Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 56

Fréttablaðið - 03.10.2009, Side 56
 3. OKTÓBER 2009 LAUGARDAGUR6 ● bleika slaufan Bleika slaufan hefur verið tákn baráttunnar gegn brjósta- krabbameini árum saman og nælur í formi bleikrar slaufu verið seldar til fjáröflunar. Í fyrra var tekið upp á þeirri ný- breytni að fá þekktan skartgripa- hönnuð, Hendrikku Waage, til að hanna Bleiku slaufuna. Hún hann- aði tvær gerðir af slaufunni, bæði ódýrari gerð sem seldist í fjörutíu þúsund eintökum og dýrari gerð sem einnig hlaut góðar viðtök- ur. Í ár er það Sif Jakobs, þekkt- ur skartgripahönnuður sem býr og starfar í Danmörku, sem hannar slaufuna en hún hefur fengið við- urkenningar fyrir hönnun sína hér heima og erlendis. „Þegar mér var veittur sá heið- ur að hanna Bleiku slaufuna fyrir Krabbameinsfélagið var mín fyrsta hugsun hvernig ég gæti lengt líftíma gripsins, fengið fleiri til að ganga með hann. Ég tók púls- inn á vinahópnum og fólkinu í kringum mig, þar sem í ljós kom að talsverður meirihluti gengur ekki með nælur af ýmsum ástæð- um, en hefur samt keypt nælur í gegnum tíðina til að styrkja mál- staðinn. Mér fannst af þeim sökum tilvalið að hanna fallega og eigu- lega skartgripi sem hæfðu sem flestum konum.“ Sif ákvað að gera hálsmen og eyrnalokka og brjóta upp hefðina fyrir því að hafa Bleiku slaufuna ávallt í formi nælu. Hálsmenið og eyrnalokkarnir eru með fallegum ljósbleikum steinum og njóta sín hvort í sínu lagi en eru sérstak- lega falleg saman sem sett. „Ég er mjög nákvæm í starfi mínu og legg ríka áherslu á að hver einstak- ur skartgripur sé listsmíði í hæsta gæðaflokki. Markmið mitt er nota- gildi skartgripanna og að þá megi bera við hvaða tækifæri sem er.“ Ódýrari gerðin af nælunni verður einnig til sölu í ár og er hún í sama formi og skartgripirnir. „Nælan er framleidd í tugum þúsunda eintaka og verður hún til sölu víðs vegar um landið í októbermánuði. Skart- gripirnir eru hins vegar fram- leiddir í takmörkuðu upplagi og verða til sölu meðal annars hjá verslunum Leonard og Halldóri Ólafssyni á Akureyri. Hálsmenið kostar 11.500 krónur og eyrna- lokkarn- ir 9.500.“ Andvirðið rennur að sjálfsögðu til styrktr leitarstarfi KÍ. Sif segir málefnið standa sér nærri. „Ég hef upplifað þau áhrif sem sjúkdómur eins og krabbamein hefur á aðstandendur og vini sjúk- linga og þetta málefni hefur mikla þýðingu fyrir mig eins og allar konur.“ Hún telur afar mikilvægt að vekja athygli á nauðsyn þess að konur fari reglulega í brjósta- skoðun. „Það er engin spurning að þetta átak, sem er orðið árleg- ur viðburður, hefur mikla þýð- ingu í þeirri vitundarvakningu um brjóstakrabbamein sem hefur átt sér stað á Íslandi. Það er mér mik- ill heiður að fá að taka þátt í þessu verkefni. Ég hef lagt mitt af mörk- um til að halda áfram að vekja fólk til meðvitundar um brjóstakrabba- mein allt árið, með hönnun á falleg- um, kvenlegum og eigulegum skartgrip sem hentar öllum konum við öll tæki- færi. Þetta er málefni sem snert- ir alla og kemur okkur öllum við.“ - bb Braut upp hefðina með hálsmeni og lokkum Skartgripirnir eru þannig úr garði gerðir að þá má bera við hvaða tækifæri sem er. Sif hannaði skartgripina með það í huga að þeir hæfðu hvaða konu sem er. Skartgripaverslunin Leonard hóf sölu á sérstakri skartútgáfu Bleiku slaufunnar 1. október til styrkt- ar Krabbameinsfélaginu. Að þessu sinni var hönnuðurinn og gullsmið- urinn Sif Jakobsdóttir fenginn til að útbúa sérstaka skartútgáfu bleiku slaufunnar. Verslanir Leonard í Kringlunni, Smáralind og Flugstöð Leifs Ei- ríkssonar eru aðalsöluaðili skartút- gáfu Bleiku slaufunnar í ár og segir Sævar Jónsson hjá Leonard að ákveð- ið hafi verið að setja verslanirnar í bleikan búning með bleikri lýsingu til að vekja enn meiri athygli á verk- efninu. „Við tókum þátt í þessu verk- efni í fyrra og tókst mjög vel til. Sif Jakobsdóttir, hönnuður Bleiku slauf- unnar, ákvað að hafa slaufuna í formi hálsmens í stað nælu og auk þess bæta við eyrnalokkum þetta árið. Útkoman er mjög góð og við erum spennt að sjá viðbrögðin. Í fyrra biðu viðskiptavinir fyrir utan búðina fyrir opnun til þess að tryggja sér eintak,“ segir Sævar. Slaufan hefur alltaf verið tengd fegurð og árvekni en það var sjálf snyrtivörudrottningin Estée Lau- der sem átti frumkvæðið að átaki og vakningu fólks á brjóstakrabba- meini og varð bleika slaufan síðan að alþjóðlegu merki átaksins. Skartslaufa Sifjar er til í takmörk- uðu upplagi. Hún er úr silfri og er skreytt sirkon- og oxíðsteinum. Þykir skartgripalína Sifjar endurspegla lífsgleði, aðdáun hennar á einföld- um en tjáningarríkum formum, sem og hágæða efnum og næmi hennar fyrir fegurð einfaldleikans. Þar að auki leggur hún áherslu á notagildi skartgripa sinna og að þá megi bera við hvaða tækifæri sem er. - kdk Fagur gripur með ríka sögu Sif Jakobsdóttir, hönnuður og gullsmiður, ásamt Sævari Jónssyni hjá Leonard með bleiku slaufuna góðu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.