Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 58
3. OKTÓBER 2009 LAUGARDAGUR8 ● bleika slaufan
„Starfið felst í liðkandi og styrkj-
andi æfingum ásamt teygjum og
slökun á mánudögum og miðviku-
dögum,“ segir Lovísa Einarsdóttir
íþróttakennari, sem stjórnar leik-
fimi tvisvar í viku í leikfimisal og
sundlaug Hrafnistu í Hafnarfirði.
Lovísa hefur sérhæft sig í þjálfun
kvenna sem farið hafa í skurðað-
gerð vegna brjóstakrabbameins.
Hún segir konum sem undirgeng-
ist hafi aðgerðir ráðlagt að hefja
æfingar eftir að þær hafi jafnað
sig.
„Það á sérstaklega við þegar
mikið hefur verið fjarlægt af eitl-
um í holhönd. Þá þarf að styrkja
svæðið sem búið er að krukka í,“
útskýrir Lovísa og lýsir leikfim-
inni fyrir blaðamanni. „Konun-
um eru kenndar einfaldar og létt-
ar æfingar, bæði í leikfimissal og
í sundi. Þeim hefur liðið sérstak-
lega vel í vatninu enda tekur það
ekki eins mikið á að æfa í því.“
Hún bætir við að mikill árangur
hafi náðst af starfinu. „Tvímæla-
laust. Við höfum komið mörgum
aftur af stað.“
Samhjálp kvenna, samtök til
stuðnings konum sem greinast
með brjóstakrabbamein, stendur
á bak við leikfimina en hugmynd-
ina á Lovísa, sem hefur kennt hana
í tuttugu ár.
„Ég var íþróttakennari á Hrafn-
istu þannig að það var auðvelt
fyrir mig að fá aðstöðu fyrir hóp-
inn,“ rifjar hún upp og bætir við
að innan hópsins séu konur sem
hafi verið með frá upphafi. „Þær
eldri hafa miðlað af reynslu sinni
til hinna. Þannig læra þær hver af
annarri, auk þess sem mikil sam-
kennd hefur myndast innan hóps-
ins. Um daginn gerðum við okkur
til dæmis glaðan dag þegar tuttugu
ára afmælið bar að garði, þannig
að þetta er líka mjög gaman.“
En hvert er best að snúa sér
til að fá nánari upplýsingar um
starfssemina? „Til mín í síma 693
9563,“ segir Lovísa og bætir við
að fyrirspurnir megi líka senda á
samhjalp@krabb.is. - rve
Lyfjafyrirtækið Roche hef-
ur látið framleiða bleika
stressbolta til styrktar bleiku
slaufunni, árvekniátaki gegn
brjóstakrabbameini.
Boltarnir eru mjúkir að utan en
harðir að innan og á þeim stend-
ur: Brjóstakrabbamein sést ekki
en það finnst. Fyrirtækið fór
af stað með sams konar átak í
Portúgal í fyrra og mæltist það
mjög vel fyrir.
„Markmið okkar er að
hvetja konur til
þess að mæta
í brjósta-
krabba-
meinsleit.
Það er dýr-
mætt tæki-
færi, en sýnt
hefur verið fram á tuttugu
prósenta lækkun á dánar-
tíðni kvenna fjörutíu ára og
eldri sem fara í slíka leit miðað
við þær sem gera það ekki,“ segir
Valdís Beck, markaðsfulltrúi
Roche á íslandi.
Hún segir lyfjameðferð gegn
brjóstakrabbameini hafa þróast
mikið síðastliðin ár, en uppgötv-
ist meinið of seint geti besta með-
ferð sem völ sé
á ekki bjargað
lífi sjúklingsins.
„Hins vegar getur aukin þekking á
sjúkdómnum orðið til þess að hann
uppgötvist tímanlega. Þess vegna
styður Roche árvekniátakið og
hefur gert síðastliðin fimm ár.“
Lífshorfur kvenna sem grein-
ast með brjóstakrabbamein á Ís-
landi hafa batnað mikið frá því að
brjóstakrabbameinsleit hófst árið
1987. Þó hefur það valdið vonbrigð-
um að einungis 62 prósents mæt-
ing er í leitina, sem er mun lægra
hlutfall en víða annars staðar á
Norðurlöndum. „Það er því mik-
ilvægt að minna á leitina og við
viljum leggja okkar af mörkum,“
segir Valdís.
Þær konur sem mæta í brjósta-
krabbameinsleit hjá Leitarstöð
Krabbameinsfélags Íslands í okt-
óber fá boltana í hendur, auk þess
sem þeim verður dreift til áskrif-
enda Vikunnar. - ve
Lovísa hefur kennt leikfimina í tuttugu
ár. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Vatnaleikfimi þykir henta vel þar sem sumar konurnar eru þróttlitlar eftir aðgerðir
og lyfjameðferðir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Mikill árangur hlotist
Valdís segir að jafnvel þó að mikil þróun hafi orðið á sviði
lyfjameðferðar þá þurfi að uppgötva sjúkdóminn tímanlega.
FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Mjúkir að utan, harðir að innan● FRÆGAR KONUR Ein af hverjum 10 konum hér á landi fær brjóstakrabbamein, og fer sjúkdómurinn ekki í manngreinarálit. Fjöl-
margar þekktar konur hafa greinst með krabbamein í brjóstum, en hér
er listi yfir nokkrar sem hafa nýtt frægð sína til að leggja baráttunni gegn
krabbameini lið.
Kylie Minogue var aðeins 37 ára þegar hún
greindist með brjóstakrabbamein árið 2005.
Greining hennar vakti mikla athygli og hefur
hún talað hreinskilningslega, og opnað umræðu
um baráttuna gegn brjóstakrabbameini.
Sopranos leikkonan Edie Falco greindist
með brjóstakrabbamein árið 2003 þegar
hún var fertug. Hún hefur notað frægð
sína til að styðja við Stand Up To Canc-
er herferðina, sem vekur athygli á
auknum líkum á sýkingu á meðan á
krabbameinsmeðferð stendur.
Cynthia Nixon, sem er best þekkt sem rauðhærði lögfræðing-
urinn Miranda í Sex and the City, greindist með krabbamein
árið 2006. Hún hefur barist ötullega gegn brjóstakrabba-
meini og er sendiherra fyrir Susan G.
Komen stofnunina í Bandaríkjunum.
Olivia Newton John hefur löng-
um barist fyrir umhverfinu og
réttindum dýra, en frá því hún
greindist með brjóstakrabba-
mein árið 1992 hefur hún einn-
ig unnið að árvekni um brjósta-
krabbamein. Þar á meðal hefur
hún gefið út plötu þar sem allur
ágóði fór til styrktar rannsókna
á brjóstakrabbameini.
REYKINGAR GETA
VALDIÐ GETULEYSI
Fáðu hjálp við að hætta á
reyklaus.is eða í síma 800 60 30
Reykingar flýta fyrir
öldrun húðarinnar
Ef þú hættir að
reykja dregur
það úr líkum á
banvænum
hjarta- og
lungna-
sjúkdómum Reykingar á meðgöngu
skaða fóstur
Verndaðu börnin – láttu þau
ekki anda að sér tóbaksreyk
Fáðu hjálp við að hætta að
reykja: sími 800 60 30
Reykingar
drepa