Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 73

Fréttablaðið - 03.10.2009, Síða 73
fjölskyldan 7 heilsa góð er gulli betri... Sé fólk spurt hvað það telji mikilvægast í lífinu svar-ar það venjulega; heilsan og fjölskyldan. Yrði foreldri spurt hvort það væri tilbúið að leggja á sig erfiði svo koma mætti í veg fyrir þjáningar barns síns er nær öruggt að því yrði svarað ját- andi. Með þetta í huga er furðulegt hve margir eru tregir til að takast á við og koma í veg fyrir að barn þess verði of þungt, en með því mætti koma í veg fyrir ómældan sársauka og vandamál. Sólfríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktor í lýðheilsufræðum, segir nær alla foreldra vilja hjálpa börnum sínum en margir viti ekki hvernig eigi að takast á við vandamálið eða líti framhjá hættumerkjunum. Hún hefur sett saman námskeið sem styður fólk í átt að heilbrigðari lifnaðarháttum og er það byggt á aðferðum sem þykja hafa gefið góða raun í Bandaríkjunum. Námskeiðið er ætlað fjölskyldum sem vilja læra saman heilbrigða lifnaðarhætti og þeim sem vilja grípa í taumana áður en í óefni er komið og komast út úr vítahring. Mikilvægt er að koma of þung- um börnum til aðstoðar áður en þau komast á kynþroskaaldurinn og nýta svokallaðar vaxtarskorp- ur til að hjálpa þeim. Rannsókn- ir sem hægt er að fræðast um hjá Landlæknisembættinu sýna að offita á unglingsárum leiðir oftast til offitu á fullorðinsaldri. Offitan leiðir svo oft til alvarlegra vandamála og sjúkdóma, svo sem háþrýstings, sykursýki, álags á bein og liðamót, þunglyndis, ein- eltis, hjartasjúkdóma og félags- legra vandamála. „Oft þarf ekki að breyta miklu til að mikill og góður árangur náist, stundum þarf fólk jafnvel bara að hætta að kaupa gos, en það þarf að rífa sig upp úr vananum,“ segir hún. Slæmar lífsvenjur séu oft orðnar eins konar fjölskyldu- sjúkdómur og eigi að aðstoða einn fjölskyldumeðlim verði allir að taka sig saman. Sólfríður hefur útbúið tvískipt námskeið; annað er ætlað einstakl- ingum sem vilja bæta líðan sína en hitt er ætlað fjölskyldum. Ætl- unin er að foreldrar sitji bóklega tíma en börnum sé kennt á meðan í gegnum leik og hreyfingu. Aðrar stundir vinni fjölskyldan saman í tímum. Reynt er að sjá til þess að allir í fjölskyldunni hafi gaman að því, enda til mikils að vinna svo ekki sé meira sagt. Nánar má fræðast um námskeiðin á síðunni hem.is. - kdk Heilbrigði og hamingja Koma má í veg fyrir miklar þjáningar barna með því að sjá til þess að þau tileinki sér heilbrigðar lífsvenjur. Þetta segir Sólfríður Guðmundsdóttir, hjúkrunarfræðingur og doktor í lýðheilsufræðum, sem gefur lesendum góð ráð. 1. Þróun heilbrigðs fjölskyldu- lífsstíls • Mikilvægi foreldra sem fyrirmynda og heilsueflingu fyrir lífstíð 2. Aðferðir til að auka hreyf- ingu fjölskyldunnar • Nýjar leiðbeiningar til að draga úr sjúkdómaáhættu 3. Hollt fæðuval, fjölskylduna við matarborðið • Hugsa um innkaup, hráefni, matargerð og matarvenjur • Auka neyslu grófmetis, ávaxta og grænmetis 4. Aðferðir til að ná/halda kjörþyngd • Ákvörðun heilsusamlegs þyngdarstuðuls • Leiðir til að léttast saman 5. Tengingu huga og líkama • Þróa stuðningskerfi allra fjölskyldumeðlima 6. Streitu og forvarnir • Aðferðir til að vinna með streitu 7. Foreldrahlutverkið og ábyrgð • Foreldrar og forvarnir • Samfélagsáhrif á heilsuupp- eldi 8. Umhverfi og fjölskylduheilsu Sólfríður leggur áherslu á ÁVEXTIR Gott er að eiga alltaf ávexti í ísskápnum því ef hungrið sverfur að eru þeir hollur biti. Einnig eru þeir tilvalinn eftirréttur bæði hversdags og spari. Sólfríður Guðmundsdóttir leiðbeinir fjölskyldum í átt að heilbrigði Óheilbrigðar lífsvenjur geta ekki aðeins skaðað þann sem temur sér slíka lifnaðarhætti heldur líka börn viðkomandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM POPP Kósíkvöld á föstudögum eru fastur liður hjá mörgum. Popp er tilvalið með læti með eftirlætismyndunum. Galdurinn er að nota olíu og salt í hófi og þá er ekki um óhollt snakk að ræða.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.