Fréttablaðið - 03.10.2009, Blaðsíða 8
8 3. október 2009 LAUGARDAGUR
1. Hvað heitir forsætisráðherra
Finnlands?
2. Upp á hvað héldu Kínverjar
í vikunni með miklum bravúr?
3. Hver er þjálfari Fylkis í efstu
deild karla í knattspyrnu?
SVÖRIN ERU Á SÍÐU 74
INDÓNESÍA, AP Tveimur var bjargað
úr rústum húsa á Indónesíu í gær,
nærri tveimur sólarhringum eftir
að þær grófust undir. Önnur þeirra
var nægilega hress til að bjóða
fram fimm fingur í kveðjuskyni á
móti hönd björgunarmanns meðan
hún var borin burt.
Björgunarfólk vann í kappi við
tímann, en litlar vonir þykja til að
fleiri finnist á lífi úr því sem komið
er.
Óttast er að þrjú þúsund manns
eigi eftir að finnast látnir, en sá
fjöldi bætist þá við þau rúmlega
700 lík sem nú þegar hafa fundist
á vestanverðri eyjunni Súmötru.
Rotnunarlyktin var stæk þegar
tugir líka voru lagðir í röð á stétt-
ar borgarinnar Padang, þar sem
tjónið varð mest.
Erfitt hefur reynst að veita fólki
nauðsynlega læknishjálp og víða
hafa ekki einu sinni björgunar-
menn komist á staðinn.
Ástæða var þó til að fagna þegar
konurnar tvær fundust á lífi í rúst-
um skólabyggingar í Padang. Ratna
Kurnisari Virgo er 19 ára ensku-
nemi en hin er kennari í málaskól-
anum, Suci Revika Wulan Sari.
Sari hafði legið innan um lík
nemenda sinna í nærri tvo sólar-
hringa, en virtist ekki hafa orðið
mikið meint af.
„Hún var með meðvitund, en
fætur hennar og fingur voru bólgn-
ir vegna þess að hún var undir
þrýstingi,“ sagði skólastjóri henn-
ar, Teresia Lianawaty.
Jarðskjálfti, sem mældist 7,6
stig, varð á miðvikudag skammt
frá Padang, sem er 900 þúsund
manna borg á vestanverðri Súm-
ötru. Á fimmtudagsmorgun varð
síðan annar stór skjálfti, sem
mældist 6,7 stig.
gudsteinn@frettabladid.is
Bjargað úr rústum
eftir tvo sólarhringa
Óttast er að þrjú þúsund manns kunni enn að vera grafnir í rústunum eftir
jarðskjálftann á Indónesíu á miðvikudag. Ólíklegt er að neinn þeirra finnist á
lífi. Nú þegar hafa meira en 700 lík fundist. Björgunarfólk í kappi við tímann.
ÍRLAND, AP Írar gengu í gær að kjör-
borðinu til þess að greiða atkvæði
um Lissabon-sáttmála Evrópusam-
bandsins. Talning atkvæða hefst í
dag og úrslit verða ekki ljós fyrr en
seinni partinn, en allar líkur þóttu
á því að sáttmálinn yrði samþykkt-
ur.
Töluverð spenna var í landinu
vegna kosninganna, en kosninga-
þátttakan virtist þó ætla að verða
dræm.
Allt benti til þess að Írar hafi
samþykkt Lissabon-sáttmálann í
þessari umferð. Þar með tekur nýtt
skipulag við um áramótin með sér-
stökum utanríkisráðherra og for-
seta framkvæmdastjórnarinnar.
Hafi úrslitin hins vegar orðið
þau, að Írar hafi fellt sáttmál-
ann, þá er Evrópusambandið aftur
komið nánast á byrjunarreit. Lissa-
bon-sáttmálinn verður að engu og
varla vilji til að semja um nýjan í
bráð. Styðjast þarf við gamla sátt-
málann frá 1992 sem er óhentug-
ur nú þegar aðildarríkjunum hefur
fjölgað í 27.
Enn eiga þó bæði Pólverjar og
Tékkar eftir að staðfesta samn-
inginn, en til þess þarf aðeins und-
irritun forseta ríkjanna. Þeir eru
báðir andvígir sambandinu og Vac-
lav Klaus Tékklandsforseti mun
vafalaust reyna að draga í lengstu
lög að undirrita hann. - gb
Írar kusu öðru sinni um Lissabon-sáttmála Evrópusambandsins í gær:
Örlög sáttmálans eru ráðin
KOSIÐ Á ÍRLANDI Írar höfnuðu Lissabon-
samningnum á síðasta ári, en breyttur
sáttmáli var borinn undir þá í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
HEILBRIGÐISMÁL Ákveðið hefur
verið að einkasjúkrahús sem fyr-
irtækið PrimaCare hyggst reisa
hér á landi rísi við Tungumela
í Mosfellsbæ. Skrifað var undir
yfirlýsingu þess efnis í gær.
Spítalinn mun sérhæfa sig í
hnjá- og mjaðmaliðaaðgerðum
fyrir útlendinga, og verður hótel
tengt spítalanum. Áætlanir Prim-
aCare gera ráð fyrir því að fyrstu
sjúklingarnir komi á spítalann í
árslok 2011.
Reiknað er með að kostnaður
við uppbygginguna kosti 13 til
20 milljarða króna. Milli 600 og
1.000 störf munu skapast vegna
sjúkrahússins í bæjarfélaginu. - bj
Einkaspítali rís í Mosfellsbæ:
Starfsemi hefst
í árslok 2011
DÓMSMÁL Tveir gjaldþrota útrásarvík-
ingar, Björgólfur Guðmundsson og
Magnús Þorsteinsson, hafa verið krafð-
ir um hundruð þúsunda króna máls-
kostnaðartryggingu vegna meiðyrða-
máls þeirra á hendur fréttastofu
Stöðvar 2.
Björgólfur og Magnús stefndu
báðir Gunnar Erni Jónssyni,
fréttamanninum sem fullyrti í
fréttum Stöðvar 2 að þeir hefðu
staðið að miklum fjármagns-
flutningum úr landi dagana
eftir hrun.
Björgólfur stefndi einn-
ig Óskari Hrafni Þorvaldssyni
fréttastjóra fyrir umfjöllun hans
um fréttina á Bylgjunni. Báðir
kröfðust einnar milljónar króna í
bætur.
Í ljósi þess að bú Björgólfs og
Magnúsar hafa bæði verið tekin
til gjaldþrotaskipta fóru Óskar og
Gunnar fram á það við héraðsdóm
að þeim yrði gert að reiða fram
tryggingu fyrir því að
þeir gætu greitt máls-
kostnað, ef svo færi að
hann félli að lokum á þá
sjálfa. Á þá kröfu var
fallist. Magnús þarf að
reiða fram 700 þúsund
krónur og Björgólfur
1,4 milljónir, 700 þús-
und fyrir hvorn sem
hann stefnir. - sh
Lagerinn er úr þrotabúi brúðarkjólaleigu að mestu karlmanna-
föt, einnig nokkrir kjólar og sitthvað fl eira. Aðeins er tekið við
tilboðum í lagerinn í heild sinni. Öllum tilboðum verður svarað.
Skiptastjóri ákveður hverju eða hvort einhverju tilboðanna
verður tekið, aðstoðarmaður hans svarar fyrirspurnum í síma
892-0125 (Gunnar) eða með tölvupósti go@fgo.is
TIL SÖLU FATALAGER.
Skráning er í fullum gangi.
Upplýsingar á heimasíðu félagsins:
www.sidmennt.is og í símum
567 7752, 557 3734 eða 553 0877.
Skráning í sömu símum eða á eyðublaði
á heimasíðunni. Boðið verður upp á
helgarnámskeið, ætlað landsbyggðarfólki.
Það er dýrmætt fyrir unglinga að eiga val
BORGARALEG FERMING 2010
BELGÍA, AP Bjartsýni ríkir í við-
ræðum fulltrúa Evrópusam-
bandsins (ESB) við Króatíu, eftir
viðræður í gær. Vonast stjórnvöld
í Króatíu eftir því að viðræðum
geti lokið um mitt næsta ár.
Mestu munar um að hreyf-
ing virðist komin á viðræður við
Slóveníu vegna landamæradeilu
þjóðanna sem staðið hefur í átján
ár. Deilan hefur staðið í vegi
fyrir ESB-aðild Króatíu.
Carl Bildt, utanríkisráðherra
Svíþjóðar, leiðir viðræður ESB
við Króatíu. Hann varaði í gær
við of mikilli bjartsýni, þó að vel
hafi gengið í gær, og sagði ýmis
mál enn óútkljáð. - bj
Bjartsýni í viðræðum við ESB:
Viðræður taki
hálft ár í viðbót
Björgólfur Guðmundsson og Magnús Þorsteinsson eru gjaldþrota í málaferlum:
Gert að reiða fram tryggingu
MAGNÚS
ÞORSTEINSSON
BJÖRGÓLFUR
GUÐMUNDSSON
BJARGAÐ ÚR RÚSTUNUM Tveimur var bjargað úr rústum húsa á Indónesíu í gær. Hér sjást björgunarmenn koma stúlkunni Ratna
Kurnia Sari til bjargar en hún grófst undir byggingu í borginni Padang. NORDICPHOTOS/AFP
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur stað-
fest úrskurð héraðsdóms þess
efnis að karlmaður sem er í endur-
komubanni vegna árásar á tvo lög-
reglumenn skuli sæta gæsluvarð-
haldi til 14. október.
Maðurinn fannst fyrir tilviljun í
vikunni. Sjálfur kveðst hann hafa
dvalið hér síðan í apríl. Lögregla
hefði leyft sér að koma inn í land-
ið. Í rökstuðningi með kröfu um
gæsluvarðhald segir lögreglustjóri
höfuðborgarsvæðisins að hugs-
anleg mistök einstakra löggæslu-
manna við að heimila honum komu
hingað til lands breyta ekki stöð-
unni hvað varðar gæsluvarðhalds-
kröfuna.
Lögregluníðingur í gæslu:
Kvaðst hafa
leyfi lögreglu
VEISTU SVARIÐ?