Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 30
30 3. október 2009 LAUGARDAGUR í Landsbankanum mánuði áður en bankinn féll. 26. okt. Fylgið við vinstri flokkana eykst samkvæmt skoðanakönnun en fylgi Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks minnkar. 27. okt. 70 prósent segjast vilja sækja um aðild að ESB og taka upp evru. Verðbólgan mælist tæp sextán prósent og hefur ekki verið meiri í tæp 20 ár. Hún átti enn eftir að aukast. 28. okt. Stýrivextir hækka í átján prósent, að kröfu AGS. Sterling flugfélagið sem var í eigu Íslend- inga verður gjaldþrota. 31. okt. Upplýst er um umfangs- miklar uppsagnir víða í samfé- laginu, margvíslegar hagræð- ingaraðgerðir, launalækkanir, lækkun starfshlutfalls og afnám eftirvinnu. Samfylkingarráðherr- ar ítreka kröfur sínar um að Davíð Oddssyni verði vikið úr embætti. 4. nóv. Upplýst er að persónulegar ábyrgðir starfsmanna Kaupþings af lánum til hlutabréfakaupa hafi verið felldar niður í lok september. Fjárhæðirnar hlaupa á tugmillj- örðum. 6. nóv. Fram kemur að meðal sumra ríkja er lausn Icesave sögð forsenda þess að AGS veiti Íslend- ingum aðstoð. Fáum dögum síðar segir forseti framkvæmdastjórn- ar ESB alþjóðlega fyrirgreiðslu ómögulega nema samið verði um Icesave. 7. nóv. Samson óskar eftir heimild til greiðslustöðvunar. 14. nóv. Ríkisstjórnin tilkynnir um aðgerðir fyrir heimili í vanda. Sjálfstæðismenn ákveða að flýta landsfundi sínum og fjalla sér- staklega um Evrópumál. 16. nóv. Stjórnvöld og Evrópu- sambandið ná samkomulagi um Icesave. Íslendingar ábyrgjast innistæður að upphæð rúmlega 20.877 evra. Uppúr miðjum nóvember var komið fútt í pólitíkina. Stjórnarand- staðan var komin með upp í kok af ríkisstjórninni og lagði fram van- trauststillögu og kröfu um þing- rof og kosningar. Tillagan var felld með atkvæðum þingmanna stjórn- arflokkanna og Kristins H. Gunn- arssonar. Samfylkingarmenn voru líka komnir með upp í kok af Davíð Oddssyni og tveir ráðherrar, Björg- vin G. og Þórunn vildu kosningar næsta vor. Skoðanakönnun Frétta- blaðsins þar um þann 24. nóvember sýndi meirihluta fyrir vorkosning- um meðal kjósenda. Önnur könnun sýndi að aðeins rúmlega 30 prósent studdu ríkisstjórnina. Alþýðusambandið krafðist afsagna fjármála- og viðskiptaráð- herra. Frá hruni höfðu opnir borgara- fundir verið haldnir, bæði innan- og utandyra. Margir þeirra voru fjöl- sóttir og stemningin var jafnan sú að stjórnvöld hefðu gert allt rangt og líka bankamennirnir, eftirlits- stofnanirnar og Davíð Oddsson. Einn slíkur fundur var haldinn í Háskólabíói mánudagskvöldið 24. nóvember. Á sviðinu voru átta ráðherrar, í salnum 1.500 borgarar. Ingibjörg Sólrún sagði fundargesti ekki endurspegla vilja þjóð- arinnar. Þau ummæli hengd- ust um háls hennar. Förum aftur á hundavað 27. nóv. Formenn allra flokka og þingforseti leggja fram frumvarp um skipan nefndar Alþingis sem rann- saki aðdraganda og orsakir falls bankanna. Nefndin á að skila skýrslu um næstu mánaðamót. Sama dag eru samþykkt lög um gjaldeyr- ishöft. 28. nóv. Um 7.000 manns eru án avinnu. Atvinnulausum fjölgaði um 3.000 á einum mánuði. 1. des. Kröftug mótmæli við Seðlabankann. Eva Hauksdótt- ir fundar með seðlabankastjór- unum. VG mælist með mest fylgi stjórnmálaflokkanna í könnun Gallup. 2. des. Ríkisstjórnin tilkynnir aðgerðir í tólf liðum til að bæta rekstrarumhverfi fyrirtækja. 3. des. Lífeyrissjóðirnir segjast tilbúnir að taka þátt í endurreisn- arstarfinu ef fleiri verða með og viðunandi samkomulag náist um gjaldmiðlavarnarsamninga. Umboðsmaður Alþingis lýsir áhyggjum af stjórnsýslu við fram- kvæmd neyðarlaganna. 4. des. Davíð Oddsson segist í við- tali við danskt blað að verði hann neyddur úr Seðlabankanum muni hann snúa í pólitíkina aftur. 8. des. Til ryskinga kom við Alþingishúsið eftir að mótmælend- ur voru með háreysti á þingpöll- um. 9. des. Átök urðu við Ráðherrabú- staðinn við upphaf ríkisstjórnar- fundar. Aftur viku síðar. 10. des. Frumvarp um sérstakan saksóknara til að rannsaka banka- hrunið verður að lögum. 20. des. Tekjuskattur er hækkaður og lögum breytt svo hægt sé að lækka laun æðstu ráðamanna. 22. des. Fjárlög með 154 milljarða króna halla samþykkt. Verðbólgan hækkar enn og mælist rúmlega 18 prósent.Alþingi breytir lögum um eftirlaun æðstu embættismanna. Svo koma jól. Og gamlársdagur. Mótmælend- ur stöðva útsendingu Kryddsíld- ar Stöðvar 2 með eyðileggingu á tæknibúnaði. Lögregla beitir tára- gasi. Í áramótaávarpi sínu sagði Geir Haarde meðal annars: „Ég vil á þessari stundu segja beint og milliliðalaust við ykkur, kæru landsmenn, að ég ber sem forsætisráðherra ábyrgð á stjórn landsins og þá ábyrgð axla ég, hvort sem siglt er um lygnan sjó eða þungan. Sá dagur líður ei hjá að ég spyrji mig ekki hvort stjórn- völd hefðu getað komið í veg fyrir þá atburði sem urðu hér á landi í haust. Okkur hafa vissulega orðið á mistök í þeim hamförum sem riðið hafa yfir en það er engu síður ljóst í mínum huga, að það var ekki á færi íslenskra stjórnvalda að afstýra hruni íslensku bankanna eftir að heimskreppan skall á af fullum þunga. Allar aðgerðir stjórnvalda að undanförnu hafa miðað að því að takmarka það tjón sem íslenska þjóðin mun óhjákvæmilega verða fyrir vegna bankahrunsins. Sú barátta hefur staðið dag og nótt og henni er hvergi nærri lokið.“ Um kvöldið datt þjóðin í það og hló að áramótaskaupinu eins og venjulega. Í byrjun árs var boðið upp á end- urtekið efni í þjóðmálunum. Sáran raunveruleika, pólitískt karp og almenn leiðindi. Óþol almennings gagnvart stjórnvöldum jókst. Mót- mælt var við þinghúsið dag eftir dag. Evrópusambandsaðild, kosn- ingar og stjórnarskipti voru rædd. Svona var forsíða Frétta- blaðsins fimmtudaginn 22. jan- úar. Næstu daga stóð þar: Stjórn- in reynir að þrauka, Samstarfið í óvissu, Úrslitastundin er í dag, og loks 27. janúar: Sátt um að Jóhanna leiði nýja ríkisstjórn. Geir Haarde baðst lausnar, Sam- fylkingin og VG mynduðu minni- hlutastjórn undir forsæti Jóhönnu og ákveðið var að kjósa í apríl. Áður skyldi losnað við Davíð úr Seðlabankanum. Í kosningunum fengu stjórnar- flokkarnir þingmeirihluta og ný hreyfing, Borgarahreyfingin fékk fjóra menn kjörna. Við þekkjum sögu hennar og eins ríkisstjórn- arinnar. Ögmundur farinn og allt það. Tímamót urðu í utanríkispólit- íkinni í sumar þegar Alþingi sam- þykkti að hefja skyldi aðildarvið- ræður við Evrópusambandið. Trú sumra var að við það myndi allt breytast og færast til betri vegar. En það hefur ekki gerst. Ekki frek- ar en svo margt annað. Á þessu ári sem liðið er frá hruni bankanna stöndum við í sömu spor- um á ótrúlega mörgum vígstöðv- um. Icesave er enn í lausu lofti, skuldavandi heimilanna er óleyst- ur, atvinnulífið er í sárum, gengi krónunnar við frostmark, vext- ir háir og lánstraust í útlöndum í lamasessi. Listinn er auðvitað miklu lengri. Í Guð blessi Ísland-ávarpinu sínu fyrir rétt rúmu ári sagði Geir Haarde að með íslenska bjartsýni, æðruleysi og samstöðu myndi þjóð- in standa storminn af sér. Þó það hafi eflaust verið einlæg sýn hans þá verður að segjast eins og er að ekkert af þessu hefur gengið eftir. Því miður. Þjóðin er svartsýn og samstaðan í lágmarki. Fyrir utan svo að enn er rok og lognið ekki í kortunum. SPARIFÉÐ GLATAÐ „Ég er alls ekkert miður mín vegna þessa ástands. Ég er alltaf bjartsýn og vona bara það besta,“ segir Sig- urlaug Gísladóttir, 86 ára gamall Seltjarnarnesbúi. Sigurlaug hefur að öllum líkindum tapað sparifé sínu á krepputímum tvisvar sinn- um, fyrst árið 1930 og aftur nú, en tekur fram að í hvorugt skiptið hafi verið um háar fjárhæðir að ræða. Sigurlaug eignaðist hlutabréf í Flugfélagi Íslands sem með snúningum og sameiningum urðu að endingu að hlutabréfum í Glitni. „Þá vildi ég selja bréfin því mér leist ekkert á fyrirtækið, en kom mér aldrei að því. Nú eru bréfin líklega einskis virði,“ segir Sigurlaug og bætir við að hún sé pollróleg yfir þessu. Skellurinn sé ekki mikill fyrir sig. Fréttablaðið 10. október 2008 ANDLEGT ÞROT OG ÓTTI UM VÖRUSKORT „Það er búið að vera allt brjálað hérna um helgina, eins og í öðrum Krónu- verslunum um allt land. Ég skil þetta ekki alveg, því framkvæmdastjóri Krónuverslananna hefur gefið það út að fólk þurfi ekki að hafa áhyggjur, og að ekkert breytist,“ segir Patrick Pinto, aðstoðarverslunarstjóri í Krónunni við Fiskislóð. Töluvert var um að fólk hamstraði matvörur í verslunum um helgina. Að sögn Patricks hafa viðskiptavinir aðallega birgt sig upp af vörum sem endast vel, eins og hveiti, sykri, spagettí og kotasælu. Elfa Dögg Leifsdóttir, verkefnisstjóri Hjálparsíma Rauða krossins, segir mikla fjölgun hafa orðið á símtölum til hjálparlínunnar undanfarið. Margir hafi áhyggjur af lánum sínum sem séu í erlendri mynt. Hún segir suma sem hringja vera á barmi örvæntingar. „Fólk er í andlegu þroti. Flestir bera sig vel en sumir eru mjög örvilnaðir og jafnvel tilbúnir til örþrifaráða,“ segir Elfa Dögg. Fréttablaðið 6. október 2008 ÍSLAND Í TÖLUM FYRIR OG EFTIR HRUN Sep tem ber 200 8 Okt óbe r 200 9 8 6 4 2 0 September 1,3 % Apríl 9,1 % Október 7,7 % ATVINNULEYSI Frá september 2008 til ágúst 2009 20 18 16 14 12 10 8 6 4 2 0 September 2008 Október 2009 VERÐBÓLGA Frá september 2008 til september 2009 STÝRIVEXTIR Frá september 2008 til september 2009 Stýrivextir voru lækkaðir í hálfan mánuð 18 16 14 12 10 % Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBL AÐ Á ÍSLANDI Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 É Sígilt og endingargott Svanhildur Einarsdóttir hefur mikinn áhuga á fötum og rekur nú bLaugaveginum. Þar fást litskrúðug k Svanhildur er ekki alveg viss um hvað kalla skuli flíkina frá Henrik Vibskov en lýsti henni þó sem nokkurs konar anorakk eða mussu. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HAPPYGREENKIDS.IS er netverslun sem selur meðal annars barnafatnað úr lífrænt ræktaðri bómull. Í netversluninni er að finna föt á börn að fimm ára aldri, leikföng, hand- klæði, rúmföt og gjafavöru. þorrinn FIMMTUDAGUR 22. JANÚAR 2009 Manndómsvígsla í Framsókn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson ætlar að skella sér á þorrablót Framsóknarflokksins. SÍÐA 2 STJÓRNMÁL Harðr i andstöðu við ríkisstjórnarsamst arfið var lýst á fjölmennum fundi Samfylkingar- félagsins í Reykjav ík í gærkvöldi. Þingmenn jafnt sem almennir flokksmenn sögðu rétt að kjósa í vor. Ágúst Ólafur Ágú stsson, vara- formaður Samfylk ingarinnar, og Lúðvík Bergvinss on þingflokks- formaður vilja báð ir að kosið verði í vor. Raunar er m eirihluti þing- flokksins þeirrar s koðunar. Geir H. Haarde forsætisráð- herra er á öðru m áli. Hann telur mikið glapræði að e fna til kosninga nú enda standi ríki sstjórnin í stór- ræðum. Geir segir Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur ut anríkisráðherra hafa staðfest við si g í símtali í gær að stjórnarsamsta rf Sjálfstæðis- flokks og Samfylk ingarinnar væri ekki í hættu. Á fundi þingflokk s Sjálfstæð- isflokksins í gær voru margar hliðar pólitíska og þjóðfélagslega ástandsins ræddar . Þótt þingmenn væru sammála um að óábyrgt væri að boða til kosning a nú eru sumir þeirra þeirrar sko ðunar að nauð- synlegt sé að tíma setja kosningar. Með því væri mög ulegt að koma á ró í samfélaginu. Í Kastljósi Sjón- varpsins í gærkv öldi sagði Geir ekkert mæla geg n því að kjósa næsta vetur. Geir hefur verið g agnrýndur af samflokksmönnum sínum fyrir að beita sér ekki fyri r breytingum á yfirstjórn Seðlaban ka og Fjármála- eftirlits. Á fundi Samfylkin garfélagsins í Reykjavík í gærk völdi sagði Lúð- vík Bergvinsson nauðsynlegt að gera mannabreyti ngar í stofnun- um tveimur. Formaður Framsók narflokksins, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, sagði í gær flokk s inn reiðubúinn að verja minnihluta stjórn Samfylk- ingarinnar og Vins tri grænna falli, gegn því að efnt ve rði til kosninga fyrir apríllok. Sam fylkingin hefur ekki áhuga á slík u stjórnarsam- starfi en Steingrím ur J. Sigfússon fagnaði hugmyndi nni. Áfram var mótmæ lt af krafti við Alþingi í gær þar sem talið er að vel á þriðja þúsund mótmælendur hafi komið saman. Mótmælendur tók u sér einnig stöðu við Stjórna rráðið þar sem Geir H. Haarde, fo rsætisráðherra þurfti aðstoð lögre glu við að kom- ast frá Stjórnarráð inu. Á níunda tímanum í gærkvöldi kom hópur mótmæ lenda saman við Þjóðleikhúsið þar s em Samfylking- arfélagið í Reykja vík fundaði um framtíð stjórnarsa mstarfsins. Rætt verður um st öðu efnahags- mála og horfur á v innumarkaði á þingfundi sem hef st klukkan hálf ellefu í dag. - bþs / sjá síður 4, 6, 8 og 10 FIMMTUDAGUR 22. janúar 2009 — 2 0. tölublað — 9. árga ngur Það væri gríðarleg t ólán fyrir allan almenn ing í landinu ... Kosning ar í vor væru mikið glapræði. GEIR H. HAARDE FORSÆTISRÁÐHERR A SVANHILDUR EINA RSDÓTTIR Fjölbreytt notagildi flíkurinnar heillaði • tíska • börn Í MIÐJU BLA ÐSINS VIÐ STJÓRNARRÁÐ IÐ Í GÆR Geir H. Haa rde forsætisráðherra þurfti liðsinni lögreg lu við að komast frá Stjórnarráðinu í gæ r. Talið er að um þúsund m ótmælendur hafi ve rið samankomnir og héldu þeir uppi krö fu um að boðað yrð i til kosninga án tafa r. Geir afboðaði fund með blaðamönnum sem fara átti fram um ka ffileytið. FRÉTTABLAÐIÐ/VILH ELM ÞORRINN Þorramatur, drykki r og hátíðabúningar Sérblað um þorrann FYLGIR FRÉTTABLA ÐINU Í DAG Jákvæðari viðhorf Q-félag hinsegin stúdenta fagnar tíu ára afmæli um þessar mundir. TÍMAMÓT 26 Opið til 21 STORMUR Í dag verð ur víða norðaustan hvassvið ri eða stormur, hvassast suðaustan t il og síðan norðvestan til síðdeg is. Rigning eða slydda suðausta n og austan til, snjó- eða slydduél n yrðra annars úrkomulítið. VEÐUR 4 1 1 3 4 2 Ungur og efnilegur Hinn fjórtán ára Valur Orri Valsson hjá Njarðvík er yngsti leikmaður Mikil spenna Tilnefningar til Ósk- arsverðlaunanna verða kynntar í dag. ÁRNI RÚNAR HLÖÐ VERSSON Ætlar að kæra lögregluna Sárt að fá kylfur í bak ið fyrir friðsöm mótm æli FÓLK 46 VEÐRIÐ Í DAG Krafa um stjórnar slit og kosningar í vor Samfylkingarfélag ið í Reykjavík vill slíta ríkisstjórnars amstarfinu. Innan þing- flokks Sjálfstæðisf lokksins eykst kra fa um að flýta kos ningum. Forsætisr áð- herra segir glapræ ði að efna til kosn inga nú. Mótmælt er víða um land. STJÓRNMÁL Mótmæ lendur veittust að bíl Geirs H. Ha arde forsætis- ráðherra við Stjór narráðið í gær. Þeir hentu eggjum í bifreið hans og kröfðust þess a ð boðað yrði til kosninga án tafar. Geir þurfti aðstoð lögreglu við að komast af b ílastæði sínu. Aðspurður viðurke nndi Geir að sér hafi verið brug ðið við ágang fólksins. - shá Stjórnarráðið í gær: Mótmælendur veittust að Geir KVIKMYNDIR 34 Sérgáfur til góðs Thorkil Sonne vill nýta k rafta einhverfra á vinnumark aði. TILVERA 14 70 60 50 40 30 20 10 0 September 2008 Ágúst 2009 VÆNTINGARVÍSITALA Capacent Gallup frá september 2008 fram til ágúst 2009 September 76,2 Nóvember 23,2 Apríl 39,0
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.