Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 38

Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 38
38 3. október 2009 LAUGARDAGUR ■ Þetta er 25. viðureign félaganna á aðeins fimm árum. ■ Chelsea hefur unnið tíu leiki, Liverpool sjö og sjö hefur lyktað með jafntefli. ■ Liverpool hefur ekki tapað fyrir Chelsea í deildinni síðan í apríl 2007. ■ Chelsea hefur ekki skorað í síðustu þremur deildarleikjum sínum gegn Liverpoool, í samtals 298 mínútur. ■ Ef Chelsea tapar verður það í fyrsta sinn síðan í maí 2006 sem liðið tapar tveimur deildarleikjum í röð. ■ Didier Drogba hefur skorað í þremur deildarleikjum í röð. Hann hefur aldrei skorað í fjórum deildarleikjum í röð. ■ Frank Lampard hefur skorað í fjórum af síðustu fimm heimaleikj- um Chelsea gegn Liverpool. ■ Fernando Torres hefur skorað fimm mörk í alls sex leikjum sínum með Liverpool gegn Chelsea. ■ Liverpool hefur ekki skorað jafn mörg mörk í fyrstu sjö leikjum tímabilsins (22) síðan 1895. ■ Fernando Torres (8 mörk) og Didier Drogba (6 mörk) eru markahæstu leikmenn sinna liða en hafa bara skorað í deild- inni til þessa. STAÐREYNDIR UM CHELSEA - LIVERPOOL M argir bíða spennt- ir eftir því að sjá hvort Didier Drogba eða Fernando Torres hafi betur þegar Chelsea og Liverpool mæt- ast á sunnudaginn í einum af leikjum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikur fer fram á Brúnni í London og hefst klukkan 15 að íslenskum tíma. Drogba og Tor res er u almennt taldir vera tveir af allra bestu framherjum heims og nú koma þeir báðir til leiks sjóðandi heitir og lausir við öll meiðsli. Samkvæmt tölfræðinni og Actim Index-heimasíðu ensku úrvals- deildarinnar eru þarna á ferð- inni tveir bestu leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar í fyrstu sjö umferðunum. Þeir Fernando Torres og Didier Drogba eru báðir miklir marka- skorarar og framherjar í heims- klassa en þeir eru samt mjög ólíkir leikmenn. Vissulega hjálpa líkam- legir hæfileikar þeim í viðskipt- um sínum við varnarmennina en á meðan Drogba fer meira áfram á gríðarlegum krafti og brjáluðu keppnisskapi er Torres meira í því að rugla varnarmenn í ríminu með útsjónarsemi og óvæntum stefnu- breytingum. Fernando Torres er marka- hæstur í deildinni í fyrstu sjö umferðun- um en hann hefur skorað 8 mörk í 7 leikjum, þar af fimm mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins, á móti West Ham (3-2) og Hull (6-1). Hann er markaskorari af guðs náð og sérfræðingur í að nýta sér smá pláss í vítateignum. Hann sameinar hraða, sprengi- kraft og tækni til að skapa sér forskot á varnarmennina en hann fer þó lengst á því hversu mark- sækinn og útsjónarsamur hann er að búa sér til skotfæri inni í vítateignum. Torres getur líka skorað mörk í öllum regnbogans litum, með vinstri, hægri eða skalla, inni í markteig eða utan teigs. Torres hefur aðeins gefið eina stoðsend- ingu á tímabilinu enda leitar hann fyrst og fremst að skotfæri fyrir sjálfan sig þegar hann er kominn inn á hættusvæðið. Didier Drogba hefur skor- að tveimur mörkum færra en Torres en hann hefur samt komið að fleiri mörkum þökk sé fjórum stoðsendingum á félaga sína í Chelsea-liðinu. Aðeins Ryan Giggs hjá Manchest- er United hefur átt fleiri stoðsendingar til þessa á tímabilinu. Dider Drogba er gríðarlega kraft- mikill leikmað- ur sem hefur mikinn hraða og styrk sem gerir hann erf- iðu við að eiga fyr ir alla varn- armenn. Hann hefur verið gagn- rýndur fyrir að láta sig mikið detta og fara illa með færin en á góðum degi standast honum fáir snúning. Mörkin sem hann skorar eru oftast af glæsilegri gerðinni en margir eru á því að hann hafi ekki neitt sérstakt markanef held- ur komist svo langt á einstökum líkamlegum hæfileikum og rosa- legu keppnisskapi. Á þessu tíma- bili hefur Drogba einnig skapað mikið af færum fyrir félaga sína og hefur samvinna hans og Nicol- as Anelka gengið sérstaklega vel. Það hefur verið ólíkt gengi hjá þeim félögum í innbyrðisleikj- um Chelsea og Liverpool í ensku úrvalsdeildinni síðustu tíma- bil. Torres hefur skorað í báðum deildarleikjum sínum á móti Chel- sea, samtals 3 mörk, en Drogba hefur ekki náð að skora í síðustu þremur deildarleikjum sínum á móti Liverpool. Það verður örugglega gaman að fylgjast með tveimur heit- ustu framherjum ensku úrvals- deildarinnar mæta til leiks full- fríska og í fanta formi. Það er því engin ástæða til þess að missa af leiknum á sunnudaginn. Tveir heitustu leik- mennirnir í dag Fernando Torres og Didier Drogba hafa verið sjóðandi heitir í byrjun tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni og því verða allra augu á þessum köpp- um þegar Chelsea og Liverpool mætast í stórleik helgarinnar á morgun. Liverpool gekk einstaklega vel í inn- byrðisbaráttu efstu liðanna í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og átti það mikinn þátt í velgengi liðsins. Liverpool fékk fullt hús út úr fjórum leikjum sínum á móti Manchester United og Chelsea, sem á sama tíma fengu aðeins fjögur (United) og eitt stig (Chelsea) út úr innbyrðisleikjum þriggja efstu liða deildarinnar. Á morgun heimsækja Liverpool- menn Chelsea á Stamford Bridge, þar sem þeir unnu sögulegan sigur í lok október í fyrra. Liverpool varð þá fyrsta liðið í 86 leikjum til þess að vinna Chelsea á Brúnni. Seinna á tímabilinu mættust liðin reyndar aftur í Meistaradeildinni á Brúnni og sá leikur endaði með 4-4 jafntefli. Chelsea sló Liverpool þar með út úr Meistaradeildinni en þegar kom að deildinni tóku Liverpool-menn öll stigin. Xabi Alonso tryggði Liverpool 1-0 sigur á Chelsea á Stamford Bridge 26. október með marki strax á tíundu mínútu leiksins en í seinni leiknum á Anfield voru það tvö mörk Fernando Torres á síðustu tveimur mínút- um sem tryggðu Liverpool 2-0 sigur. Liverpool vann Manchester United 2-1 á Anfield 13. september þar sem Hollendingurinn Ryan Babel skoraði sig- urmarkið á 77. mínútu og Liverpool vann síðan 4-1 stórsigur á Old Trafford þar sem Fernando Torres, Steven Gerrard, Fábio Aurélio og Andrea Dossena skoruðu mörkin. Man. United vann síðan 3-0 sigur á Chelsea á heimavelli og liðin gerðu 1-1 jafntefli á Brúnni. Leikurinn á morg- un verður fyrsti leikur tímabilsins milli þriggja efstu liðanna frá því á síðasta tímabili og það verður því fróðlegt að sjá hvort Liverpool-menn hafi enn tak á hinu toppliðum ensku úrvals- deildarinnar. LIVERPOOL VAR MEÐ FULLT HÚS Á MÓTI MAN. UNITED OG CHELSEA Á SÍÐASTA TÍMABILI 25 ára framherji Liverpool Leikir 7 Mínútur 583 Mörk 8 Stoðsendingar 1 Þáttur í mörkum 9 Mín. á milli skoraðra marka 72,9 Mín. á milli skapaðra marka 64,8 FERNANDO TORRES 31 árs framherji Chelsea Leikir 7 Mínútur 601 Mörk 6 Stoðsendingar 4 Þáttur í mörkum 10 Mín. á milli skoraðra marka 100,2 Mín. á milli skapaðra marka 60,1 DIDIER DROGBA Petr Cech mun ekki spila með Chel- sea í leiknum og mun því Portú- galinn Henrique Hilario að öllum líkindum standa í marki þeirra bláklæddu. Það er þó ekki útilokað að Russ Turnbull fái sitt fyrsta tækifæri hjá Chelsea síðan hann kom frá Middles- brough í sumar. Cech fékk að líta rauða spjaldið í leik við Wigan um síðustu helgi og tapaði Chelsea leiknum óvænt, 3-1. Þetta var fyrsta tap liðsins á tímabilinu og missti það þar með toppsæti deildarinnar til Manchester United. Michael Ballack missti af leiknum gegn Wigan en hefur jafnað sig af meiðslum sínum og ætti því að tekið þátt í leiknum á morgun. Hið sama má segja um Javier Maschera- no hjá Liverpool en hann missti af leik sinna manna gegn Fiorentina þar sem hann hefur verið meiddur í vöðva aftan á læri. Daniel Agger er nýkominn aftur af stað eftir að hafa gengist undir aðgerð á baki og spilaði með varaliði félagsins í vikunni. Það er þó ólíklegt að hann komi við sögu á morgun. John Obi Mikel er fjarverandi hjá Chelsea vegna meiðsla og þeir Alex og Daniel Sturridge eru báðir tæpir. PETR CECH Í BANNI Carlo Ancelotti tók við Chelsea í sumar en hann var áður þjálfari AC Milan í átta ár. Á þeim tíma mætti hann Liverpool tvívegis í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu en Rafael Benitez var stjóri liðsins í bæði skiptin og er vitanlega enn í dag. Árið 2005 vann Liverpool ævintýralegan sigur í úrslitaleiknum eftir framlengingu og víta- spyrnukeppni. AC Milan hafði komist 3-0 yfir í leiknum en Liverpool tókst að jafna metin áður en leiknum lauk. Tveimur árum síðar mættust þessi lið á nýjan leik og þá náðu Ancelotti og hans menn fram hefndum. Það er þó líklegt að þessir leikir verða ekki ofarlega í huga stjóranna enda vilja þeir báðir fyrst og fremst koma sínum liðum aftur á beinu brautina. Chelsea tapaði nefnilega óvænt fyrir Wigan í deildinni um síðustu helgi og var allt annað en sannfærandi gegn APOEL Nicosia frá Kýpur í Meistaradeild Evrópu á miðvikudaginn. Liverpool vann að vísu stórsigur á Hull, 6-1, í deildinni um síðustu helgi en rann svo heldur betur á rassinn í Meistara- deildinni í vikunni er liðið tapaði fyrir Fiorentina á útivelli, 2-0. BENITEZ OG ANCELOTTI MÆTAST Á NÝ LEIKIR INNBYRÐIS MILLI ÞRIGGJA EFSTU LIÐANNA 2008-09 2008 13. september Liverpool-Man. Utd 2-1 21. sept. Chelsea-Man. Utd 1-1 26. október Chelsea-Liverpool 0-1 2009 11. janúar Man. Utd-Chelsea 3-0 1. febrúar Liverpool-Chelsea 2-0 14. mars Man. Utd-Liverpool 1-4 Stig liðanna: Liverpool 12 stig (9-2) Manchester United 4 stig (6-7) Chelsea 1 stig (1-6)
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.