Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 59

Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 59
LAUGARDAGUR 3. OKTÓBER 2009 9bleika slaufan ● „Ég er hætt að fresta hlutunum,“ segir Dóróthea Jónsdóttir, sem 29 ára gömul greindist með illkynja æxli í hægra brjóstinu. Hún var þá með fimm mánaða gamlan son sinn á brjósti en eldri sonur hennar var tveggja ára. „Ég fann fyrir einhverri fyrirferð í hægra brjóstinu og taldi í fyrstu að það væri mjólkurstífla. Eftir að ég hafði farið á milli sérfræð- inga á Kvennadeild Landspítal- ans og á Leitarstöð Krabbameins- félags Íslands kom í ljós að þetta var illkynja æxli,“ segir Dóróthea æðrulaus. „Greiningin var mikið áfall fyrir okkur hjónin og í raun var sá tími sem ég var í meðferðinni eins og rússíbanaferð. Það var oft eins og ég væri ekki með sjálfri mér, og reyndar hvorugt okkar. Þetta var svo óraunverulegt, eins og að vera hvort í sinni sápukúl- unni. Mér þótti líka mjög leiðin- legt að þurfa að hætta með barn- ið á brjósti,“ segir hún og heldur áfram. „Fjölskyldan lagðist á eitt við að hjálpa okkur en auk þess fór ég á sjálfsstyrkingarnámskeið og svo í Ljósið, sem er endurhæf- ingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabba- mein. Allur stuðningur skiptir máli fyrir þann sem greinist með krabbamein. Maður er dofinn en um leið ólga allar tilfinning- ar. Ég þurfti að ræða svo margt á meðan á meðferðinni stóð – eins og dauðann. Ég ræddi hann fram og til baka ásamt svo mörgu öðru. Allar tilfinningar eru leyfilegar þegar maður gengur í gegnum lífsreynslu eins og þessa.“ Dóróthea segir fólk hafa brugð- ist misjafnlega við sjúkdómi henn- ar. „Fólkið í kringum mig brást við á allan máta. Mjög margir gátu ekki talað við mig og upp- lifðu sig hjálparvana. Aðrir fóru þá leið að finna sér verkefni til að hjálpa. Það er svo einstakl- ingsbundið, bæði hvernig sá sem greinist með krabbamein upplifir ferlið og eins þeir sem eru í kring- um hann. Viðbrögðin eiga aldrei að vera neitt til þess að skammast sín fyrir.“ Sjálfri fannst henni skipta miklu máli að hafa góðan lækni. „Ég er mjög heppin með lækni en ég held að réttar og ítarlegar upplýsingar hjálpi nýgreindum krabbameins- sjúklingum mjög, jafnvel þótt maður meðtaki þær ekki allar strax. Það er líka þess vegna sem það er svo mikilvægt að geta alltaf haft aðgengi að góðum upplýsing- um. Þar sem ég var svo dofin átti ég það til að gleyma hvað lækn- irinn sagði í viðtölunum þannig að mér fannst mjög gott að hafa einhvern með mér. Þá gat ég líka rætt um það sem fram fór í tímun- um. Það sama má segja um lyfja- meðferðina,“ segir Dóróthea en hún fór í mjög harða lyfjameð- ferð, með hléi þar sem brjóstið var fjarlægt með skurðaðgerð. En hvernig er líf eftir brjósta- krabbamein? „Stærsta breytingin er sú að ég er hætt að fresta hlut- unum. Ég geri ekki lengur áætlan- ir fram í tímann. Sumum finnst ég lifa hratt en lífssýnin og gildin hafa breyst. Ég lifi lífinu núna.“ - uhj Allar tilfinningar leyfilegar Dóróthea Jónsdóttir segir meðferðina hafa verið eins og rússíbanaferð. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIDA.IS Um 62 prósent kvenna á aldrin- um 40-69 ára mæta reglulega í leit að brjóstakrabbameini, en takmarkið er að sjálfsögðu að allar konur á þessum aldri fylg- ist vel með heilsu sinni og mæti í skoðun. Brjóstakrabbamein eru mun al- gengari í vestrænum ríkjum en í Afríku og Asíu. Erfðaþættir eru taldir hafa þýð- ingu í um eða yfir fimmtán pró- sentum brjóstakrabbameina. Í Japan, þar sem áhrifa vest- rænnar menningar gætir í sí- vaxandi mæli, er tíðni brjósta- krabbameins að aukast. Skipulögð hópleit að brjósta- krabbameini með brjósta- röntgenmyndatöku hófst meðal ís- lenskra kvenna í lok árs 1987. Mörg stéttar- félög greiða niður kostnað við krabbameins- skoðun. Krabbameinsfélag Íslands var stofn- að 27. júní 1951. „Vífilfell hefur áður styrkt málstaðinn. Í fyrra settum við á markað sérstakan Topp til styrktar Bleiku slaufunni, en hluti söluandvirðisins rann til tækja- kaupa fyrir Leitarstöð Krabbameins- félagsins,“ segir Árni. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA „Þetta heppnaðist vel,“ segir Árni Árnason, vörumerkjastjóri hjá Vífilfelli, sem í samstarfi við Krabbameinsfélag Íslands og Golf- samband Íslands stóð fyrir golf- mótaröðinni Bleiki Toppbikarinn í sumar. Þetta var fimmta árið í röð sem mótaröðin fór fram. Árni segir þátt- töku hafa verið með mestu ágætum en hún var í fyrsta sinn opin báðum kynjum. „Þarna spiluðu 500 manns á sjö golfvöllum víða um landið í allt sumar, þar sem keppt var um þátttökurétt á lokamótinu hjá Golf- klúbbi Borgarness. Á því kepptu svo tólf lið og stóðu Garðar Ingi Leifsson og Örn Rúnar Magnússon uppi sem sigur- vegarar. Allir sem kepptu á lokamótinu fengu gala- kvöldverð og gistingu í boði Hótel Hamars.“ Þeir sem að mótinu stóðu gáfu að sögn Árna vinninga, auglýsingar og afnot af völlunum. Hann bætir því við að allur ágóði af þátttökunni verði nýttur til eflingar leitar- starfs á vegum Krabba- meinsfélagsins. - rve Vel heppnuð golfmótaröð VISSIR ÞÚ AÐ ...
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.