Fréttablaðið - 03.10.2009, Page 62
3. OKTÓBER 2009 LAUGARDAGUR12 ● bleika slaufan
Bleika slaufan er til sölu við af-
greiðslukassa í öllum verslunum
Nóatúns. Sala slaufunnar hófst
1. október, en hún kostar þúsund
krónur og er seld án álagningar.
„Við höfum jafnframt beint þeim
tilmælum til starfsfólks okkar að
það veki athygli viðskiptavina á
átakinu,“ segir Bjarni Friðrik Jó-
hannesson, rekstrarstjóri Nóa-
túns.
Nóatún hefur lagt Krabba-
meinsfélaginu lið undanfarin ár
sem söluaðili Bleiku slaufunnar
auk annarra verkefna á vegum
Krabbameinsfélagsins.
En af hverju var tekin sú
ákvörðun að styðja Bleiku slauf-
una? „Við þekkjum vafalítið öll
einhvern sem hefur þurft að tak-
ast á við þennan erfiða sjúkdóm og
því snertir þetta okkur öll,“ segir
Bjarni og hvetur alla viðskiptavini
Nóatúns til að leggja átaksverkefni
Krabbameinsfélagsins lið. - sg
Vilja vekja at-
hygli á átakinu
„Við munum ávallt leggja átaksverk-
efnum Krabbameinsfélagsins lið,“ segir
Bjarni Jóhannesson, rekstrarstjóri
Nóatúns. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Fyrirtækið Margt smátt hefur
séð um framleiðslu, innflutning
og dreifingu Bleiku slaufunnar
fyrir Krabbameinsfélagið síðast-
liðin þrjú ár, og er mikill handa-
gangur í öskjunni þegar október-
mánuður nálgast.
„Það hefur verið brjálað að gera.
Í fyrra kláraðist lagerinn á áttunda
degi en í lok fyrsta söludags núna
voru einungis 6.000
slaufur eftir á lager,“
segir Fjóla Sigurð-
ardóttir, dreifing-
arstjóri Bleiku
slaufunnar hjá
Mörgu smáu.
„Það fóru því
39.000 slauf-
ur út hjá okkur
fyrsta daginn. Ef
marka má lager-
stöðuna má ætla að
vandi Krabbameins-
félagsins sé helst
sá að ekki fái
allir slaufu sem
vilja.“
Dreifingin
hefur því farið
afar vel af stað, en nú er það undir
almenningi komið að tryggja sér
eintak áður en allt selst upp hjá
söluaðilum.
Rýkur út eins og
heitar lummur
Pósturinn selur Bleiku slaufuna
á um fjörutíu pósthúsum um allt
land. „Við höfum um árabil átt
gott samstarf við Krabbameinsfé-
lag Íslands og teljum mjög þarft að
styðja hið mikilsverða starf þess
eins og frekast er kostur. Sala
slaufunnar fellur vel að starfinu
á okkar afgreiðslustöðum og því
er sjálfsagt að verða þar að liði,“
segir Ingimundur Sigurpálsson,
forstjóri Póstsins.
„Átakið tengist okkur einnig að
því leyti að Pósturinn er mjög fjöl-
mennur vinnustaður og þar sem
okkur er annt um okkar fólk leggj-
um við mikla áherslu á heilsuefl-
ingu af ýmsu tagi. Heilsupósturinn
er mannbótaverkefni, sem starfs-
mönnum hefur staðið til boða í
um fimm ára skeið með góðum
árangri, en það styður starfsfólk
í sjálfseflingu bæði á líkama og
sál. Stuðningur við þetta verk-
efni Krabbameinsfélagsins fellur
því vel að stefnumiðum Póstsins,“
segir hann.
Pósturinn dreifir bleiku slauf-
unni nú í fyrsta sinn.
Fyrirtækið studdi
hins vegar Krabba-
meinsfélagið vel
í átakinu Karl-
menn og krabba-
mein í vor.
Bleika slaufan
verður til sölu á um
40 afgreiðslustöð-
um Póstsins um allt
land.
Dreifir Bleiku slaufunni í fyrsta sinn
Lágmúla - Laugavegi - Garðatorgi - Smáralind - Smáratorgi - Setbergi - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Patreksfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Blönduósi - Hvammstanga
Skagaströnd - Sauðárkróki - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfirði - Höfn - Laugarási - Selfossi - Grindavík - Keflavík
- Lifið heil
www.lyfja.is
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
L
Y
F
4
74
48
1
0/
09
er alþjóðlegt merki átaks til að vekja athygli á
brjóstakrabbameini. Þú færð Bleiku slaufuna í
verslunum Lyfju. Þannig leggurðu baráttunni gegn
þessum sjúkdómi ómetanlegt lið.
bleika slaufan
Bleika slaufan er hönnuð af
Sif Jakobs gullsmiði og kostar
1.000 krónur.