Fréttablaðið


Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 60

Fréttablaðið - 03.10.2009, Qupperneq 60
 3. OKTÓBER 2009 LAUGARDAGUR10 ● bleika slaufan Sölufélag garðyrkjumanna styrk- ir verkefnið Bleiku slaufuna nú í ár en einnig hefur félagið styrkt verkefnið Karlmenn og krabba- mein. „Við erum mjög stolt af því að geta styrkt þetta verkefni,“ segir Kristín Linda Sveinsdóttir, markaðsstjóri hjá Sölufélagi garð- yrkjumanna. „Rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla grænmet- is virðist veita vörn gegn krabba- meini og þar eiga stóran þátt efni eins og E-vítamín, karót- enóíð og lýkopen. Mik- ilvægt er að fá þessi efni úr matnum en ekki sem fæðu- bótarefni.“ Auglýs- ingar Sölu- félags garð- yrkjumanna hafa undanfar- in ár undirstrik- að hollustu grænmetisins í bland við skemmtilegan fróðleik en Kristín segir að íslenska græn- metið sé betra en það erlenda fyrir margra hluta sakir. „Gæðin eru einstök því við búum í litlu landi þar sem stutt er út á akrana og í gróðurhúsin og ekki langar flutn- ingsleiðir að baki. Einnig fær grænmetið hér á landi að vaxa á sínum eðlilega hraða og hægar en gerist víðast hvar erlendis en þannig eru hollusta og bragðgæði þess íslenska mun betri.“ Sölufélag garðyrkjumanna held- ur úti heimasíðunni islenskt.is þar sem finna má ýmsar upplýsingar um ræktun grænmetis, uppskrift- ir, fróðlegar greinar, meðhöndlun grænmetis og fleira. „Við opnuðum nýlega síðu á Facebook undir nafn- inu íslenskt.is í ágúst og eigum nú yfir 2.500 vini en gagnvirknin er mjög góð á síðunni þar sem neyt- endur geta tekið þátt í umræðunni og komið hugmyndum áleiðis.“ - jma Kristín Linda Sveinsdóttir hjá Sölufélagi garðyrkjumanna segir að Facebook-síða félagsins hafi slegið í gegn. Einnig heldur Sölufélagið úti heimasíðunni www.islenskt.is. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Íslenskt grænmeti stoltur styrktaraðili Sveinbjörn Kristjánsson, doktor í heilbrigðisvísindum og verkefnisstjóri fræðslumála hjá Lýðheilsustöð, segir að hægt sé að lifa eftir nokkrum grunnreglum og minnka þannig líkurnar töluvert á að fá krabbamein. „Með því að reykja ekki, hvort sem er með því að byrja aldrei eða með því að hætta að reykja, minnka lík- urnar á að fá krabbamein, meðal annars í lungum, koki, nýru, brisi og ristli. Í hinum vestræna heimi er um þriðjungur allra krabba- meina tengdur reykingum og níu- tíu prósent lungnakrabbameina.“ Að nota munntóbak getur einnig aukið líkurnar á að fá krabbamein, svo sem í brisi. Offita er einnig á þessum lista og hefur verið tengd auknum líkum á ýmsum krabbameinum. Að halda sér í kjörþyngd með því að borða holla fæðu og hreyfa sig reglulega getur minnkað líkurnar á að fá krabbamein í ristli, legi og brjósti svo eitthvað sé nefnt. „Dag- leg hreyfing er mikilvæg fyrir heilsu og vellíðan og það að hreyfa sig rösklega hálftíma á dag getur komið í veg fyrir ýmsar tegundir krabbameina.“ Þá erum við komin að mataræð- inu en mikilvægt er að borða ávexti og grænmeti. Undanfarin ár hefur fólki verið ráðlagt að borða „fimm á dag“, af ávöxtum og grænmeti, en þau matvæli innihalda efni sem vinna gegn krabbameini. „Hér getum við Íslendingar tekið okkur á því kannanir hafa sýnt að við neytum minna en helmings af þeim ráðlagða dagskammti. Mikil neysla á rauðu kjöti og unnum kjötvörum eykur líkurnar á krabbameinum í ristli og blöðruhálskirtli.“ Neysla áfengis gleymist að sögn Sveinbjarnar oft sem veigamikill þáttur en fólk sem reykir pakka á dag og misnotar áfengi stóreykur líkurnar á að greinast með ýmiss konar krabbamein, svo sem í koki, barka og vélinda. Neysla áfengis ein og sér eykur líkur á fá krabba- mein og því meira sem drukkið er, þeim mun meiri er áhættan. Að lokum nefnir Sveinbjörn krabbamein sem væri að mestu leyti hægt að koma í veg fyrir með réttum lífsstíl en það er húð- krabbamein. „Það er sérstaklega mikilvægt að vernda börnin. Börn og unglingar eru viðkvæm fyrir útfjólubláum geislum, hvort sem er frá sólinni eða ljósabekkjum, og því er áríðandi að setja átján ára aldurstakmark á notkun ljósa- bekkja. Einnig þurfum við Íslend- ingar, sem ekki erum vanir mikilli sól, að fara varlega þar sem okkur er oft hættara við að brenna. Gott er að forðast sólina milli klukkan ellefu og þrjú á daginn og vernda húðina með fötum eða sólaráburði með sólvarnarstuðli yfir fimmt- án. Allt til að koma í veg fyrir að brenna í sólinni.“ - jma Lifnaðarhættir geta kom- ið í veg fyrir krabbamein Unnin kjötvara, áfengi, sígarettur og ljósabekkir eru meðal þess sem fólk skyldi forðast, að sögn dr. Sveinbjörns Kristjánssonar, verkefnisstjóra hjá Lýð- heilsustöð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Börn og unglingar eru sérstaklega viðkvæm fyrir sól og er unnið að því að sett verði aldurstakmark á notkun ljósabekkja. NORDICPHOTOS/GETTY GRUNNREGLURNAR Reykja ekki Hreyfa sig reglulega Borða grænmeti og ávexti dag- lega Neyta áfengis í hófi Forðast að brenna í sólinni og fara ekki í ljós, þá sérstaklega börn yngri en 18 ára Árlega koma á fjórða tug þúsunda kvenna í skoðun á Leitarstöð Krabbameinsfélagsins. Vísinda- og Leitarsvið Krabbameinsfélagsins eru í samstarfi við Háskóla Íslands um rann- sóknir og kennslu í heilbrigðisvísindum. Krabbameinsfélagið hefur frá 1954 rekið Krabbameinsskrá sem geymir allar tiltækar upplýsingar um krabbamein á öllu landinu og er ein fárra slíkra skráa í heiminum sem taka til heillar þjóðar. Brjóstakrabbamein er önnur algengasta dánarorsök kvenna milli 20 og 59 ára. Velflest æxli sem greinast í brjósti eru góðkynja. Líkur á brjóstakrabbameini aukast með aldrinum. Þótt flestir þekki helstu atriði næringarfræði vill það oft fara fyrir ofan garð og neðan að útbúa hollan mat. Þá getur verið gott að þekkja bækur sem leiðbeina fólki um heilsusamlega en einfalda mat- reiðslu. Meðal slíkra bóka er þriðja matreiðslubókin í bókaflokkinum Af bestu lyst sem gefin var út í fyrra í samvinnu við Hjartavernd, Krabbameinsfélagið, Lýðheilsustöð og Vöku-Helgafell og bókin Bragð í baráttunni sem væntanleg er hjá Forlaginu nú í haust. Nanna Rögnvaldardóttir, mat- gæðingur og ritstjóri hjá For- laginu, útbjó uppskriftirnar í fyrr- nefndu bókinni og segir hún að við gerð hennar hafi hún haft í huga að maturinn ætti að vera við hæfi sem flestra, heilsusamlegur og eld- aður á heilsusamlegan hátt. Hverri uppskrift fylgdu því upplýsingar um næringargildi réttarins, meðal annars um hitaeiningar, fitumagn og magn mettaðrar fitu. „Ég lærði sjálf mikið af því að vinna þessa bók,“ segir Nanna og bendir á að sjálf hafi hún ekki áttað sig á því hve mikið muni um að setja eina skeið af pestói út í sósur en ekki tvær, auk fleiri atriða sem gott sé að hafa í huga við matargerð. Krabbameinsfélagið Fram- för átti síðan hugmyndin að því að gefa út bókina Bragð í barátt- unni. Það er þýðing á kanadískri bók sem heitir Cooking with Foods that Fight Cancer og skiptist hún í tvennt. Fyrri hlutinn er umfjöll- un um hvernig krabbamein mynd- ast og hvað hægt er að gera til að sporna við því. Því næst er fjallað um alls kyns hráefni í mat, krydd og fleira, innihald þeirra og eigin- leika og hvort þau geti komið að gagni til að fyrirbyggja krabba- mein. Seinni hlutinn er svo upp- skriftir að alls kyns spennandi réttum sem mælt er með. - kdk Brögð í baráttunni Nanna Rögnvaldardóttir útbjó bók sem auðveldar fólki að ná tökum á heilsu- samlegri eldamennsku. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Laxasneiðar á stökku káli fyrir 4 1 laxaflak, 600 g 1 kg (6 b.) hvítkál, skorið í strimla 3 msk. ólífuolía 1 msk. kumminfræ salt og nýmalaður pipar 175 ml (¾ b.) tómatmauk (puré) 1 hvítlauksrif, fínsaxað Snöggsjóðið kálið í eina mínútu. Setjið í sigti og látið kalt vatn renna á það til að stöðva suðuna. Látið renna vel af því. Hitið ólífuolíuna á pönnu. Steikið kálið við háan hita með kumminfræj- unum í 1–2 mínútur. Bragðbætið með salti og pipar. Skerið laxinn í fjögur jafn- stór stykki. Saltið og piprið og gufu- sjóðið síðan þar til laxinn er eldaður í gegn. Hitið tómatmaukið og bætið hvít- lauknum út í það. Hitið fjóra diska og mótið hreiður úr steiktu káli á miðju hvers þeirra. Setjið laxbita þar ofan á og tómatmauk yfir. VISSIR ÞÚ AÐ ... Filippseyska: Lasong Rosas Franska: Ruban Rose Ítalska: Nastro Rosa Katalónska: Cinta rosa Þýska: Rosa Schleife Hollenska: Roze Lint Danska: Lyserøde Sløjfe Finnska: Roosa Nauha Ungverska: Rózsaszín szalag Norska: Rosa Sløyfe Litháíska: Rožinis kaspinas Rúmenska: Panglica Roz Slóvakíska: Ružová stužka Sænska: Rosa Bandet Tyrkneska: Pembe Kurdele (þýðingarnar teknar af wikipedia.org) Bleika slaufan á ýmsum tungum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.