvegun í viðbrögðum við úrskurði hennar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær telja SA ráðherra hafa fellt ólögmætan úrskurð þegar hann felldi úr gildi ákvörðun Skipulags- stofnunar um að ekki skyldi fara fram sameiginlegt mat á umhverf- isáhrifum á framkvæmdum tengd- um álveri í Helguvík. „Það þarf að skoða þessi mál ofan í kjölinn og það er mikilvægt að vinna þessa vinnu af yfirveg- un í hverju skrefi. Við megum ekki falla í þá freistni í skjóli kreppunn- ar að gefa afslátt af vinnubrögðum. Þarna eru stórir og ríkir hagsmun- ir til langs tíma,“ segir Svandís. SA kvartaði yfir því að hafa ekki fengið andmælarétt og farið hafi verið fram yfir tímafresti. Svandís segir það rétt varðandi tímafrest- ina, en engin dæmi séu um að það hafi fellt úrskurð úr gildi nema um nokkur ár sé að ræða. SA sé hins vegar ekki aðili að málinu og eigi því ekki andmælarétt. Svandís segir menn leggja mis- munandi skilning í stöðugleika- sáttmálann. Hún telji ljóst að hún eigi ekki að gefa afslátt af sinni stjórnsýslu. Vilhjálmur Egilsson hafi talað eins og Þjórsárvirkjan- ir séu forsenda sáttmálans. Enginn ráðherra í ríkisstjórn deili þeirri skoðun. - kóp Umhverfisráðherra segir Samtök atvinnulífsins verða að sýna yfirvegun: Gef ekki afslátt af stjórnsýslu UMHVERFISRÁÐHERRA Segir að ekki megi falla í þá freistni að gefa afslátt af vinnubrögðum í skjóli kreppunnar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI NEYÐ Björgunarmenn leituðu í gær að fólki sem hafði grafist undir þegar skriðurnar féllu. FRÉTTABLAÐIÐ/AP ÍTALÍA, AP Í það minnsta tuttugu létust í aurskriðum sem féllu í kjölfar mikilla aurskriðna í borg- inni Messina á Sikiley í gær. Flytja þurfti um það bil 40 manns á spítala, og um tuttugu er enn saknað. Hundruð þurftu að flýja heimili sín vegna hamfaranna. Björgunarmenn með hunda leituðu í gær í húsarústum í úthverfum Messina og nærliggj- andi þorpum. Björgunaraðgerð- ir gengu illa þar sem vegir höfðu víða farið í sundur. - bj Flóð og aurskriður á Sikiley: Í það minnsta tuttugu látnir KÖNNUN Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 47 pró- sent í nýjum þjóðarpúlsi Capacent Gallup. Fram- sóknarflokkurinn mælist nú með hæsta fylgi sem mælst hefur frá því í júlí 2003, að því er fram kom í kvöldfréttum RÚV. Litlar breytingar eru á fylgi stærstu flokkanna. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 29 prósenta fylgi, Samfylkingin með 26 prósent og 22 prósent segjast myndu kjósa Vinstri græn yrði gengið til kosninga nú. Alls sögðust 18 prósent þeirra sem þátt tóku í könnuninni styðja Framsóknarflokkinn. Fylgi Hreyfingarinnar mælist hins vegar um helmingur af fylgi Borgarahreyfingarinnar áður, tæplega þrjú prósent. Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra fékk bestu útkomuna þegar spurt var um ánægju með ráð- herra. Tæplega helmingur aðspurðra sagðist ánægður með hennar störf. Steingrímur J. Sigfús- son fjármálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir mennta- málaráðherra og Gylfi Magnússon efnahags- og við- skiptaráðherra mælast öll með rúmlega 40 prósent. Helmingi færri sögðust ánægðir með Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra nú en í könnun í febrúar, alls 30 prósent. Aðeins tólf til þrettán pró- sent sögðust ánægð með störf Jóns Bjarnasonar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Kristjáns L. Möller samgönguráðherra. - bj Fylgi Framsóknarflokks ekki mælst hærra í þjóðarpúlsi Gallup síðan í júlí 2003: Um 47% styðja ríkisstjórnina ÁNÆGJA Mest ánægja er með störf Rögnu Árnadóttur dómsmálaráðherra. Tæpur þriðjungur er ánægður með störf forsætisráðherra. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SAMGÖNGUR Nýr heilsársveg- ur um Arnkötludal var opnaður fyrir umferð í gær. Að vetrar- lagi mun vegurinn stytta leiðina milli Hólmavíkur og Reykjavíkur um 40 kílómetra og er nú bundið slitlag á allri leiðinni, sem er um 230 kílómetrar. Vegurinn stytt- ir að sama skapi leiðir að sunnan vestur í Ísafjarðardjúp. Vegurinn um Arnkötludal liggur úr Stein- grímsfirði að norðan í Króksfjörð að sunnan. Skafrenningur var um það leyti sem vegurinn var opnaður í gær. Víða var hálka norðanlands í gær og ófært eða þungfært um heið- arvegi. - gar Þjóðleið stytt um 40 km: Umferð hleypt á Arnkötludal VÍGSLA Í SÓLLANDI Duftker Ásbjörns Björnssonar jarðsett. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓLK Nýr duftgarður var vígður í Sóllandi við Fossvogskirkjugarð í gær með greftrun Ásbjörns Björnssonar, fyrrverandi for- stjóra Kikjugarðs Reykjavík- urprófastsdæma. Ásbjörn er nú vökumaður garðsins. Samkvæmt gamalli trú er vökumaður hvers kirkjugarðs sá sem þar er fyrst jarðsettur og verður eins konar gæslumaður garðsins. Það var Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, sem vígði garð- inn. Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son, forseti borgarstjórnar, var meðal þeirra sem viðstaddir voru athöfnina. Garðurinn tekur yfir 30 þúsund duftker og er ætlað að endast fram á næstu öld. - gar Nýi duftgarðurinn vígður: Vökumaðurinn lagður til hvílu FÆREYJAR Ósætti er í landstjórn Færeyja um fjárlög ársins. Jørgen Niclasen, formaður Fólk- aflokksins, sagði við færeyska ríkissjónvarpið að stjórnin gæti sprungið. Fólkaflokkurinn sakar Jóann- es Eidesgaard, formann Jafnað- arflokksins og fjármálaráðherra, um að hafa leitað eftir stuðningi stjórnarandstöðunnar við lögin, líklega til að þurfa ekki að semja við Fólkaflokkinn. Þessu neitar Jóannes. - kóþ Færeysk stjórnmál í uppnámi: Slitum hótað SPURNING DAGSINS
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.