Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 20

Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 20
20 3. október 2009 LAUGARDAGUR UMRÆÐAN Björg Thorarensen skrifar um niðurskurð hjá háskólum Eftir kröftuga uppbygg-ingu og útþenslu í íslensku háskólaumhverfi á tímum góðæris þurfa háskólar eins og aðrar stofnanir samfélagins að grípa til umtalsverðs niðurskurðar í rekstri. Fjárframlög til háskóla lækka um 8,5% frá síðasta ári. Þetta þýðir að þrátt fyrir 20% fjölgun nemenda í Háskóla Íslands á þessu skóla- ári fær hann 200 milljónum króna lægri fjárveitingu árið 2010. Horf- ur eru á áframhaldandi niðurskurði framlaga til háskóla, um meira en tvo milljarða króna næstu þrjú ár. Þessar aðstæður kalla á endur- skipulag háskólastigsins og nýja for- gangsröðun til þess að hægt verði að halda uppi gæðum háskólanáms í landinu fyrir mun fleiri nemendur með talsvert lægri fjárhæð en áður var til ráðstöfunar. Tvö markmið Fyrsta athugunarefnið er að sjö háskólar starfa í 330 þúsund manna samfélagi, þar af fjórir sem halda úti sömu námsleiðum í lögfræði og viðskiptafræði í grunnnámi og meistaranámi og tveir í tölvunar- fræði, verkfræði og nú síðast sál- fræði frá haustinu 2009. Á síðastliðnu ári hafa hvorki meira né minna en þrjár nefndir verið stofnaðar um aðgerðir í mál- efnum háskóla í ljósi breyttra efna- hagsaðstæðna. Tvær fyrri skiluðu tillögum vorið 2009 en þeirri þriðju, sérstökum rýnihópi með fulltrúum allra háskólanna, var falið að taka afstöðu til tillagna hinna tveggja og hún skilaði niðurstöðum sínum í ágúst. Meginniðurstaða hópsins var að auka þyrfti samstarf háskólanna. Engar útfærðar tillögur eða tölu- legar forsendur hafa þó komið fram um hvernig raunverulegur sparnað- ur, sem þarf að nema hátt á annan milljarð króna, eigi að nást fram með auknu samstarfi eða verka- skiptingu á milli háskóla með ger- ólíkum rekstrarformum. Kjarni málsins er sá að við niður- skurð og hagræðingu í opinberum útgjöldum til háskólastigsins verður að hafa tvö markmið að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að taka mið af því hvar lögbundnar skyldur ríkisins liggja gagnvart háskólamenntun í land- inu. Í öðru lagi að ná fram mestri hagræðingu, þannig að kostnaður á hvern nemanda verði sem minnstur, án þess að gæðum háskólanáms og rannsókna sé stefnt í hættu. Háskóli Íslands í forgang Hvað fyrra atriðið varðar blasir við að í efnahagsþrengingum þeim sem nú standa yfir bera stjórnvöld sér- stakar skyldur gagnvart Háskóla Íslands. Þeim ber því við úthlutun opinberra fjármuna að for- gangsraða á þann veg að hlúð sé að þessum undir- stöðuþætti fram yfir aðra. Um margra ára skeið hafa einkareknir skólar á háskólastigi í raun verið ríkisreknir að stærstum hluta og hafa fengið greidd jafnhá kennsluframlög á hvern nemanda og nem- endur HÍ. Þó hefur HÍ ekki fengið öll nemendaígildi bætt að fullu undanfarin ár og enn eykst það misræmi eftir 20% fjölgun nemenda. Auk fullra kennslufram- laga frá ríkinu hefur einkaskólum verið heimilt að innheimta skóla- gjöld sem eru allt að þriðjungs við- bót við tekjur þeirra. Til viðbótar þessu veitir ríkið einnig námslán fyrir skólagjöldum þeirra. Á sama tíma hefur deildum HÍ sem eru í samkeppni við einkaskól- ana verið neitað um heimild til töku skólagjalda. Samkeppni er af hinu góða, en aðeins ef hún fer fram á jafnréttisgrundvelli. Það skilyrði hefur aldrei verið uppfyllt hér á landi. Sérstætt er að jafnræðissjón- armiðin verði skyndilega virk á nið- urskurðartímum þannig að niður- skurður þurfi að koma jafnt niður á öllum háskólum. Enn fremur dylst engum sú ankannalega aðstaða að haldið er uppi kennslu í lögfræði, viðskiptafræði, verkfræði og sál- fræði bæði í ríkisháskólanum HÍ og einkaskólanum HR, sem rekinn er fyrir ríkisframlög, þar sem báðir skólarnir standa á sama blettinum í miðborg Reykjavíkur. Yfirburðir HÍ Um seinna atriðið, þ.e. hvar hægt er að ná mestri hagræðingu án þess að draga úr gæðum, ber einnig allt að sama brunni. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um kostnað, skilvirkni og gæði háskóla- kennslu frá árinu 2007 voru birtar niðurstöður úttektar á kennslu í viðskiptafræði, lögfræði og tölv- unarfræði á tímabilinu 2003-2005 hjá Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Háskólanum á Bif- röst. Úttektin leiddi afdráttarlaust í ljós yfirburði HÍ í öllum greinum sem teknar voru til skoðunar. Laga- deild HÍ kom best út í öllum sam- anburðaratriðum, kostnaður hennar reyndist lægstur, akademísk staða sterkust og skilvirkni mest. Starfs- mannakostnaður á hvern fullskráð- an laganema var langlægstur þar, um þrefalt lægri en hjá HB og tvö- falt lægri en hjá HR. Þá var með- alkostnaður á hvert akademískt stöðugildi lægstur hjá HÍ en hæst- ur hjá HB og munaði þar 33%. Eftir þetta hefur nemendum áfram fjölgað hlutfallslega lang- mest við lagadeild HÍ og því hefur kostnaður enn lækkað, án þess að slegið hafi verið af þeim kröfum sem gerðar eru til metnaðarfulls laganáms. Hugmyndir um að sam- vinna milli skóla, þar sem alger lág- markstilkostnaður er í öðrum skól- anum en tvöfalt eða þrefalt meiri kostnaður í hinum, skili verulegri hagræðingu ganga engan veginn upp í ljósi þessara staðreynda. Tveir kostir Tveir kostir eru í stöðunni. Sá fyrri er að stjórnvöld taki sig til og for- gangsraði í fjárveitingum og komi samkeppni á milli háskóla á jafn- réttisgrundvöll. Það þýðir að fram- lög til einkarekinna skóla lækka í samræmi við þau skólagjöld sem þar eru innheimt. Þeir verða því að lækka rekstrarkostnað á hvern nemanda. Mismunurinn verði nýtt- ur til að milda áhrif niðurskurðar á starfsemi Háskóla Íslands í þessari þröngu stöðu. Hinn kosturinn er að Háskóli Íslands taki yfir þær deildir þar sem sömu námsleiðum er hald- ið uppi að nokkru eða öllu leyti og þau ríkisframlög sem þangað renna nú, enda mest hagræðing fólgin í að kennsla fari fram þar. Augljóslega gengur þó ekki til lengdar að yfir 500 manns hefji laganám árlega, án þess að kennurum verði fjölg- að verulega. Lagadeild Háskóla Íslands vinnur nú að tillögum um hvernig megi stýra inntöku nem- enda í deildina þannig að skynsam- legt jafnvægi náist á þessu sviði og dregið verði úr brottfalli stúdenta. Mikilvægast er að halda áfram uppi gæðum námsins og það hefur laga- deild, eins og aðrar deildir háskól- ans, haft að leiðarljósi. Samkeppni á röngum forsendum Árum saman hefur Háskóli Íslands verið sú stofnun samfé- lagsins sem nýtur mests trausts í almennings í landinu, en það hefur mælst um og yfir 85%. Það hefur sannarlega verið staðfest á und- anliðnu ári þar sem sérfræðingar Háskólans hafa gegnt veigamiklu hlutverki til að aðstoða stjórnvöld við úrlausn erfiðra vandamála eftir bankarhrunið og þá upp- byggingu sem nú stendur yfir. Nú þegar kreppir að er grund- vallaratriði að stjórnvöld tryggi áfram sjálfstæði skólans og gæði í kennslu og rannsóknum og við- haldi þannig því trausti sem hann nýtur. Skólinn hefur sett sér metnaðarfulla stefnu undir stjórn núverandi rektors, Krist- ínar Ingólfsdóttur, um að Háskóli Íslandi verði öflugur rannsókna- háskóli á raunverulegum sam- keppnisgrundvelli við alþjóðlega háskóla. Það er óraunhæft að ríkið haldi uppi fleiri skólum af því tagi og allra síst á tímum kreppu. Með aðgerðum sem miðast við að halda áfram uppi samkeppni á röngum forsendum er þeirri ein- stöku stöðu sem Háskólinn hefur áunnið sér stefnt í hættu. Íslenskt samfélag hefur ekki efni á því, ofan á allt annað sem miður hefur farið á tímum efnahagsþrenginga, að missa þá kjölfestu samfélags- ins sem Háskóli Íslands er. Höfundur er prófessor og forseti lagadeildar Háskóla Íslands. Hagræðing á háskólastigi BJÖRG THORARENSEN UMRÆÐAN Svandís Svavarsdóttir skrifar um umhverf- ismál Viðbrögð stjórnmála-manna, sér í lagi sjálf- stæðismanna, við úrskurði mínum um Suðvesturlínu endurspeglar því miður þá umræðu sem oftar en ekki verður um umhverfismál hér á landi. Ég taldi þá umræðu til- heyra tímanum fyrir það samfélags- hrun sem varð fyrir ári. Það hrun má að mörgu leyti rekja til þess að sérhagsmunir voru teknir fram fyrir almannahagsmuni og stjórn- völd gáfu sér ekki nægilegan tíma til að meta áhrif þeirra ákvarðana sem teknar voru. Það gleymdist að horfa til framtíðar. Ummæli sem fallið hafa um þetta mál dæma sig sjálf og endurspegla aðeins rökleysi þeirra sem grípa til orða eins og skemmdaverk og hryðjuverkaárás. Í úrskurði mínum komst ég að þeirri niðurstöðu að nokkur atriði tengd þessu máli væru alls ekki nægilega vel upplýst til að hægt væri að taka endanlega ákvörð- un um það hvort Suðvesturlína ætti að fara í sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum. Vegna þessara annmarka ákvað ég að fela Skipu- lagsstofnun að skoða málið betur. Það er skylda mín sem ráðherra að sjá til þess að mál séu nægilega vel upplýst áður en ég kemst að endan- legri niðurstöðu í svona mikilvægu máli. Stöðugleikasáttmálinn Í umræðu í fjölmiðlum hefur verið vísað til þess að ákvörðun mín fari gegn stöðugleikasáttmálanum og að miklar tafir verði á framkvæmdum tengdum álverinu í Helguvík. Ég er þess fullviss að engin þeirra sem kom að gerð stöðugleikasáttmál- ans hafi haft það í huga að afslátt- ur yrði gefinn á lögum um mat á umhverfisáhrifum til að flýta fyrir framkvæmdum. Markmið laganna er að tryggja að umhverfisáhrif framkvæmda hafi verið metin áður en leyfi er veitt fyrir þeim, draga eins og kostur er úr neikvæðum umhverfisáhrifum þeirra og stuðla að samvinnu þeirra aðila sem hafa hagsmuna að gæta eða láta sig málið varða. Síð- ast en ekki síst er markmið laganna að kynna umhverf- isáhrif framkvæmda fyrir almenningi og stuðla að því að almenningur komi að athugasemdum og upp- lýsingum áður en ákvarð- anir eru teknar. Með því að óska eftir nánari upplýsing- um frá Skipulagsstofnun tel ég mig hafa verið að gæta þess að allar upplýsingar liggi fyrir svo að ég og allir hagsmunaaðilar, almenningur þar á meðal, geti gert sér grein fyrir umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar. Óvissuþættir Þá hefur verið látið að því liggja að með úrskurði mínum sé ég að tefja framkvæmd verkefnisins og þar með að koma í veg fyrir uppbygg- ingu atvinnulífs á Suðurnesjum. Þetta er beinlínis rangt. Óvissuþættir varðandi fram- kvæmdina í Helguvík eru fjölmarg- ir, svo sem orkuöflun og fjármögn- un. Orka er að mestu tryggð fyrir 180.000 tonna álver en hins vegar er gert ráð fyrir að álverið verði 360.000 tonn í fullri stærð. Fátt er fast í hendi varðandi orkuöflun álversins í fullri stærð. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Ekki þarf að fara mörgum orðum um stöðu orkufyrirtækja og möguleika þeirra til að fá fjármagn til framkvæmda. Það var því ekki úrskurður minn sem setti þetta mál í uppnám, held- ur er mörgum öðrum spurningum ósvarað um framkvæmdina. Þau gildi sem núverandi ríkis- stjórn hefur að leiðarljósi í störf- um sínum eru m.a. aukið lýðræði, opnari stjórnsýsla, aukið gagnsæi og sjálfbær þróun. Í þessu felst að allar ákvarðanir stjórnvalda verða að hafa hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi, líka þeirra sem erfa munu landið. Ég legg því til að við sem tökum ákvarðanir sem hafa áhrif á komandi kynslóðir ræðum um umhverfismál eins og fullorð- ið fólk án þess að fara í þann skot- grafahernað sem allt of lengi hefur einkennt málaflokkinn. Höfundur er umhverfisráðherra. Hefjum upp umræðuna UMRÆÐAN Höskuldur Þórhallsson skrifar um efnahags- mál Í umræðunni um Alþjóða gjaldeyrissjóðinn (AGS) og Icesave-ríkisábyrgðina hefur það vakið athygli að lán frá Norðmönnum sé tengt láni frá AGS og þar með lausn á Icesave-deilunni. Þessi afstaða Noregs hefur komið mörg- um spánskt fyrir sjónir þar sem ætla mætti að frændur okkar væru líklegastir til að koma Íslendingum til hjálpar í kreppunni. Eftir heimsókn mína til Noregs flutti ég þær fréttir að afstaða þar- lendra þingmanna væri að mörgu leyti á misskilningi byggð. Í umræð- unni í Noregi væri því haldið fram að þar sem engin formleg beiðni um lánveitingu hefði borist frá Íslandi væri ekki inni í myndinni að lána Íslendingum óháð lánum frá AGS. Einnig sagði ég frá því að Norski Miðjuflokkurinn, Center- partiet, hefði lýst því yfir að hann væri reiðubúinn að lána Íslending- um óháð aðgerðaáætlun AGS og lausn á Icesave-deilunni. Þetta eru jákvæð tíðindi, sérstaklega í ljósi þess að Centerpartiet hefur verið einn þriggja flokka sem mynda ríkisstjórn Noregs og komu vel út í nýafstöðnum alþingiskosningum í Noregi. Þingmaðurinn Per Olaf Lundteig- en sem er í fjárlaganefnd norska Stórþingsins staðfesti þessar fregnir. Hann bætti líka um betur og sagði frá því að það væri mikill vilji innan þingsins að lána háar fjárhæðir til Íslend- inga. Hafði hann sjálfur nefnt allt að 2000 milljarða íslenskra króna í því sam- hengi en nefndi að það væri samningsatriði á milli þjóð- anna í hvaða formi lánin væru. Þingmaður norska Verka- mannaflokksins, Marianne Aasen, sagði í fréttum Rík- issjónvarpsins sl. fimmtudag að lánin frá Noregi væru nú tengd lán- veitingum AGS. Það sem hins vegar vakti athygli var að hún sagði einn- ig að það væri óraunhæft að lána Íslendingum ótengt AGS „án þess að Íslendingar bæðu formlega um það“. Málflutningur þessara tveggja þingmanna fer því saman að þessu leyti. Íslensk stjórnvöld verða nú að bregðast skjótt við og senda form- lega beiðni um lánveitingu til Norð- manna telji þau Íslendinga þurfa lán til að styrkja gjaldeyrisforðann. Einn þriggja ríkisstjórnarflokk- anna í Noregi hefur þegar lýst yfir að hann muni taka jákvætt í slíka beiðni og ljóst að margir þingmenn annarra flokka myndu skoða slíkt með opnum huga. Lán frá Noregi óháð AGS myndi gjörbreyta stöðu Íslendinga, ekki bara í samskiptum við sjóðinn heldur einnig í deilunni um Icesa- ve. Íslensk stjórnvöld gætu þá líka í fyrsta skipti frá því að bankarn- ir hrundu staðið upprétt gagnvart öðrum þjóðum. Það er frumskilyrði við endurreisn efnahags landsins. Höfundur er þingmaður. Framsóknarflokksins og á sæti í fjárlaganefnd. Lán frá Noregi SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR HÖSKULDUR ÞÓRHALLSSON Skráning í “Græna Korts Happdrættið” 2011 byrjar 2. Október 2009. Þeir aðilar sem vilja taka þátt í happdrættinu verða að skrá sig á sérstakri heimasíðu á vegum Bandaríska ríkisins. Vefslóðin fyrir skráningu í Græna Korts Happdrættið 2011 er www.dvlottery.state.gov og verður skráning opin frá kl 08:00, 2. október 2009 til kl. 08:00, 30. Nóvember 2009. Vinsamlegast athugið að þetta er eina heimasíðan á vegum Bandaríska ríkisins fyrir skráningu í Græna Korts Happdrættið. Hægt er að nálgast nánari upplýsingar á heimasíðu Bandaríska Sendiráðsins: http://iceland.usembassy.gov Skráning í “Græna Korts Happdrættið” hefst. E M B A S S Y O F T H E U N I T E D S T A T E S
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.