Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 45

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 45
LAUGARDAGUR 3. október 2009 ...ég sá það á visir.is SKÓLALÍFIÐ ER Á VISIR.IS Skólalíf er fyrsti fréttavefur sinnar tegundar á Íslandi þar sem framhalds- skólanemar birta fréttir og myndir frá félagslífi skólanna, auglýsa viðburði og þú getur nálgast vefútgáfur skólablaðanna. Við viljum bjóða þinn skóla velkominn á fréttavef framhaldskólanna á visir.is. „Upphaflega var farið af stað með Hrútadaginn því þetta svæði hér, Melrakkaslétta, Axarfjörður og Þistilfjörður, er það eina á landinu sem ekki hefur verið sýkt af ein- hverri búfjárveiki og því getur fólk úr öðrum landshlutum keypt lifandi fé héðan. Við hins vegar megum ekki kaupa fé né hey neins staðar annars staðar af landinu,“ segir Einar E. Sig- urðsson, einn þeirra sem halda utan um Hrútadaginn. Framtakssamir bændur á svæðinu hleyptu Hrúta- deginum af stokkunum. „Hér áður fyrr voru menn að koma og fara á milli bæja í leit að hrútum en nú hefur fólki verið gert auðveld- ara fyrir með því að halda Hrútadag- inn þar sem allir geta komið og skoð- að hrútana á einum stað í október.“ Setning Hrútadagsins verður klukkan 14 og sala á hrútum hefst upp úr því en klukkan 15 hefst Íslandsmeistarakeppni í kjötsúpu- gerð. Allir sem vilja taka þátt í kjöt- súpukeppninni eiga að koma með sex lítra af kjötsúpu með sér og gefa gestum sem ásamt fimm sérstökum kjötsúpudómurum skera úr um hver sé besta súpan. Keppnisreglur kveða á um að nota verður íslenskt kjöt og allra helst af hrútum. „Markaðsstemning er svo ríkj- andi allan daginn þar sem handverk í kringum sauðkindina og aðrar lista- vörur eru til sýnis og sölu. Síðustu þrjú árin höfum við staðið fyrir hag- yrðingakeppni en í ár var ákveðið að breyta til og hafa söngskemmtun þess í stað í félagsheimilinu Hnit- björgum sem hefst klukkan níu um kvöldið og þar munu Álftagerðis- bræður fara með söng og gamanmál. Það ættu því allir að geta fundið eitt- hvað við sitt hæfi því um kvöldið er svo slegið upp dansleik.“ Dansleikur- inn hefst klukkan ellefu um kvöldið og mun Hrútabandið leika fyrir dansi. juliam@frettabladid.is Um 200 hrútar til sölu Hrútadagurinn á Raufarhöfn er haldinn í dag í Faxahöll, í þriðja sinn. Allt gistirými er upppantað í bæn- um en fólk kemur víðs vegar að til að velja sér hrúta og taka þátt í kjötsúpukeppni. Myndarlegur hrútur líkt og þeir sem verða til sölu á Raufarhöfn í dag. Írsk menningarhátíð stendur yfir í Kópavogi fram til 11. október. Segja má að írsk stemning ríki í Kópavogsbæ þessa daga, enda stendur yfir írsk menningarhátíð sem gefur forvitnilegt sjónarhorn á menningu og listir frændþjóðar okkar Íra. Setning menningarhátíðarinnar fór fram í gær við opnun þriggja sýninga í Gerðarsafni: á sam- tímagrafík úr safneign Listasafns Írlands, kúrökkum, það er skinn- bátum frá vesturströnd Írlands, og veggspjöldum frá 20. öld með aug- lýsingum um Írlandsferðir. Ólafur Ragnar Grímsson, for- seti Íslands, opnaði sýningarnar en Gunnsteinn Sigurðsson, bæjar- stjóri í Kópavogi, setti menningar- hátíðina. Af nógu verður að taka meðan á hátíðinni stendur. Má þar nefna hinn heimsþekkta RAGÚS hóp, sem syngur og dansar að írsk- um sið, fiðlusnillingarnir FIDIL koma fram í Salnum, boðið verð- ur upp á ljóðakvöld, stuttmynd- ir og fræðslukvöld svo fátt eitt sé nefnt. Síðast en ekki síst má nefna írska píanósnillinginn John O´Con- or sem heldur tónleika í Salnum í dag klukkan 17. Dagskrána í heild sinni má finna á heimasíðu Kópavogsbæjar, www. kopavogur.is. Þar er sömuleiðis að finna fyllri upplýsingar um einstök atriði menningarhátíðarinnar. - rve Forvitnilegt sjónar- horn á frændþjóð Eitthvað verður við allra hæfi á írskri menningarveislu í Kópavogi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Boðið er upp á opinn kynning- artíma í hláturjóga í heilsumið- stöðinni Manni lifandi, Borgar- túni 24, í dag frá klukkan 10.30 til 11.30. Þeir eru líklega ófáir sem velt hafa fyrir sér spurningunni „Hvað er hláturjóga?“ í gegnum tíðna. Áhugasömum er boðið upp á svör við þeirri spurningu í máli, mynd- um og verklegum æfingum í dag. Ásta Valdimarsdóttir, hláturjóga- kennari og hláturambassador, full- yrðir að hláturjóga þjálfi líkama, hugsun og sál, efli jákvæðni og sé kjörinn vettvangur til að virkja samheldni í fjölskyldunni, meðal vina og að njóta góðrar stundar í góðum hópi. Allir eru velkomnir í Mann lif- andi í dag. Tíminn kostar 1.000 krónur fyrir fullorðna. - kg Opinn hlát- urjógatími Talið er að hláturjóga þjálfi líkama, hugsun og sál.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.