Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 10
10 3. október 2009 LAUGARDAGUR HEILBRIGÐISMÁL „Ef þessi krafa um niðurskurð á rekstrarfjármagni spítalans gengur eftir mun hún gera það að verkum að segja þarf upp hundruðum starfsmanna og minnka þjónustuna.“ Þetta segir Björn Zöega, for- stjóri Landspítalans, um fjárlaga- frumvarp fyrir árið 2010. Þar er Landspítalanum gert að skera niður um samtals 3,2 milljarða á næsta ári, eða um níu prósent af því sem kostar að reka hann. Í ár var honum gert að spara 2,8 millj- arða króna, eða sem nemur 8,4 pró- sentum af rekstrarfjármagni „Ekki hefur verið útfært hjá okkur hvernig við minnkum þjón- ustuna,“ segir Björn. „Eins og fyrr verður reynt að skerða öryggi sjúklinga og bráðastarfsemina eins lítið og hægt er. En það munu allir finna fyrir þessu með einum eða öðrum hætti. Það er ekki hægt að gera þetta öðruvísi en með upp- sögnum úr öllum starfshópum spít- alans.“ Björn bendir á að ekki hafi þurft að segja upp nema örfáum starfs- mönnum á árinu með því að grípa til ráðstafana eins og að breyta vinnuskipulagi, lækka laun og breyta öllu sem hægt var að breyta án þess að það leiddi til uppsagna starfsfólks. Með því hafi náðst að stærstum hluta upp í sparnaðar- kröfu ársins. „Uppsagnir eru því næsta skref þegar ekki verður hagrætt leng- ur,“ segir Björn. Á Landspítala starfa um 5.000 starfsmenn. Ef níu prósenta sparnaðarkrafa næsta árs fælist í uppsögnum myndi það þýða uppsagnir 450 starfsmanna. „Ég vissi að það þyrfti að spara ákveðna tölu í heilbrigðiskerfinu,“ segir Björn enn fremur. „En ég hefði vonast til þess að það yrðu frekari vísbendingar um endur- skipulagningu þess í frumvarpinu og verkaskiptingu milli staða. Suð- vesturlandið er langstærsti hlutinn af þessu og ekki neitt í fjárlögum sem bendir til endurskipulagning- ar þar. Landspítalinn er öryggis- net landsmanna. Ef enginn annar getur eða er með opið þá er það Landspítalinn sem tekur við. Við verðum alltaf að hafa opið fyrir allar sérgreinar. Ég taldi satt að segja að það yrði tekið tillit til þess við gerð fjárlaga hvað Land- spítalinn er viðkvæmur fyrir ytri aðstæðum, svo sem veikri stöðu krónunnar, þar sem svo mikið er keypt af lyfjum og rekstrarvörum beint frá útlöndum.“ jss@frettabldid.is Hátt í fimm hundruð missa vinnuna á LSH Uppsagnir hundraða starfsmanna á Landspítalan- um og skerðing á þjónustu blasa við ef frumvarp til fjárlaga fyrir næsta ár nær fram að ganga. HÁ SPARNAÐARKRAFA Landspítalanum er gert að skera niður um samtals 3,2 millj- arða á næsta ári, um níu prósent af því sem kostar að reka hann á ársgrundvelli. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM APAR Í KÖLN Tenja er aðeins tveggja mánaða og hjúfrar sig þarna að móður sinni í dýragarði í borginni Köln í Þýskalandi. NORDICPHOTOS/AFP GRIKKLAND, AP Flest bendir nú til að stjórn Costas Karamanlis, for- sætisráðherra Grikklands og for- manns grískra sósíalista, falli í þingkosningum sem fara fram í landinu í dag. Karamanlis ákvað að boða til kosninga á miðju kjörtímabili til að freista þess að ná endurkjöri. Talið er líklegt að óánægja kjós- enda vegna hneykslismála sem upp hafa komið, sem og bágbor- ins efnahags landsins, leiði til þess að stjórnin missi meirihluta. Kannanir benda til þess að flokkur George Papandreou, fyrrverandi utanríkisráðherra, sigri í kosningunum. - bj Kosningar í Grikklandi í dag: Búist við að stjórnin falli ATVINNUMÁL Fjórar hópuppsagn- ir voru tilkynntar til Vinnumála- stofnunar í september. Alls misstu ríflega 110 manns vinnuna í þeim uppsögnum. Stærsta hópuppsögnin var hjá Árvakri, útgáfufélagi Morgun- blaðsins. Þar var 40 manns sagt upp störfum. Sú næststærsta var hjá Jarðbor- unum, þar sem 30 manns misstu vinnuna. Um tuttugu manns var sagt upp hjá fyrirtæki í byggingar- iðnaðinum. Þá var tólf af sextán starfsmönnum Sæferða, sem reka Breiðafjarðarferjuna Baldur, sagt upp. Samtals hefur um 1.370 manns verið sagt upp með hópuppsögn- um það sem af er þessu ári. Uppsagnirnar hafa að stærst- um hluta verið í mannvirkjagerð, eða um 42 prósent þeirra. Næstur kemur fjármálageirinn, en um 23 prósent hópuppsagna hafa verið hjá fjármálafyrirtækjum. - sh Ríflega 110 manns misstu vinnuna í september: Fjórar hópuppsagnir í síðasta mánuði LÖGREGLUMÁL Tveir karlmenn á þrítugsaldri voru handteknir á höfuðborgarsvæðinu í fyrrinótt. Lögregla taldi fullvíst að þeir hefðu sitthvað misjafnt á sam- viskunni, meðal annars tvö inn- brot í Kópavogi. Þá var karlmaður á fertugs- aldri sömuleiðis handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á innbroti í vesturbæ Reykjavíkur en þýfi fannst í bíl mannsins. Þremenningarnir hafa allir komið við sögu hjá lögreglu áður. - jss Lögreglan í höfuðborginni: Handtók þrjá meinta þjófa í höfuðborginni EFNAHAGSMÁL Össur Skarphéðins- son utanríkisráðherra varaði í gær bresk og hollensk stjórnvöld við því að með því að samþykkja ekki fyrirvara Alþingis við Ice - save geti þau verið að ýta Íslandi út í stjórnarkreppu. Össur ræddi Icesave-málið í viðtali við BBC í gær. Hann ítrek- aði að fyrirvarar Alþingis geri ráð fyrir því að skuldin verði greidd til baka. Össur sagði megna óánægju með það á Íslandi að viðsemj- endur taki ekki í mál að taka upp viðræður að nýju komist dómstól- ar að því að Íslandi beri ekki að greiða umsamdar upphæðir. Ögmundur Jónasson, fyrrver- andi heilbrigðisráðherra, var ómyrkur í máli við BBC í gær. Hann sagði Íslendinga afar ósátta með að bresk og hollensk stjórn- völd leyfi ekki íslenskum stjórn- völdum að fara með málið fyrir evrópska dómstóla. Ögmundur sagði bresk og hol- lensk stjórnvöld hafa kallað Alþjóðagjaldeyrissjóðinn til að aðstoða sig við að ná fram sínum kröfum, og einnig beitt Evr- ópusambandinu fyrir sig gegn Íslandi. Spurður af fréttamanni BBC hvort hann sé að saka bresk og hollensk stjórnvöld um fjárkúg- un játti Ögmundur því. Þau séu grímulaust að nota AGS til að neyða Ísland til að samþykkja skilyrðislaust kröfurnar vegna Icesave. - bj Ögmundur Jónasson segir bresk og hollensk stjórnvöld beita Ísland fjárkúgun: Össur varar við stjórnarkreppu ÖSSUR SKARP- HÉÐINSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.