Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 16
16 3. október 2009 LAUGARDAGUR
Verðmæti úthlutaðra lóða
sem skilað hefur verið til
Kópavogsbæjar í ár og í
fyrra er 15 milljarðar króna.
Mikill niðurskurður er fram
undan hjá bænum eins og
í öðrum sveitarfélögum en
nýr bæjarstjóri, Gunnsteinn
Sigurðsson, segir að bærinn
muni njóta góðs af því að
tilbúið gatnakerfi, grunn-
skólar og íþróttaaðstaða
séu til staðar fyrir nýja
íbúa. Hann er ekki búinn að
ákveða hvort hann ætlar að
skella sér í prófkjörsslag við
Gunnar I. Birgisson sem vill
snúa aftur sem leiðtogi sjálf-
stæðismanna í bænum.
Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar-
stjóri í Kópavogi, segir að búið sé
að skera alla fitu af í rekstri sveit-
arfélagsins; frekari niðurskurður
muni bitna á þjónustu. Kópavog-
ur og önnur sveitarfélög þurfa að
skera mikið niður í rekstri sínum
á næsta ári.
„Svigrúmið er ekki mikið. Við
höfum farið ofan í flesta liði og
tálgað burt það sem hægt var. Það
verður ekki hægt að ganga lengra
í niðurskurði án þess að það bitni á
þjónustu,“ segir Gunnsteinn. Hann
er ekki tilbúinn að nefna tölur um
samdrátt næsta árs en gefur til
kynna að það sé á svipuðu bili og
í öðrum sveitarfélögum, þar sem
gjarnan er rætt um 5,6-7 prósenta
niðurskurð rekstrargjalda.
Niðurskurður bitnar á þjónustu
Gunnsteinn segir að sveitarstjórn-
armenn beri mikið saman bækur
sínar og séu sammála um að þörf sé
á því að að stjórnvöld taki „stórar
ákvarðanir“. Þegar spurt er hvort
hann sé að kalla eftir lagabreyt-
ingum svo að hægt verði að skera
niður þá þjónustu sem nú er lög-
bundin varðandi til dæmis rekst-
ur grunnskóla og leikskóla svarar
hann hvorki játandi né neitandi.
Rekstur grunnskólanna er lang-
stærsta verkefni sveitarfélags-
ins og Gunnsteinn, sem er sjálfur
skólamaður og var skólastjóri áður
en hann varð bæjarstjóri, segir erf-
itt að skera meira niður í skólunum
án þess að það bitni á þjónustu.
Sundlaugar og söfn
Eins segir hann óhjákvæmilegt að
„tekið verði til“ í þjónustuþáttum
sem ekki eru lögbundnir, til dæmis
rekstri sundlauga og safna. End-
urskoðun á afgreiðslutíma þeirra
stofnana er til skoðunar. Sveitarfé-
lögin styrkja rekstur tónlistarskóla
og myndlistarskóla, íþróttafélaga,
auk þess að niðurgreiða æfinga-
gjöld barna. Styrkir til tónlistar-
skóla eru að einhverju leyti lög-
bundnir en að öðru leyti er þessi
þjónusta umfram skyldu sveitarfé-
laganna. Þess vegna má búast við
að horft verði til þeirra þegar verið
er að skera niður kostnað. „Önnur
leið er að hækka gjaldskrár,“ segir
Gunnsteinn, „en menn forðast það
í lengstu lög.“
Gunnsteinn segir að niðurskurð-
ur muni þó ekki bitna á félagsþjón-
ustu sveitarfélagsins, þvert á móti
verði framlög til hennar aukin. Í
kreppunni hafa mun fleiri leitað til
sveitarfélagsins um aðstoð. Bærinn
hefur rýmkað reglur um húsaleigu-
bætur og aukið framlög í samræmi
við það að leigjendum hefur fjölgað
meðal íbúa bæjarins. Einnig hafa
mun fleiri fengið framfærsluaðstoð
en áður.
Fjárhagsáætlanir gerðu ráð fyrir
90 milljóna króna framlagi í félags-
aðstoð af ýmsu tagi á þessu ári en
kostnaðurinn er þegar orðinn 180
milljónir og bætt verður í fjárheim-
ildirnar við endurskoðun rekstrar-
áætlunar og aftur á næsta ári.
Lóðum fyrir 15 milljarða skilað
Kópavogsbær hefur byggst hratt
upp undanfarin ár og fjölgun-
in hefur haldið áfram eftir hrun.
Íbúar eru 600 fleiri í ágúst í ár en í
ágúst í fyrra. Við hrunið stöðvaðist
engu að síður sú uppbygging sem
verið hefur í bænum undanfarin
ár. Gunnsteinn upplýsir að alls hafi
459 úthlutuðum lóðum verið skilað
inn til bæjarins í ár og í fyrra. 67 af
þessum lóðum hefur verið endurút-
hlutað, þar af þremur atvinnulóð-
um. Verðmæti skilaðra lóða nemur
um 15 milljörðum króna. Endur-
greiðsla bæjarsjóðs er þó lægri tala
og nemur þeirri greiðslu sem kaup-
endur höfðu greitt inn á lóðir sínar.
Þær tölur liggja ekki fyrir.
Gunnsteinn segir að lóðaskil-
in hafi verið bænum erfið. „En á
móti kemur að við erum búnir að
byggja upp gríðarlega mikla þjón-
ustu í þessum hverfum. Hverfin eru
fullbúin og tilbúin að taka við fleiri
íbúum.“ Uppbygging gatnakerfis og
innviða sé nánast lokið. Fólk muni
sækjast í hverfi þar sem fyrir eru
fullgerðar götur og fullgerðir skól-
ar. Hörðuvallaskóli verði fullbúinn
öðru hvorum megin við áramót og
vinna við Vatnsendaskóla sé nú á
síðustu metrunum. Þessir skólar
geti tekið við töluvert fleiri nem-
endum á næstu árum. „Til viðbót-
ar erum við með fullgerða íþrótta-
aðstöðu, knatthús í Vallakór. Stórt
íþróttahús sem verður tekið í notk-
un von bráðar. Við erum með tvo
grasvelli og sandgrasvöll tilbúinn
á þessu svæði: Ég held að öll þessi
aðstaða verði til þess að fólk muni
leita inn á þessi svæði. Uppbygg-
ingin þýðir líka að það hefur í för
með sér að því fylgir bara ávinn-
ingur fyrir okkur að fá fólk inn á
svæðið.“ Hann segir að þessi stað-
reynd, að innviðir fyrir framtíðar-
uppbyggingu eru fyrir hendi, geri
líka að verkum að bærinn sé bjart-
sýnn á að honum takist vel að sækja
sér nýtt lánsfé út á markaðinn en
bærinn er með skuldabréfaútboð í
undirbúningi fyrir þetta ár og hið
næsta.
Hrunið hefur leitt til þess að
mál sem voru í mikilli umræðu
meðal almennings hafa legið í lág-
inni undanfarna mánuði. Það á til
dæmis við um skipulagsmál í Kárs-
nesi. Áform bæjarins um byggð á
miklum landfyllingum mættu mik-
illi andstöðu íbúa. Gunnsteinn segir
að fyrirsjáanlegt sé að ekki verði
farið í framkvæmdir þarna á næstu
árum enda sé nóg til af fullskipu-
lögðum hverfum í bænum. Skipu-
lagshugmyndirnar eru hins vegar
enn til meðferðar og verða teknar
fyrir á fundi með Íbúasamtökum
Kársness á næstu vikum.
Álitshnekkir fyrir bæjarfélagið
Gengið verður til sveitarstjórnar-
kosninga næsta vor en Gunnsteinn
segir að þetta verði óvenjulegur
kosningavetur, meirihluti og minni-
hluti standa saman að gerð fjár-
hagsáætlunar, allar framkvæmdir
eru í lágmarki og aðhald og sparn-
aður í fyrirrúmi í rekstrinum. End-
urskoðuð fjárhagsáætlun þessa árs
verður rædd á næsta bæjarstjórn-
arfundi og hún verður síðan lögð til
grundvallar við gerð fjárhagsáætl-
unar næsta árs. Frá því að banka-
hrunið varð hafa meirihluti og
minnihluti bæjarstjórnarinnar átt
samstarf um fjármálastjórn bæjar-
ins; stóðu saman að gerð fjárhags-
áætlunar, vinna saman að endur-
skoðuninni og ætla að halda áfram
samstarfi við gerð fjárhagsáætl-
unar næsta árs. Gunnsteinn segir
að samstarfið hafi gengið vel hing-
að til og á ekki von á öðru en að
samstaða náist um fjárhagsáætlun
næsta árs.
Gunnsteinn hefur verið þrjá mán-
uði í stól bæjarstjóra. Hann tók við
þegar Gunnar I. Birgisson dró sig
í hlé sem bæjarstjóri og fór í leyfi
frá starfi bæjarfulltrúa.
Eins og kunnugt er hafði Gunn-
ar Birgisson verið harðlega gagn-
rýndur vegna viðskipta bæjarins
við fyrirtæki í eigu dóttur hans
en það sem olli því að hann vék
úr bæjarstjórastóli var rannsókn
Fjármálaeftirlitsins á Lífeyrissjóði
Kópavogs. Í vikunni boðaði Gunnar
endurkomu sína í bæjarpólitíkina
í viðtali við Pressuna. Hann ætlar
að sækjast eftir 1. sæti í prófkjöri
fyrir sveitarstjórnarkosningarn-
ar næsta vor. Ætlar Gunnsteinn að
keppa við Gunnar um oddvitasætið?
„Ég hef ekki tekið neina ákvörðun
um það, mér finnst það ekki tíma-
bært. Ég tók að mér þetta verkefni
og ætla að klára það. Ég geri ráð
fyrir að prófkjörið verði í febrúar
og fyrir þann tíma þarf ég að gera
upp við mig hvað ég geri.“
Kemur þér á óvart að Gunnar
ætli að snúa aftur?
„Nei, Gunnar verður að ákveða
það en tímasetningin er óvænt.
Hann vék úr sæti og tók sér leyfi
frá starfi bæjarfulltrúa meðan
rannsókn færi fram á störfum
stjórnar Lífeyrissjóðs Kópavogs-
bæjar. Sú rannsókn er enn í gangi
en það er nauðsynlegt að henni ljúki
sem fyrst. Fjármálaeftirlitið greip
til mjög þungbærra aðgerða og öll
þessi umræða hefur ekki verið góð
fyrir bæjarfélagið.“
Gunnsteinn segir að leiði rann-
sóknin ekki til frekari aðgerða af
hálfu FME hljóti bærinn að íhuga
að krefjast bóta vegna þess skaða
og álitshnekkis sem málið hefur
valdið.
„Það hefur verið óþægilegt að
Gunnar hafi þurft að fara frá við
þessar aðstæður; umræðan hefur
verið erfið fyrir alla aðila, bæði
fyrir bæjarfélagið sjálft, en ekki
síst Gunnar. Hann er ósáttur en
ég kem inn í starfið við þessar
aðstæður og þarf fyrst og fremst
að fá menn til að vinna saman. Það
hefur gengið ágætlega og ég hef
ekki undan neinu að kvarta.“
Ákvörðun um prófkjörsslag bíður síns tíma
FRÉTTAVIÐTAL: GUNNSTEINN SIGURÐSSON, BÆJARSTJÓRI Í KÓPAVOGI
GUNNSTEINN SIGURÐSSON Hann var skólastjóri í Kópavogi, en tók við embætti þegar Gunnar I. Birgisson vék sæti í kjölfar
hneykslismála. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
FRÉTTAVIÐTAL
PÉTUR GUNNARSSON
peturg@frettabladid.is