Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 34

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 34
34 3. október 2009 LAUGARDAGUR Þ að er ekki ólík- legt að einmitt núna séu ódauðleg verk í s lensk ra l i s t a - manna og hönnuða að spretta upp úr jarð- vegi kreppunnar. „Það gerist oft í kreppuástandi að þeir sem hafa ríkt ímyndunarafl og innsæi verða meira skapandi. Mörg dæmi um þetta var að sjá í kreppunni í Bandaríkjunum árið 1930. Þá ávarpaði Roosevelt forseti þjóðina með mikilli hvatn- ingarræðu. Margir hafa síðan talað um að þessi ræða hafi vakið þá til umhugsunar um að breyta formi á hlutum, til þess að tákna nýja tíma og losa sig frá 19. öldinni. Upp úr þessu spruttu margir af fremstu hönnuðum 20. aldarinnar.“ Aðskilnaður við gamla hugsun og að forma umhverfið öðruvísi hefur sálræna þýðingu, segir Goddur. Hann segir þetta eiga vel við hér, nú þegar samfélagið er önnum kafið við að hrista af sér ástandið sem hér myndaðist á árunum eftir alda- mótin. „Þegar við segjum „þetta er svo rosalega 2007“ eigum við við ímyndina af 35 ára gömlum karl- manni, með bindi, í jakkafötum og ofboðslega hrokafullan. Þetta er staðalmyndin af ákveðinni fram- komu sem fjármálafyrirtækin beittu og notuðu. Þetta er táknmynd ástandsins 2007.“ Krúttin kunna þetta Tvennu segir Goddur öðru frem- ur áhugavert að fylgjast með í upp- byggingu samfélagsins. Í fyrsta lagi líði listamönnum nú upp til hópa betur, þrátt fyrir að enginn hafi lengur efni á að styrkja þá. „Ef það er einhver ein stétt manna sem þekkir tilfinningalega, tilvistarlega og fjárhagslega kreppu þá eru það listamenn. Það er eiginlega eðlilegt ástand hjá skapandi sálum. Þessi ofgnótt styrkja og yfirborðslega eyðsla í hluti sem skiptu engu máli var óeðlileg, enda eyddu margir listamenn stórum hluta styrkjanna í vitleysu. Takmörkuð fjárráð fá hug- myndaflugið af stað og skapa sam- hjálp sem ómögulegt er að virkja þegar nóg er af peningum.“ Í öðru lagi hafi heil kynslóð fólks forskot á aðra; „krúttin“ sem lögðu sig fram við að taka ekki þátt í öllu því sem „2007“-lífsstíllinn bauð upp á. „Upp úr aldamótunum – á sama tíma og margir hópuðust í við- skiptafræðina til að setjast á færi- bandið hjá bönkunum – varð til við- spyrna hjá stórum hópi ungs fólks. Það hugsar um sjálfbærni og neitar að nota merkjavörur. Það býr til tón- list með barnaleikföngum og kann að búa til gull úr vanefnum. Þetta er fólkið sem við köllum krúttkyn- slóðina. Einhvern veginn er hún betur innréttuð til að lifa í kreppu en nokkrir aðrir, því hún búin undir þann hugsunarhátt að þurfa ekki og vilja ekki munaðarvöru.“ Allir dönsuðu með Þessi kynslóð þáði nú samt styrki frá stórfyrirtækjum eins og bönk- unum, eins og aðrir. „Já, margir létu glepjast, enda var auðvelt að glepj- ast á þessum tíma. Það var nán- ast undantekning ef menn döns- uðu ekki með. Landsbankinn hýsti til dæmis Klink og Bank-smiðjuna á sínum tíma, sem nýttist mörgum listamönnum. Þetta er hálfóþægi- legt, svona eftir á að hyggja, jafn- vel þótt maður hafi aldrei séð bein dæmi þess að menn hafi skipt sér af. Þeir gerðu ekki mikið annað en að borga rafmagn og gjöld af húsi sem stóð autt en vildu reyndar setja lógó- ið sitt á ýmsa atburði, sem ekki voru allir sáttir við. Að mörgu leyti var þetta verkefni Landsbankamönn- um til sóma. Engu að að síður er af þessu eitthvert óþægilegt eftir- bragð. Ég efast um að svona nokkuð gæti gerst hér á landi aftur. Það er klárt mál að menn munu umgangast peningaöflin á miklu varlegri hátt en þeir gerðu áður.“ Ósérplægnin allsráðandi Í vikunni fer fram í Reykjavík svo- kölluð TedX-ráðstefna, þar sem Goddur verður einn fyrirlesara. „Ég byrjaði á því að horfa á Ted fyrir tveimur til þremur árum. Þetta snýst um að dreifa falleg- um hugmyndum án þess að vilja eitthvað í staðinn. Þarna opnast rásir fyrir fólk sem hefur eitthvað að segja.“ Á ráðstefnunni ætlar Goddur að fjalla um líkingamál og skilninginn. Það er Hugmyndaráðuneytið sem útfærir viðburðinn á Íslandi en það varð til fyrir atbeina Guð- jóns Más Guðjónssonar, sem kennd- ur er við Oz, fljótlega eftir hrunið. „Hugmyndafræði Hugmyndaráðu- neytisins er altrúisminn, eða ósér- plægnin, sem er andstæðan við það ástand sem hér var, þar sem hagnýta átti alla skapaða hluti. Altrúisminn gengur út á að hugsa út fyrir eyjuna – í persónulegri merkingu og þjóðernislegri merk- ingu. Að það sé mikill hagur í því að hugsa út fyrir sitt egó og vinna fyrir fleiri en sjálfan sig, hvort sem hagnaðurinn af því er óbeinn eða ekki. Þessi hugsunarháttur er bráðsmitandi og hann er að verða sýnilegur víða í samfélaginu. Þetta þykir mér það besta við kreppuna. Það byrjuðu allir að tala saman og samvirknin fór í gang.“ Vitsmunirnir skapa ekki Skapandi hugsun er nauðsynleg uppbyggingunni og hana þarf fólk að virkja hjá sjálfu sér, segir Godd- ur. „Listamenn hafa síður en svo einkarétt á skapandi hugsun. Og fólk má ekki vera hrætt við að prófa hlutina. Sumar hugmyndir eru and- vana fæddar og standast ekki skoð- un þegar farið er í að prófa þær. En þetta veit maður aldrei fyrir fram. Maður má ekki setja á sig svartan hatt í upphafi ferils síns.“ Hann segir alla geta verið skapandi, svo lengi sem hjarta fylgi máli. „Það er ekki til formúla fyrir skapandi vinnu. Gott dæmi til að lýsa því hvernig það skapandi virk- ar er að ímynda sér að maður sé að spila borðtennis og að skíttapa. Þá er pottþétt ráð til að snúa leiknum sér í hag að hæla að hæla andstæð- ingnum og spyrja hann svo snöggt: „Hvernig ferðu að þessu?“ Þá er eins og leikurinn hrynji hjá honum. Hann getur ekki lengur leikið með hjartanu. Öll bestu sköpunarverk heimsins eru samin á þessum stað. Hinum ómeðvitaða stað. Þau komu frá einhverju öðru en hinu vits- munalega. Vitsmunirnir eru ekki það sem skapa. Það eru þeir sem jarðbinda og koma í framkvæmd. En þeir skapa ekki. Það gerir hjart- að, tilfinningarnar og innsæið, sem er í öllu fólki en er ofboðslega oft bælt.“ Ellibálið Hæfileikinn til að finna fyrir straumum sinna tíma skilur á milli þeirra sem eiga eftir að ryðja braut- ina og hinna sem fylgja á eftir, segir Goddur. „Allt þetta manngerða í kringum okkur varð til í kollum skapandi fólks sem sér fyrir það óorðna. Stundum er sagt að þegar menn horfi til baka sé enginn orgin- al, heldur í besta falli týpískur. Þeir verða frægastir sem hafa hæfileika til að finna hvað liggur í loftinu og geta tengt sig við þetta, hvort sem það er í tónlist, myndlist, bílahönn- un, arkitektúr eða einhverju allt öðru.“ En hvaða straumum finnur hann sjálfur fyrir í dag? „Það eina sem við getum verið viss um er að núna liggur straumurinn í ákveðna átt og það er pottþétt að það muni koma straumur á móti. Eitt einkenni á því fólki sem hefur verið mest áberandi á síðustu árum er að það neitar að verða fullorðið. Það er í sakleysisástandi, sem hefur sinn sjarma. Nú er þrettán ára gömul stelpa sem er með tískublogg orðin algjört fenómen. Hún bloggar um trend, nema að hún er öll í ömmu- tískunni. Það er engu líkara en að þessi stelpa geti ekki beðið eftir að verða gömul. Hvað ef ungdóms- dýrkunin væri liðin og við færum allt í einu að dýrka gamla fólkið? Maður getur ekki hugsað sér það núna en það gæti samt skyndilega orðið. Þetta gæti orðið að báli.“ Enginn einkaréttur á skapandi hugsun Myndlistarmaðurinn, prófessorinn og hugvekjarinn Guðmundur Oddur Magnússon, best þekktur sem Goddur, hefur þann sérstaka hæfileika að kunna að setja söguna í samhengi sem er öllum auðskiljanlegt. Í tilefni af ársafmæli hrunsins heimsótti Hólmfríður Helga Sigurðardóttir Godd á vinnustofu hans og bað hann um að bregða á sig gleraugum samfélagsrýnisins. Á VINNUSTOFUNNI Goddur telur að tími jakkafataklæddra 35 ára hrokagikkja sé alveg örugglega liðinn. Íslenskir listamenn hafi lært af reynslunni og muni aldrei aftur hleypa peningaöflunum eins nærri sér. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI TED Í REYKJAVÍK Á þriðjudaginn verður liðið eitt ár frá því að Geir Haarde lét hin fleygu og ódauðlegu orð „Guð blessi Ísland“ falla þegar hann tilkynnti íslensku þjóðinni að hún sæti í súpunni. Í tilefni af þessum tímamótum verður haldin svokölluð TEDx-ráðstefna í Reykjavík. Ræðurnar þann daginn verða ekki reiðilestrar heldur fullar af innblæstri frá mörgum af skemmtilegustu fyrirlesurum landsins. Goddur er einn þeirra en á ráðstefnunni ætlar hann að tala um skiln- inginn. Edda Björgvinsdóttir leikkona mun fjalla um húmor í stjórnun og Þorvaldur Þorsteinsson rithöfundur mun flytja fyrirlesturinn „Víða er þvottur brotinn“. Fjöldi annarra kemur fram en í heild munu á bilinu fimmtán og tuttugu manns taka til máls. TED stendur fyrir Technology, Entertainment and Design – tækni, afþreyingu og hönnun. TED-viðburðirnir hafa farið sigurför um heiminn og eru áhugasamir hvattir til þess að fara inn www.ted.com þar sem sjá má fjöldamörg dæmi um eðli fyrirlestranna. TEDx Reykjavík fer fram á Hótel Loftleiðum á þriðjudaginn og hefst klukk- an 10. Aðgangur er ókeypis.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.