Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 4
4 3. október 2009 LAUGARDAGUR SAMFÉLAGSMÁL Mikið hefur verið um tínslu ofskynjunarsveppa í höf- uðborginni upp á síðkastið. Svepp- irnir innihalda ofskynjunarefni sem er á bannlista, og því er í raun bannað með lögum að tína þá, eiga og neyta – hvað þá selja. Fréttablaðinu hafa borist ábend- ingar um að mjög mikið sé um það þessa dagana að svartklæddir menn með hulin andlit sitji löngum stund- um á hækjum sér á umferðareyj- um og í vegköntum og tíni sveppi í hundraðavís í poka. Þetta stundi fólk jafnvel um hábjartan dag. Neysla ofskynjunarsveppa sem spretta á haustin innan borgar- markanna hefur þekkst á Íslandi árum saman, að sögn Þórarins Tyrfingssonar, yfirlæknis á Vogi. Þetta sé árlegur viðburður og sér- staklega sé algengt að kannabis- neytendur sæki í skynáhrifin sem sveppirnir veita. Sveppirnir innihalda psilocybin eða psilocin, ólögleg ofskynjunar- efni, sem hafa sams konar áhrif og LSD. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er algjörlega sturlað eftir svona sveppaát og áttar sig hvorki á stað né stund,“ segir Þórarinn. Sveppirnir valdi ekki fíkn en þó sé algengt að ungt fólk sem kemur inn á Vog hafi prófað þá. Þórarinn segir ýmsar hættur geta fylgt neyslu þeirra. „Í fyrsta lagi eru til eitraðir sveppir sem geta valdið skemmdum á líffær- um og það getur verið erfitt að greina þá frá öðrum,“ segir hann. Alltaf deyi þónokkuð margir í Evr- ópu vegna sveppaeitrunar á ári hverju, þótt ekki séu dæmi þess hér á landi. Þá sé hægt að slasast undir áhrif- um eða gera eitthvað sem ekki verð- ur aftur tekið. Þriðja hættan sé sú að víman ýti undir undirliggjandi geðsjúkdóma. Sögusagnir hafa lengið verið uppi um að sveppir sem hafi dregið í sig mikla umferðarmengun veiti sterk- ari vímuáhrif en aðrir. Þetta segir Jakob Kristinsson, dósent í eitur- efnafræði við Háskóla Íslands, þó tæpast geta staðist. Karl Steinar Valsson, yfirmað- ur fíkniefnadeildar lögreglunn- ar, segir að mál tengd sveppum hafi lítið sem ekkert komið inn á borð deildarinnar, enda ekkert sem bendi til þess að um skipu- lögð eða stórfelld viðskipti með þá sé að ræða. „Þetta hefur ekki verið framarlega í forgangsröðinni hjá okkur,“ segir hann. Vel geti þó verið að skoða þurfi þennan kima fíkniefnaheimsins betur. Geir Jón Þórisson yfirlögreglu- þjónn segir þó að sveppir séu reglu- lega gerðir upptækir og lögreglan reyni eftir föngum að stöðva fólk við tínslu þeirra. stigur@frettabladid.is Tína ofskynjunarsveppi með hulin andlit á almannafæri Ofskynjunarsveppir sem vaxa í borginni innihalda eiturefni á bannlista og því er ólöglegt að tína þá og neyta þeirra. „Við höfum fengið til okkar fólk sem er alveg sturlað eftir svona sveppaát,“ segir yfirlæknir á Vogi. TÍNT UM MIÐJAN DAG Þessi maður hafði safnað dágóðu magni af sveppum í poka þegar ljósmyndari Fréttablaðsins átti leið hjá í vikunni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Það skal tekið fram vegna myndbirt- ingar með frétt blaðsins í gær um lögregluníðing sem rauf endurkomu- bann, að veitingastaðurinn Monte Carlo tengist manninum eða árás hans á tvo lögreglumenn, ekki með neinum hætti. ÁRÉTTING SLYS Einn maður slasaðist lítil- lega þegar björgunarskip Slysa- varnafélagsins Landsbjargar, Hannes Þ. Hafstein frá Suður- nesjum, fékk á sig brotsjó í fyrri- nótt. Harðbotna björgunarbát- ur slitnaði einnig frá skipinu og hefur ekki komið í leitirnar. Skipið var á leiðinni á lands- æfingu Landsbjargar á sjó, sem haldin verður fyrir utan Grund- arfjörð í dag. Fimm skipverjar voru um borð þegar brotið kom á skipið með þeim afleiðingum að skipstjóri björgunarskips- ins kastaðist til og rak höfuð í þil og þurfti að sauma nokkur spor. Hann tekur engu síður þátt í æfingunni í dag. - bs Björgunarskip í brotsjó: Skipstjóri slas- aðist lítillega HANNES Þ. HAFSTEIN Skipstjórinn rak höfuðið í þil þegar brotið kom á skipið. Auður Capital veitir fjárfestingaþjónustu með áherslu á gagnsæi og áhættumeðvitund. Við getum séð um séreignarsparnaðinn þinn Velkomin á opna kynningu til okkar mánudaginn 5. okt. kl. 17:15, Borgartúni 29, 3. hæð. Auður fyrir þig Eignastýring - Fjárfestingar - Fyrirtækjaráðgjöf - Séreignarsparnaður audur.is - 585 6500 FRAKKLAND, AP Atvinnuleysi fer vaxandi innan aðildarlanda Efna- hags- og framfarastofnunarinn- ar (OECD), samkvæmt samantekt stofnunarinnar á atvinnuleysi í júlí, sem birt var í gær. Atvinnuleysið var mest á Spáni, 17,6 prósent, en minnst í Hol- landi, 3,2 prósent. Á Íslandi var atvinnuleysið í júlí 8,0 prósent, en 7,7 prósent í ágúst. Atvinnuleysið var svipað í Þýskalandi, 7,7 pró- sent, og Bretlandi, 7,9 prósent. Á evrusvæðinu mældist atvinnuleysi að meðaltali 9,6 pró- sent. Í Kína sýna opinberar tölur 4,3 prósenta atvinnuleysi, en rétt tala er trúlega tvöfalt hærri. - bj Mælingar aðildarlanda OECD: Atvinnuleysi í heiminum vex VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur -12 26° 16° 21° 15° 13° 16° 18° 18° 14° 15° 28° 17° 22° 32° 6° 19° 26° 11° 1 Á MORGUN 3-8 m/s MÁNUDAGUR 5-10 m/s 5 5 6 6 6 8 10 11 6 10 10 3 0 1 1 3 1 4 6 5 -4 0 -1 1 41 44 1 BEST SYÐRA Þessa helgina eru ágætar veðurhorfur, sérstaklega sunn- an til. Eru horfur á norðlægum áttum, yfi rleitt hægum en þó núna fyrir hádegi verður strekkingur austast á landinu.Él verða á Vestfjörðum og norðanlands og austan en þurrt og bjart veður syðra. Víða verður næturfrost en að deginum verður hitinn á bilinu 0-6 stig, mildast sunnan og suðaustan til. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur FÓLK Aðdáendur EVE Online-fjölþátt- tökutölvuleiksins fylla Laugardals- höllina þessa dagana, en þar stendur nú yfir árleg ráðstefna aðdáenda leiks- ins. Rúmlega þúsund manns tóku í dag þátt í ýmsum viðburðum, segir Diljá Ámundadóttir, framleiðandi hjá CCP sem hannaði og selur tölvuleikinn. Lokahnykkurinn á þessari upp- skeruhátíð verður í kvöld, þegar fram- úrstefnulegt lokapartí verður haldið í Höllinni. Laugardalshöll allri hefur verið gjörbreytt að innan, og lítur nú út eins og geimstöð úr tölvuleiknum, segir Diljá. Alls komu á milli sjö og átta hundruð erlendir gestir á hátíðina, auk íslenskra aðdáenda leiksins. - bj Rúmlega þúsund manns taka þátt í ráðstefnu aðdáenda EVE Online-tölvuleiksins: Framúrstefnulegt lokapartí í kvöld LEIKIÐ Tölvuleikurinn gerist í sýndarveruleika í geimnum og þessir leikmenn því væntanlega mörg ljósár í burtu í huganum, þótt líkaminn sæti við tölvuskjá í Laugardalshöllinni. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Tekjur RÚV lækka um 10% Greiðslur ríkisins til RÚV munu lækka um 357 milljarða, eða 10 prósent, ef fjárlagafrumvarpið verður að lögum óbreytt. Áformað er að innheimta 3.575 milljónir króna í útvarpsgjald, en RÚV fær til sín 3.218 milljónir króna, segir í tilkynningu frá RÚV. ALÞINGI GENGIÐ 02.10.2009 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 234,4279 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 124,94 125,54 198,07 199,03 181,64 182,66 24,395 24,537 21,445 21,571 17,733 17,837 1,3971 1,4053 196,95 198,13 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR Sveppirnir sem um ræðir kallast trjónupeðlur. Trjónupeðlan er lítill hattsveppur, nokkrir senti- metrar að stærð, og vex víða í ágúst, september og allt fram í október. Algengt er að hún sjáist á umferðareyjum og öðrum grasbölum í þéttbýli. Til að ná fram vímuáhrifunum er hægt að neyta þeirra ferskra, þurrka þá fyrst eða sjóða úr þeim te. Einnig þekkist að þeir séu reyktir með kannabis- efnum. Að því er segir í samantekt Jóhannesar Berg- sveinssonar yfirlæknis eru skynvilluáhrif sveppanna svip- uð og áhrifin af LSD, en eru þó vægari og verka skemur. Áhrifin koma fram um 20 til 30 mínútum eftir neyslu, þeirra á meðal roði í andliti, vöðvaslökun, hraðari hjartsláttur, útvíkkun sjáaldra, munnþurrkur og ógleði. Skyntruflanir koma meðal annars fram í miklum afbökunum á rúm- og tímaskyni og geðslagsbreyt- ingum. Stórir skammtar geta framkallað ofsjónir og afbakanir á snerti- og sársaukaskyni. Afbakanirnar geta verið skemmtilegar og þægi- legar fyrir neytandann, en geta líka verið mjög ógn- vekjandi, valdið ofsahræðslu og jafnvel framkallað bráðasturlun. Andlit vina, ættingja og ókunnugra geta sýnst breyta um lit eða lögun, eða skyndilega elst ógnvænlega, að því er Jóhannes fullyrðir í sam- antektinni. Þetta geti gerst meðan á neyslu sveppanna stendur eða eftir á og staðið yfir lengi. Bráðavíman varir í um það bil sex klukkustundir og eftir hana kvarta neytendur oft um lasleika, mjög mikla þreytu og djúpt þunglyndi. AFBAKA RÚM- OG TÍMASKYN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.