Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 54

Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 54
 3. OKTÓBER 2009 LAUGARDAGUR4 ● bleika slaufan Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélags- ins, segir stuðning almennings ótrúlega mikinn við félagið en brýnt sé að forgangsraða verkefnum enn frekar til að tryggja áframhaldandi góða þjónustu við þá sem stríða við krabbamein og aðstandendur þeirra. „Krabbameinsfélagið, líkt og flest önnur félög, hefur gengið í gegn- um fjárhagslegar þrengingar á síð- astliðnu ári. Við höfum þurft að fara í gegnum alla okkar rekstr- arliði og forgangsraða hvernig við verjum best þeirri þjónustu sem mikilvægust er,“ segir Sigríður. MIKILL STUÐNINGUR ALMENNINGS „Almennt má þó segja að stuðning- ur við Krabbameinsfélagið hefur haldist ótrúlega mikill. Við verð- um vör við það hjá almenningi að gömlu góðu gildin eru í heiðri höfð, fólk vill leggja félaginu lið og margir styðja félag- ið með umtalsverð- um upphæðum. Aðrir leggja fram minni upphæð- ir, en allt skipt- ir þetta miklu máli.“ Sigríður segir erfitt að meta hvort fyrir- tækjastuðningur hafi breyst. „Stuðn- ingurinn er gjarn- an fólginn í ýmsum átaksverkefnum, til að mynda við kaup á nýjum tækjum. Við stöndum ekki í slíkum stórræð- um í ár en samt er staðan þannig að sjaldan hefur verið jafnmikil þörf fyrir fjárhagslegan stuðning við hin afar mörgu og brýnu verkefni sem við stöndum frammi fyrir.“ BREYTINGAR Á LIÐNU ÁRI „Nú reynum við að gera meira fyrir sama fjármagn og höfum gengið í gegnum talsverðar skipu- lagsbreytingar sem hafa ekki verið auðveldar,“ segir Sigríður og und- irstrikar jafnframt að allar þessar breytingar hafi miðast við að þjón- ustan við skjólstæðinga félagsins minnki ekki mikið. Sigríður bendir á að eitt helsta verk stjórnar Krabbameinsfé- lagsins síðastliðið ár hafi verið að vinna að stefnumótun félags- ins til næstu ára, sem kynnt verði um áramótin. „Helsta ástæð- an fyrir þeirri vinnu er kannski fyrst og fremst að skerpa þurfti á áherslum félagsins, bæði inn á við og út á við. Allir eiga að hafa skýra sýn á það fyrir hvað Krabbameinsfélagið stendur og um hana þarf að vera breið sam- staða,“ segir Sigríður og bætir við að jafnframt þurfi að huga að því hvernig samstarfi félagsins við aðildarfélög er háttað og hvernig megi ná bestum árangri. „Félagið ætlar að vera í fylk- ingarbrjósti á Íslandi í baráttunni við krabbamein. Það teljum við okkur geta gert með því að leggja sérstaka áherslu á forvarnir og fræðslu, vera sjúklingum og að- standendum til stuðnings, vera öfl- ugur vettvangur fyrir aðildarfélög og stuðningshópa þeirra sem hafa reynslu af krabbameini og styðja við rannsóknir á krabbameini, bæði í víðu og þröngu samhengi. Síðast en ekki síst þurfum við að vera kröftugur félagsskapur sem aflar fjár til að standa straum af öllu því sem hér er nefnt.“ - bn Þjónustu má ekki skerða Ráðgjafarþjónusta Krabbameins- félagsins býður upp á stuðning fyrir fólk sem hefur greinst með krabbamein, aðstandendur þess og vini en þar er hægt að óska eftir sérfræðiviðtölum og fá upplýsing- ar og fræðslu. Þjónustan tók til starfa fyrir tveimur árum og er um þriggja ára tilraunaverkefni að ræða. „Ég tel miklar líkur á því að við fáum að starfa áfram enda ekki vanþörf á,“ segir Ragnheiður Al- freðsdóttir, forstöðumaður þjón- ustunnar. „Við erum með aðstöðu á fyrstu hæð Krabbameinsfélags- ins að Skógarhlíð 8 ásamt stuðn- ingshópum Krabbameinsfélags- ins sem við erum í nánu samstarfi við, enda skiptir það fólk yfirleitt miklu máli að komast í samband við aðra með svipaða reynslu.“ Ragnheiður er hjúkrunarfræð- ingur en með henni starfar félags- ráðgjafinn Gunnjóna Una Guð- mundsdóttir. „Síðan erum við í tengslum við sálfræðing, prest og iðjuþjálfa auk þess sem við leitum til læknanna ef þess gerist þörf.“ Lögð er rík áhersla á einstaklings- og fjölskylduviðtöl en auk þess er boðið upp á ýmsa fyrirlestra og námskeið. Má þar nefna djúpslök- un, námskeið í hugrænni atferlis- meðferð, námskeið fyrir börn sem eiga foreldra sem hafa greinst með krabbamein, samverukvöld fyrir ekkjur og ekkla og ýmislegt fleira en reynt er að nálgast viðfangs- efnið frá öllum hliðum. Í októb- er hefst síðan nýtt námskeið í tangó þar sem þátttak- endur sækja innri styrk í dansinn. „Við leggjum mikla áherslu á aðstandend- ur og vini, sem oft verða útundan þegar einhver nákominn greinist með krabbamein. Auk þess reynum við að sinna lands- byggðinni eins og kostur er. Við förum reglulega út á land og erum þá í samstarfi við félög og stuðningshópa á hverjum stað fyrir sig. Þar fyrir utan getur fólk haft samband við okkur í síma og með tölvupósti og það sama gildir um fólk sem er búsett erlendis.“ - ve Veita fjölþættan stuðning Rík áhersla er lögð á einstaklings- og fjölskylduviðtöl, aðstandendur og vini. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Þetta er þriðja árið sem við tökum þátt í þessu,“ segir Vignir Þröstur Hjálmarsson hjá Hreyfli – Bæjarleiðum. Leigubílafloti fyrirtækisins tekur stakkaskipt- um þegar hinum hefðbundnu gulu ljósum er skipt út fyrir bleik til að vekja athygli á Krabbameins- félagi Íslands og stuðningi við brjóstakrabbameinsátakið. „Auk þess eru bílstjórunum afhentar bleikar slaufur til sölu í hálfan mánuð en ekki er leyfilegt að stunda fjáröflunarsölu lengur en þann tíma, á meðan ljósin fá að vera uppi í tvo mánuði. Andvirð- ið af slaufunum rennur svo beint til Krabbameinsfélagsins,“ segir Þröstur. „Þá leggur Hreyfill úr sínum sjóði upphæð sem svarar til tíu króna fyrir hverja afgreidda ferð frá stöðinni.“ Þröstur segir bílstjórunum jafnan finnast gaman að taka þátt. „Sumir eru þó náttúrlega meiri sölumenn en aðrir,“ segir hann og hlær. En hvernig hafa viðtökurnar verið? „Mjög góðar,“ svarar hann. „Fyrsta árið söfnuðust 4,3 millj- ónir, þar af seldust slaufur fyrir 2,7 milljónir en Hreyfill lagði til 1,6 milljónir. Í fyrra söfnuðust 6,3 milljónir, þar af seldust slauf- ur fyrir nærri fimm milljónir og Hreyfill lagði til 1,3 milljónir.“ Hann bætir við að í seinna tilvikinu hafi mjög góður árangur náðst, einkum í ljósi þess að fjár- málakreppan hafi þá verið nýhaf- in. „Það sýnir að ekkert er sleg- ið af þegar gott málefni er annars vegar. Nú er svo komið að þriðja árinu, þannig að við skulum vona að allir taki þátt.“ - rve Brunað um í bleiku Þröstur segir uppátækið hafa vakið tölu- verða athygli erlendis. „Það hefur verið þó nokkuð um fyrirspurnir frá erlendum fjölmiðlum og framleiðendur taxaljósa í Evrópu hafa sýnt þessu mikinn áhuga.“ FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Félagið ætlar að vera í fylkingarbrjósti á Íslandi í baráttunni við krabbamein,“ segir Sigríður Snæbjörnsdóttir, formaður Krabbameinsfélagsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Ný heimasíða Krabbameinsfélags- ins, www.krabb.is, verður opnuð á næstu dögum. „Gamla síðan upp- fyllti ekki lengur þarfir okkar. Við fórum því af stað með heilmikla vinnu strax um mitt ár 2007,“ segir Gústaf Gústafsson, markaðsstjóri Krabbameinsfélagsins. „Í því fólst meðal annars að hafa samband við fólk sem greinst hefur með krabba- mein, aðstandendur, aðildarfélög- in okkar, fagfólk og fleiri, með hjálp Sjá ehf.,“ útskýrir Gústaf. Úr þeim upplýsingum var síðan búin til síða sem kemur vonandi betur til móts við þá sem þurfa upplýs- ingar um krabbamein og starfsemi félagsins. „Eitt af fyrstu skrefum þeirra sem greinast með krabbamein og aðstandendur þeirra er að leita sér upplýsinga, og í dag byrjar fólk oft á netinu. Heimasíðan er því mjög mikilvægt tæki á erfiðum tíma og nauðsynlegt að fólk finni þær upplýsingar sem það leitar að.“ Þó að síðan verði nú opnuð ný og betri verður vinnu við hana hald- ið áfram. „Heimasíðan verður mið- stöð upplýsinga um krabbamein á Íslandi og því í stöðugri þróun.“ Krabbameinsfélagið hannaði heimasíðuna í samstarfi við fyrirtækin Sjá ehf. og TM Soft- ware. „Nýi vefurinn var settur upp í WebMaster-vefumsjónarkerf- inu. Við lögðum áherslu á einfalda og aðgengilega framsetningu á fræðslu um krabbamein og upplýs- ingum um þjónustu Krabbameins- félagsins. Á vefnum verður til dæmis hægt að gerast styrktaraðili og panta tíma í krabbameinsleit,“ segir Brynjar Kristjánsson hjá TM Software. „Við unnum ítarlega þarfagrein- ingu með Krabbameinsfélaginu og sú vinna skilaði félaginu vefs- tefnu sem tekur á því hvernig vef- urinn á að vera, hvaða hlutverki hann gegnir í starfseminni og hvernig félagið getur best nýtt sér hann í sína þágu,“ segir Jóhanna Símonardóttir hjá Sjá ehf. - sg Heimasíðan andlit félagsins Hér er mynd af gömlu heimasíðunni. Sú nýja er unnin í samstarfi við Sjá og TM Software.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.