Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 57

Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 57
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 7bleika slaufan ● Öll þjónusta sem samtökin Sam- hjálp kvenna veitir er í höndum kvenna sem sjálfar hafa greinst með brjóstakrabbamein. Starf samtakanna í þau þrjátíu ár sem þau hafa starfað hefur allt verið unnið í sjálfboðavinnu en sá ár- angur sem þau hafa náð verður seint metinn til fjár. Guðrún Sigurjónsdóttir, for- maður Samhjálpar kvenna, segir miklar og jákvæðar breytingar hafa orðið á síðustu þrjátíu árum. Lífslíkur kvenna með brjósta- krabbamein hafa nú aukist mjög. Fyrr voru 75 prósenta líkur á að kona væri á lífi fimm árum eftir að hún hafði verið greind með meinið en nú eru lífslíkur henn- ar rúmlega níutíu prósent. Íslend- ingar státa því af besta árangri í veröldinni ásamt Svíum. Þá segir Guðrún að aukin fræðsla um sjúkdóminn hafi dregið úr ótta fólks. „Hér áður fyrr var lítið til af efni fyrir fólk að leita í eftir greiningu og engin formleg stuðningssamtök, og þessi skortur skapaði mikinn ótta,“ segir hún en sjálf gekk hún til liðs við samtökin eftir að hafa notið stuðnings kvenna úr þeim. Þá segir hún að sérstök leikfimi sem ætluð er konum sem misst hafa brjóst hafi veitt sér mikla líkamlega og andlega hjálp. „Það var ómetanlegt að fá að sprikla með fjölda annarra kvenna sem allar höfðu misst brjóst,“ segir hún. Mikilvægt sé fyrir konur að vita að þær séu ekki einar í baráttunni. - kdk Vinna ómetanlegt starf Guðrún Sigurjónsdóttir er í forsvari samtakanna Samhjálp kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Röntgenmyndataka er öruggasta aðferðin til að finna krabbamein í brjóstum á byrjunarstigi. Konur á aldrinum 40-69 ára ættu að fara í brjóstamyndatöku annað hvert ár og panta tíma þegar boð kemur frá Leitarstöð Krabbameinsfélags- ins. Konum sem eru sjötíu ára og eldri er frjálst að mæta til brjósta- krabbameinsleitar á tveggja ára fresti. Með því að skoða og þreifa brjóstin reglulega geta konur áttað sig á því hvað er eðlilegt og hvað hefur breyst frá síðustu skoðun. Best er að þreifa brjóst- in einu sinni í mánuði, um það bil viku til tíu dögum eftir að blæð- ingar hefjast. Eftir tíðahvörf er best að þreifa brjóstin á svipuð- um tíma í hverjum mánuði. Mikil- vægt er að leita læknis ef einhver breyting finnst. Rétt er að hafa í huga að flestir hnútar í brjóstum eru góðkynja. Regluleg skoðun Röntgenmyndataka er öruggasta aðferðin til að finna brjóstakrabbamein á byrjunarstigi. Um eitt prósent brjóstakrabba- meina sem greinast hér á landi á hverju ári er í körlum. Meðalaldur karla sem greinast með brjóstakrabbamein er sjö- tíu ár. Meðalaldur kvenna sem grein- ast með brjóstakrabbamein er 61 ár. Ein kona af hverjum tíu hér á landi greinist með brjósta- krabbamein einhvern tíma á ævinni. Um níutíu prósent kvenna sem greinast með brjósta- krabbamein eru á lífi fimm árum síðar og eru varla nokkurs staðar þekktar betri horfur kvenna sem greinast með brjóstakrabbamein. VISSIR ÞÚ AÐ ...
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.