Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 46

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 46
 3. október 2009 LAUGARDAGUR4 Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) stendur fyrir alþjóð- legum göngu- og stafgöngudegi í fimmta sinn í dag. Gengið verður frá Reykjavík, Ísafirði, Bolungarvík, Varma- hlíð, Egilsstöðum, Eskifirði og Reykjanesi. ÍSÍ hvetur fólk til að mæta og taka þátt í þessum degi þar sem stafgönguleiðbeinendur ÍSÍ taka á móti þátttakendum og leiðbeina um rétta notkun stafa. Allir eru velkomnir og þátttaka er ókeypis. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands er aðili að TAFISA (Trim & Fitness International Sport for All Association), sem hefur staðið fyrir alþjóðlegum göngudegi frá árinu 1991. Nánari upplýsingar um alþjóð- lega göngudaginn, TAFISA og stafgöngu er að finna á vef ÍSÍ www.isi.is. - kg Alþjóðlegur göngudagur Gengið verður frá Reykjavík, Ísafirði, Bolungarvík, Varmahlíð, Egilsstöðum, Eskifirði og Reykjanesi. Mexíkóskur matur og blústónlist verða allsráðandi á veitinga- staðnum Kryddlegnum hjörtum í kvöld. „Ég ætla að fá hingað til mín nokkra frábæra tónlistarmenn sem ætla að töfra fram seiðandi tóna fyrir gesti og gangandi,“ segir Íris Hera Norð- fjörð, eiganda veitingastaðarins Kryddleginna hjartna við Skúla- götu 17, þar sem blúshljómsveitin Bandið hans pabba stígur á stokk í kvöld klukkan 21. Íris segist allt frá opnun staðar- ins hafa alið með sér þann draum að hafa þar lifandi tónlist um helgar. Nú sé draumurinn orðinn að veruleika. „Þegar ég stofnaði Kryddlegin hjörtu keypti ég flott- ar hljómgræjur, en hafði ekki fjár- muni fyrr en nú til að koma þeim upp,“ útskýrir hún. Að sögn Írisar eru tónleikarn- ir í kvöld aðeins upphafið. Ætl- unin sé síðan að halda svokölluð „open mike“-kvöld að bandarískri fyrirmynd um helgar í vetur. „Þetta er alls ekkert karíókí. Þarna gefst upprennandi tónlistarfólki færi á að spreyta sig. Í leiðinni hefst leit að fólki í húsband, þar sem áhersl- an verður á blús og jafnvel djass, enda nóg komið af poppi og rokki,“ segir hún og hlær. Þar að auki breytist matseðillinn um helgina og verður mexíkóskur matur allsráðandi. „Ég hef feng- ið til mín tvo gestakokka, Alberto Marquez og Lilju Hallgríms- dóttur, til að elda ofan í gestina,“ útskýrir Lilja, „þannig að hér verður mexíkósk veisla og músík allsráðandi.“ - rve Mexíkóskur matur og lifandi tónlist Mexíkóskur matur verður á boðstólum á Kryddlegnum hjörtum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Búist er við þúsundum gesta á sýn- inguna Matur-inn 2009 sem verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri í dag og á morgun en þar verða sýningarbásar frá á fjórða tug aðila, markaðstorg, matreiðslu- keppnir og margt fleira. Sýningin hefur verið haldin á tveggja ára fresti frá árinu 2003 þó að fyrsti vísir að henni hafi orðið til fyrir um tíu árum. „Þá fengum við keppnina Matreiðslumaður árs- ins hingað norður og héldum smá hóf í kringum hana en fyrsta stóra sýningin fór fram árið 2005. Þá tók á þriðja tug aðila þátt og í kjölfar- ið varð félagið Matur úr Eyjafirði – Local food til,“ segir Friðrik V. Karlsson, stjórnarmaður Matar í Eyjafirði og eigandi veitingastað- arins Friðriks V. Félagið stendur að sýningunni í góðu samstarfi við Þingeyska matarbúrið og Matarkistuna Skagafjörð. Hún hefur fram að þessu verið haldin í Verkmennta- skólanum á Akureyri en þar sem gestafjöldinn fór yfir tíu þúsund árið 2007 var ákveðið að flytja viðburðinn í Íþróttahöllina. Friðrik segir um sannkallaða uppskeruhátíð að ræða í takt við árstíðina. „Þarna verður hægt að kaupa sunnudagssteikina, kart- öflur og ferskt grænmeti en líka slátur og skólabjúgu í frystinn. Þá munu fyrirtæki og félög kynna það besta sem þau hafa upp á að bjóða auk þess sem við stöndum fyrir þrenns konar keppnum sem við væntum að muni vekja athygli gesta. Fyrst má nefna keppni í borgaragerð sem er öllum opin. Þá er keppni á milli Þingeyinga, Skagfirðinga og Eyjafirðinga í fiskisúpugerð og síðast en ekki síst keppni þar sem þjóðþekktir einstaklingar reyna með sér,“ upplýsir Friðrik. Að þessu sinni eru það þau Kristján Þór Júlíus- son alþingismaður, Sigrún Stefáns- dóttir bæjarfulltrúi, María Sigurð- ardóttir, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, og Svavar Jónsson sóknarprestur sem munu keppa. Samhliða sýningunni verður efnt til málþings um íslenskan mat en markmið þess er að efla umræðu um íslenskan mat og matarhefð- ir meðal fagfólks og almennings. „Áhugi á íslenskum mat hefur auk- ist í kreppunni en mér finnst við þurfa að skilgreina hann betur. Þetta snýst ekki bara um slátur og hrútspunga heldur þurfum við að færa allar þessar fallegu hefð- ir eins og kjötsúpuna og plokk- fiskinn til nútímans. Það er í það minnsta mitt mat og verður fróð- legt að sjá hvað kemur út úr málþinginu.“ Friðrik, sem er mikill áhugamaður um matar- sýningar, sér fyrir sér að hátíðin muni breiða úr sér út um allan bæ þegar fram líða stundir. „Ég sé fyrir mér Íþrótta- höllina fulla af kjöti, höfnina fulla af fiski, í leikhús- inu verði leiksýn- ing um mat, í listasafn- inu verði myndlist- arsýning um mat og í bíóinu kvikmynd um mat.“ vera@frettabladid.is Uppskeruhátíð Norðlendinga Rúmlega tíu þúsund manns mættu á sýninguna þegar hún var síðast haldin, árið 2007, og var því ákveðið að færa hana úr Verkmenntaskólanum á Akureyri yfir í Íþróttahöllina að þessu sinni. Friðrik sér fyrir sér að hátíðin muni breiða úr sér út um allan bæ þegar fram líða stundir. MYND/ÚR EINKASAFNI Norðlendingar bera uppskeru sína á borð á sýningunni Matur-inn 2009 sem verður haldin í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina. Þar verða sýningarbásar, markaðstorg, matreiðslukeppnir og málþing meðal dagskrárliða. Ísbíltúrinn er löngu orðinn hefð hjá mörgum fjölskyldum. Mekka íssins er líklega Hvera- gerði þar sem Kjörís rekur verksmiðju sína auk þess sem enn er hægt að fá góðan ís í Eden þótt staðurinn heiti í dag Iðavellir. www.idavellir.is Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.